Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2021 13:19 Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum en búist er við hlaupið nái hámarki þar á morgun. Vísir/Egill Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að hámarksrennsli við Sveinstind sé náð en vöxtur hlaupsins hafi verið mjög hraður þar til að byrja með í gær. „Rennslið í Skaftá við Sveinstind hefur haldist nokkuð svipað frá því í gærkvöldi. En rennslið í Eldvatni við Ása hefur aukist talsvert. Við gerum hins vegar ekki ráð fyrir að hámarkinu þar verði náð fyrr en á morgun,“ segir Hulda. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og jafnvel 2018. „Áin mun sennilega flæða út í Eldhraun. Eftir mikla úrkomu síðustu daga og síðasta hlaup er hraunið frekar vatnsmettað fyrir þannig að það hlaupvatn sem er núna á leiðinni niður eftir mun sennilega ekki ná að síast vel ofan í það þannig að það mun líklegast flæða yfir nokkuð stórt svæði,“ segir Hulda Rós. Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar bendir á að hámark hlaupsins komi fram á mismunandi stöðum og tímum. „Fyrst sjáum við hámarkið við Sveinstind, svo við Eldvatn hjá Ásum og svo er þriðja hámarkið þegar það flæðir vatn yfir hraunið,“ segir Óðinn. Hann tekur undir með Huldu um að búast megi við að það flæði yfir stórt svæði. „Það byrjar að flæða út á hraunið upp í Skaftárdal og þar fer þetta að dreifast austur með Skaftá og út á hraunin. Og af því við fengum flóð upp úr vestari katlinum fyrir nokkrum dögum þá er þetta orðið nokkuð gegnsósa og grunnvatnsgeymirinn þarna undir er nánast fullur. Það er því hætt við að vatn renni núna ofan í Tungulæk á yfirborði,“ segir Óðinn að lokum. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að hámarksrennsli við Sveinstind sé náð en vöxtur hlaupsins hafi verið mjög hraður þar til að byrja með í gær. „Rennslið í Skaftá við Sveinstind hefur haldist nokkuð svipað frá því í gærkvöldi. En rennslið í Eldvatni við Ása hefur aukist talsvert. Við gerum hins vegar ekki ráð fyrir að hámarkinu þar verði náð fyrr en á morgun,“ segir Hulda. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og jafnvel 2018. „Áin mun sennilega flæða út í Eldhraun. Eftir mikla úrkomu síðustu daga og síðasta hlaup er hraunið frekar vatnsmettað fyrir þannig að það hlaupvatn sem er núna á leiðinni niður eftir mun sennilega ekki ná að síast vel ofan í það þannig að það mun líklegast flæða yfir nokkuð stórt svæði,“ segir Hulda Rós. Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar bendir á að hámark hlaupsins komi fram á mismunandi stöðum og tímum. „Fyrst sjáum við hámarkið við Sveinstind, svo við Eldvatn hjá Ásum og svo er þriðja hámarkið þegar það flæðir vatn yfir hraunið,“ segir Óðinn. Hann tekur undir með Huldu um að búast megi við að það flæði yfir stórt svæði. „Það byrjar að flæða út á hraunið upp í Skaftárdal og þar fer þetta að dreifast austur með Skaftá og út á hraunin. Og af því við fengum flóð upp úr vestari katlinum fyrir nokkrum dögum þá er þetta orðið nokkuð gegnsósa og grunnvatnsgeymirinn þarna undir er nánast fullur. Það er því hætt við að vatn renni núna ofan í Tungulæk á yfirborði,“ segir Óðinn að lokum.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01
Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51