Að skilja sjálfsvíg Arna Pálsdóttir skrifar 7. september 2021 08:31 Ég missti mömmu mína í vor. Hún lést úr krabbameini. Hún barðist hetjulega þar til hún dó. Hún tók alla slagi sem hún gat tekið, ef það var meðferð í boði þá vildi hún prófa. Alla daga vaknaði hún og hugsaði; ég ætla að sigra þennan fjanda. Við hlið hennar vorum við, fólkið hennar, að styðja hana. Þegar líða fór á stríðið fór að dofna yfir lífsgæðum hennar. Hún hætti að geta stundað allt það sem hún hafði ánægju af, mátturinn og orkan fóru minnkandi og líkamleg vanlíðan tók þeirra stað. Ekki svo löngu áður en hún dó áttum við samtal um framhaldið. Hún sagði að hún myndi alltaf berjast á meðan það væri von en ef frekari meðferðir byðu henni eingöngu upp á þau lífsgæði sem hún lifði við á þeim tímapunkti þá vildi hún frekar fá að fara. Það var svo erfitt að heyra hana segja þetta en ég skildi hana. Ég skildi það að hún vildi frekar eiga stutt eftir ólifað en að lifa við þá vanlíðan sem hún lifði við á þessum tíma. Ég missti pabba minn árið 2001. Hann lést úr sjálfsvígi. Hann hafði verið í stríði við sinn fjanda í langan tíma. Hans fjandi var hins vegar ósýnilegur. Baráttan var tekin á hnefanum og í einrúmi. Að lokum valdi hann frekar að fara en að lifa við þá andlegu þjáningu sem hann lifði við. Það reyndist mun erfiðara að skilja - á þeim tímapunkti. Við skiljum krabbamein. Við skiljum að krabbamein er heilbrigðismál. Það er hættulegur og grimmur líkamlegur sjúkdómur sem getur dregið fólk til dauða. Fólk gengst undir þungar meðferðir, missir hár, heilsu og mátt. Þetta er barátta og fólk ætlar sér að vinna. Það fær þau vopn sem standa til boða og aðstandendur hvetja fólk sitt áfram, sýnir skilning, samkennd og samstöðu. Það reynist mörgum erfiðara að skilja sjálfsvíg og það er allt í lagi. Við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg, það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru líka heilbrigðismál. Við getum skilið áhættuþætti og við getum skilið gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu. Við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgang að vopnum - læknismeðferðum, samstöðu og skilningi og við getum skilið að hann þarf stuðning heilbrigðiskerfissins og samfélagsins. Á heimsvísu eru sjálfsvíg meðal 20 algengustu dánarorsaka. Það ber enginn ábyrgð á sjálfsvígi nema sá sem það fremur. Það er hins vegar mikilvægt að vita að það er hægt að koma í veg fyrir sjálfsvíg með auknu forvarnarstarfi, öflugu heilbrigðiskerfi og með aukinni samfélagsvitund um geðheilbrigðismál. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september nk. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Mamma sat í stjórn Píeta samtakanna en þau sinna mikilvægu forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og veita einnig aðstandendum stuðning. Mér bauðst sá heiður að taka hennar sæti í stjórn samtakanna þegar hún lést. Á skömmum tíma hef ég fengið innsýn inn í aðdáunarvert starf starfsmanna og sjálfboðaliða en mikilvægi samtakanna hafa sýnt sig með margföldum vexti síðustu ár. Verum óhrædd við að ræða sjálfsvíg og geðheilbrigðismál. Við erum á réttri leið en betur má ef duga skal. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Arna Pálsdóttir Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég missti mömmu mína í vor. Hún lést úr krabbameini. Hún barðist hetjulega þar til hún dó. Hún tók alla slagi sem hún gat tekið, ef það var meðferð í boði þá vildi hún prófa. Alla daga vaknaði hún og hugsaði; ég ætla að sigra þennan fjanda. Við hlið hennar vorum við, fólkið hennar, að styðja hana. Þegar líða fór á stríðið fór að dofna yfir lífsgæðum hennar. Hún hætti að geta stundað allt það sem hún hafði ánægju af, mátturinn og orkan fóru minnkandi og líkamleg vanlíðan tók þeirra stað. Ekki svo löngu áður en hún dó áttum við samtal um framhaldið. Hún sagði að hún myndi alltaf berjast á meðan það væri von en ef frekari meðferðir byðu henni eingöngu upp á þau lífsgæði sem hún lifði við á þeim tímapunkti þá vildi hún frekar fá að fara. Það var svo erfitt að heyra hana segja þetta en ég skildi hana. Ég skildi það að hún vildi frekar eiga stutt eftir ólifað en að lifa við þá vanlíðan sem hún lifði við á þessum tíma. Ég missti pabba minn árið 2001. Hann lést úr sjálfsvígi. Hann hafði verið í stríði við sinn fjanda í langan tíma. Hans fjandi var hins vegar ósýnilegur. Baráttan var tekin á hnefanum og í einrúmi. Að lokum valdi hann frekar að fara en að lifa við þá andlegu þjáningu sem hann lifði við. Það reyndist mun erfiðara að skilja - á þeim tímapunkti. Við skiljum krabbamein. Við skiljum að krabbamein er heilbrigðismál. Það er hættulegur og grimmur líkamlegur sjúkdómur sem getur dregið fólk til dauða. Fólk gengst undir þungar meðferðir, missir hár, heilsu og mátt. Þetta er barátta og fólk ætlar sér að vinna. Það fær þau vopn sem standa til boða og aðstandendur hvetja fólk sitt áfram, sýnir skilning, samkennd og samstöðu. Það reynist mörgum erfiðara að skilja sjálfsvíg og það er allt í lagi. Við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg, það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru líka heilbrigðismál. Við getum skilið áhættuþætti og við getum skilið gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu. Við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgang að vopnum - læknismeðferðum, samstöðu og skilningi og við getum skilið að hann þarf stuðning heilbrigðiskerfissins og samfélagsins. Á heimsvísu eru sjálfsvíg meðal 20 algengustu dánarorsaka. Það ber enginn ábyrgð á sjálfsvígi nema sá sem það fremur. Það er hins vegar mikilvægt að vita að það er hægt að koma í veg fyrir sjálfsvíg með auknu forvarnarstarfi, öflugu heilbrigðiskerfi og með aukinni samfélagsvitund um geðheilbrigðismál. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september nk. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Mamma sat í stjórn Píeta samtakanna en þau sinna mikilvægu forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og veita einnig aðstandendum stuðning. Mér bauðst sá heiður að taka hennar sæti í stjórn samtakanna þegar hún lést. Á skömmum tíma hef ég fengið innsýn inn í aðdáunarvert starf starfsmanna og sjálfboðaliða en mikilvægi samtakanna hafa sýnt sig með margföldum vexti síðustu ár. Verum óhrædd við að ræða sjálfsvíg og geðheilbrigðismál. Við erum á réttri leið en betur má ef duga skal. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun