Engin myndbandsdómgæsla í úrvalsdeild kvenna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 16:01 Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, vill sjá myndbandsdómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. Catherine Ivill/Getty Images Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, vill sjá myndbandsdómgæslu tekna upp í úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Englandi eftir umdeild mark Arsenal í 3-2 sigri gegn hennar liði um liðna helgi. Enska úrvalsdeildin hófst á stórleik Chelsea og Arsenal. Leikurinn var frábær skemmtun en Englandsmeistarar Chelsea lutu í gras, lokatölur 3-2 Arsenal í vil. Hayes var ekki sátt með markið sem Beth Mead skoraði fyrir Arsenal í leiknum og taldi að það hefði ekki fengið að standa ef myndbandsdómgæsla, VAR, væri notuð í úrvalsdeild kvenna líkt og úrvalsdeild karla á Englandi. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið ekki á þeim buxunum að setja upp samskonar kerfi og þekkist karla megin. Hayes finnst það skrítið sökum þess að umfjöllun um deildina hefur aldrei verið meiri. „Með því að setja leikina okkar á Sky fær það fólk til að spyrja sig af hverju það er ekki VAR á þessum leikjum. Við erum að gera lítið úr leiknum okkar.“ „Við erum orðin vön VAR og marklínutækni, að það sé ekki til staðar í kvennaboltanum lætur mér líða eins og annars flokks þjóðfélagsþegn,“ sagði Hayes í viðtali eftir leik. There are no plans for the introduction of VAR in the Women's Super League despite criticism from Chelsea boss Emma Hayes.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2021 Ástæðan sem gefin er fyrir því að ekki sé hægt að setja upp VAR í úrvalsdeild kvenna sé sú að þar spili liðin flest á heimavöllum karlaliða sem eru í National-deildinni, fimmtu efstu deild Englands. Þar sé einfaldlega ekki aðstaða til að setja VAR upp. Samkvæmt Sky telja félögin og deildin sjálf að kostnaður við uppsetningu VAR of mikill á þessu stigi þróunar kvennaboltans í Englandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hófst á stórleik Chelsea og Arsenal. Leikurinn var frábær skemmtun en Englandsmeistarar Chelsea lutu í gras, lokatölur 3-2 Arsenal í vil. Hayes var ekki sátt með markið sem Beth Mead skoraði fyrir Arsenal í leiknum og taldi að það hefði ekki fengið að standa ef myndbandsdómgæsla, VAR, væri notuð í úrvalsdeild kvenna líkt og úrvalsdeild karla á Englandi. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið ekki á þeim buxunum að setja upp samskonar kerfi og þekkist karla megin. Hayes finnst það skrítið sökum þess að umfjöllun um deildina hefur aldrei verið meiri. „Með því að setja leikina okkar á Sky fær það fólk til að spyrja sig af hverju það er ekki VAR á þessum leikjum. Við erum að gera lítið úr leiknum okkar.“ „Við erum orðin vön VAR og marklínutækni, að það sé ekki til staðar í kvennaboltanum lætur mér líða eins og annars flokks þjóðfélagsþegn,“ sagði Hayes í viðtali eftir leik. There are no plans for the introduction of VAR in the Women's Super League despite criticism from Chelsea boss Emma Hayes.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2021 Ástæðan sem gefin er fyrir því að ekki sé hægt að setja upp VAR í úrvalsdeild kvenna sé sú að þar spili liðin flest á heimavöllum karlaliða sem eru í National-deildinni, fimmtu efstu deild Englands. Þar sé einfaldlega ekki aðstaða til að setja VAR upp. Samkvæmt Sky telja félögin og deildin sjálf að kostnaður við uppsetningu VAR of mikill á þessu stigi þróunar kvennaboltans í Englandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira