Komdu út að hjóla... Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 7. september 2021 10:30 Í borginni eru margir staðir til að næra sál og líkama. Mörgum finnst gott að ganga, finna lyktina af náttúrunni og njóta útsýnis. Öðrum finnst skemmtilegra að hjóla, vera í síbreytilegu umhverfi innan borgarmarkanna, hjóla meðfram sjónum með vindinn í fangið, upplifa sólsetur með sjávarlykt eða horfa á borgina vakna í hversdagsleikann í upphafi vinnuviku. Fyrir hálfu ári byrjaði ég að hjóla um á rafmagnshjóli, til vinnu, innan hverfis með börnum á leið til tómstunda, viðra fjölskylduna og hjóla til heilsubótar. Á þessu hálfa ári er búið að hjóla rúma 800 kílómetra sem annars hefðu alla jafna verið eknir á bíl. Vegalengdin kemur óvart enda stutt tímabil að ræða og ég venjuleg kona í Breiðholti en ekki afrekskona í íþróttum sem tók ákvörðun um að vilja ferðast á öðru en bíl þegar þess var kostur. 40% vilja ferðast á öðru en bíl til vinnu Í ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg fékk Maskínu til að gera voru lagðar fram tvær spurningar. Hvernig ferðast þú oftast til og frá vinnu? Hvernig værir þú helst til að ferðast í vinnuna? Samkvæmt könnuninni ferðast 74,7% til vinnu á einkabíl sem bílstjórar. Þegar sami hópur svarar því hvernig hann helst vildi helst ferðast til vinnu sögðust aðeins 46,3% velja það að fara akandi sem bílstjóri til vinnu sem fyrsta val. Það þýðir að um 40% þeirra sem aka til vinnu í dag hefðu viljað velja aðra samgöngumáta. Innan við helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem segist myndi velja einkabílinn sem fyrsta valkost, eða 46% á höfuðborgarsvæðinu og ef tölur eru rýndar nánar sést að hlutfallið er enn lægra meðal Reykvíkinga eða 44,8%. Áframhaldandi uppbygging innviða Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta fyrst með hjólreiðaáætlun 2015-2020 og svo var samþykkt ný hjólreiðaáætlun 2021-2025 í sumar. Mun áframhaldandi uppbygging hjólastíga í borginni verða tryggð í samþykktu aðalskipulagi borgarinnar. Einn dagur í viku verða fljótt tveir Til þessara 40% íbúa höfuðborgarsvæðisins sem aka til vinnu en vildu ferðast til vinnu á öðrum fararskjótum en einkabílnum vil ég segja „Komið út að hjóla“. Byrjið rólega, takið einn dag í viku sem fljótlega verða að tveimur. Ég þekki það á eigin skinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldubílinn eftir heima og fimm manna fjölskylda hjólar inn í hversdaginn. Vinnustaðir, stofnanir og atvinnurekendur - hyglið ykkar fólki sem velur aðrar leiðir en einkabílinn, skapið umgjörð á vinnustaðnum þannig að starfsfólk geti geymt hjólin á öruggum og þurrum stað. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Sjáumst á hjólandi glöð Höfundur er hjólari, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og móðir þriggja hjólandi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í borginni eru margir staðir til að næra sál og líkama. Mörgum finnst gott að ganga, finna lyktina af náttúrunni og njóta útsýnis. Öðrum finnst skemmtilegra að hjóla, vera í síbreytilegu umhverfi innan borgarmarkanna, hjóla meðfram sjónum með vindinn í fangið, upplifa sólsetur með sjávarlykt eða horfa á borgina vakna í hversdagsleikann í upphafi vinnuviku. Fyrir hálfu ári byrjaði ég að hjóla um á rafmagnshjóli, til vinnu, innan hverfis með börnum á leið til tómstunda, viðra fjölskylduna og hjóla til heilsubótar. Á þessu hálfa ári er búið að hjóla rúma 800 kílómetra sem annars hefðu alla jafna verið eknir á bíl. Vegalengdin kemur óvart enda stutt tímabil að ræða og ég venjuleg kona í Breiðholti en ekki afrekskona í íþróttum sem tók ákvörðun um að vilja ferðast á öðru en bíl þegar þess var kostur. 40% vilja ferðast á öðru en bíl til vinnu Í ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg fékk Maskínu til að gera voru lagðar fram tvær spurningar. Hvernig ferðast þú oftast til og frá vinnu? Hvernig værir þú helst til að ferðast í vinnuna? Samkvæmt könnuninni ferðast 74,7% til vinnu á einkabíl sem bílstjórar. Þegar sami hópur svarar því hvernig hann helst vildi helst ferðast til vinnu sögðust aðeins 46,3% velja það að fara akandi sem bílstjóri til vinnu sem fyrsta val. Það þýðir að um 40% þeirra sem aka til vinnu í dag hefðu viljað velja aðra samgöngumáta. Innan við helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem segist myndi velja einkabílinn sem fyrsta valkost, eða 46% á höfuðborgarsvæðinu og ef tölur eru rýndar nánar sést að hlutfallið er enn lægra meðal Reykvíkinga eða 44,8%. Áframhaldandi uppbygging innviða Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta fyrst með hjólreiðaáætlun 2015-2020 og svo var samþykkt ný hjólreiðaáætlun 2021-2025 í sumar. Mun áframhaldandi uppbygging hjólastíga í borginni verða tryggð í samþykktu aðalskipulagi borgarinnar. Einn dagur í viku verða fljótt tveir Til þessara 40% íbúa höfuðborgarsvæðisins sem aka til vinnu en vildu ferðast til vinnu á öðrum fararskjótum en einkabílnum vil ég segja „Komið út að hjóla“. Byrjið rólega, takið einn dag í viku sem fljótlega verða að tveimur. Ég þekki það á eigin skinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldubílinn eftir heima og fimm manna fjölskylda hjólar inn í hversdaginn. Vinnustaðir, stofnanir og atvinnurekendur - hyglið ykkar fólki sem velur aðrar leiðir en einkabílinn, skapið umgjörð á vinnustaðnum þannig að starfsfólk geti geymt hjólin á öruggum og þurrum stað. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Sjáumst á hjólandi glöð Höfundur er hjólari, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og móðir þriggja hjólandi barna.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun