Costco á Íslandi hagnaðist um 463 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2021 13:58 Verslun Costco í Kauptúni opnaði árið 2017. Vísir/Vilhelm Costco á Íslandi hagnaðist um 462,9 milljónir króna á síðasta rekstrarári sem endaði í ágúst 2020. Nam sala félagsins 20,5 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 3,7 prósent milli rekstrarára. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. Hagnaður jókst milli ára og var 416,8 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Í skýrslu stjórnenda segir að koma Costco á íslenskan markað hafi verið árangursrík og markmiðið sé að stækka enn frekar. Hagnaður fyrir skatta nam 575 milljónum króna og jókst úr 535 milljónum. Framlegð nam 2,9 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Fram kemur í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra að heimsfaraldurinn hafi haft töluverð áhrif á rekstur Costco og sérstaklega á seinni helming rekstrarársins sem náði frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Eldsneytissala minnkaði Vegna sóttvarnatakmarkana var talsverð lækkun í sölu á bensíni og ferðatengdum vörum á tímabilinu. Þá drógust tekjur af veitingasölu saman þegar viðskiptavinir máttu ekki borða á staðnum. „Þessar lækkanir voru hins vegar bættar upp með meiri sölu á matvöru og öðrum vöruflokkum þegar viðskiptavinir okkar höfðu aðlagað sig að aðstæðum. Við sáum jafnframt mikla aukningu á sölu sótthreinsiefna, andlitsgríma og lyfja,“ segir í ársreikningi. Aukin sala í matvöru og öðrum vöruflokkum bætti upp samdrátt í eldsneytissölu. Vísir/Hanna Með teknu tilliti til erfiðra aðstæðna á seinni hluta rekstrarársins segjast stjórnendur vera ánægðir með 3,7 prósent hækkun sölu á árinu. Á sama tíma hækkaði launakostnaður og annar rekstrarkostnaður milli ára þar sem starfsmönnum var greitt aukalega fyrir framlag þeirra við erfiðar aðstæður í faraldrinum. Þá féll aukinn kostnaður á félagið vegna aukinna þrifa á vöruhúsi og kaupa á andlitsgrímum og hlífðarbúnaði til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Gengismunur hafði jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu Fram kemur í ársreikningi Costco á Íslandi að vegna breytinga á gengi krónu gagnvart sterlingspundi og bandaríkjadal hafi gengishagnaður aukist um 114 milljónir króna milli rekstrarára og numið 421,6 milljónum króna. Hafði það jákvæð áhrif á hagnað félagsins fyrir skatta. Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur út arður vegna tímabilsins. Verslun Costco Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. Hagnaður jókst milli ára og var 416,8 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Í skýrslu stjórnenda segir að koma Costco á íslenskan markað hafi verið árangursrík og markmiðið sé að stækka enn frekar. Hagnaður fyrir skatta nam 575 milljónum króna og jókst úr 535 milljónum. Framlegð nam 2,9 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Fram kemur í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra að heimsfaraldurinn hafi haft töluverð áhrif á rekstur Costco og sérstaklega á seinni helming rekstrarársins sem náði frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Eldsneytissala minnkaði Vegna sóttvarnatakmarkana var talsverð lækkun í sölu á bensíni og ferðatengdum vörum á tímabilinu. Þá drógust tekjur af veitingasölu saman þegar viðskiptavinir máttu ekki borða á staðnum. „Þessar lækkanir voru hins vegar bættar upp með meiri sölu á matvöru og öðrum vöruflokkum þegar viðskiptavinir okkar höfðu aðlagað sig að aðstæðum. Við sáum jafnframt mikla aukningu á sölu sótthreinsiefna, andlitsgríma og lyfja,“ segir í ársreikningi. Aukin sala í matvöru og öðrum vöruflokkum bætti upp samdrátt í eldsneytissölu. Vísir/Hanna Með teknu tilliti til erfiðra aðstæðna á seinni hluta rekstrarársins segjast stjórnendur vera ánægðir með 3,7 prósent hækkun sölu á árinu. Á sama tíma hækkaði launakostnaður og annar rekstrarkostnaður milli ára þar sem starfsmönnum var greitt aukalega fyrir framlag þeirra við erfiðar aðstæður í faraldrinum. Þá féll aukinn kostnaður á félagið vegna aukinna þrifa á vöruhúsi og kaupa á andlitsgrímum og hlífðarbúnaði til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Gengismunur hafði jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu Fram kemur í ársreikningi Costco á Íslandi að vegna breytinga á gengi krónu gagnvart sterlingspundi og bandaríkjadal hafi gengishagnaður aukist um 114 milljónir króna milli rekstrarára og numið 421,6 milljónum króna. Hafði það jákvæð áhrif á hagnað félagsins fyrir skatta. Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur út arður vegna tímabilsins.
Verslun Costco Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira