Hefur farið í 100 sýnatökur: „Get haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2021 10:03 Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, er mögulegur sýnatökukóngur landsins. vísir/Vilhelm Það væri heiður að vera sýnatökukóngur Íslands, segir leikarinn Jóhannes Haukur sem fór í sína eitt hundruðustu skimun á föstudag. Hann segist vanur sýnatökupinnanum og gæti haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann. Í dag hafa um milljón sýni vegna kórónuveirufaraldursins verið tekin hér á landi, ýmist við landamærin eða innanlands. Skimunum er misskipt milli landsmanna en sennilega hafa fáir fengið sýnatökupinnan eins oft upp í nefið og leikarinn Jóhannes Haukur. „Ég náði minni hundruðustu covid skimun á föstudag, eða hundraðasta PCR prófinu. Það er svona ákveðinn áfangi.“ Þessi fjöldi skimana á sér eðlilegar skýringar þar sem Jóhannes hefur verið við tökur á Netflix þáttunum Vikings í Írlandi og tökulið er skimað daglega. Þar að auki hafa ferðalög verið tíð vegna þáttanna. Hann segir orðinn vanur sýnatökunum sem hafi þó verið erfiðar í fyrstu. „Fyrstu skiptin eru skrýtin en svo venst þetta, það er bara eins og með allt í lífinu. Þegar þú ert kominn upp í hundrað skipti, þó einhver stingi eyrnapinna lengst aftan í nefholurnar að þá er það ekkert mál. Þetta er vont fyrst en svo venst þetta,“ segir Jóhannes brattur. „Ég get alveg haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann.“ Hann segist ekki hafa heyrt af neinum sem hefur oftar farið í skimun. „Það væri kannski áhugavert að vita hvort maður væri allavega á topp fimm eða tíu. Þetta er ákveðinn heiður að hafa. Ég veit ekki betur en að ég sé sýnatökukóngur landsins.“ „En þetta er lítil fyrirhöfn af minni hálfu. Ég sit bara og opna munnin og glenni út nasavængina. Það eru aðrir sem sjá um að taka sýnin og greina þau. En ég á minn þátt í þessu,“ segir Jóhannes nokkuð stoltur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira
Í dag hafa um milljón sýni vegna kórónuveirufaraldursins verið tekin hér á landi, ýmist við landamærin eða innanlands. Skimunum er misskipt milli landsmanna en sennilega hafa fáir fengið sýnatökupinnan eins oft upp í nefið og leikarinn Jóhannes Haukur. „Ég náði minni hundruðustu covid skimun á föstudag, eða hundraðasta PCR prófinu. Það er svona ákveðinn áfangi.“ Þessi fjöldi skimana á sér eðlilegar skýringar þar sem Jóhannes hefur verið við tökur á Netflix þáttunum Vikings í Írlandi og tökulið er skimað daglega. Þar að auki hafa ferðalög verið tíð vegna þáttanna. Hann segir orðinn vanur sýnatökunum sem hafi þó verið erfiðar í fyrstu. „Fyrstu skiptin eru skrýtin en svo venst þetta, það er bara eins og með allt í lífinu. Þegar þú ert kominn upp í hundrað skipti, þó einhver stingi eyrnapinna lengst aftan í nefholurnar að þá er það ekkert mál. Þetta er vont fyrst en svo venst þetta,“ segir Jóhannes brattur. „Ég get alveg haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann.“ Hann segist ekki hafa heyrt af neinum sem hefur oftar farið í skimun. „Það væri kannski áhugavert að vita hvort maður væri allavega á topp fimm eða tíu. Þetta er ákveðinn heiður að hafa. Ég veit ekki betur en að ég sé sýnatökukóngur landsins.“ „En þetta er lítil fyrirhöfn af minni hálfu. Ég sit bara og opna munnin og glenni út nasavængina. Það eru aðrir sem sjá um að taka sýnin og greina þau. En ég á minn þátt í þessu,“ segir Jóhannes nokkuð stoltur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira