Skilja ekkert í orðum Katrínar um Hvalárvirkjun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. september 2021 07:00 Ásbjörn Blöndal er formaður stjórnar VesturVerks og framkvæmdastjóri þróunarsviðs HS Orku. aðsend/egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að Hvalárvirkjun verði ekki að veruleika og segir framkvæmdina eins og hún líti út í dag umtalsvert stærri en þá sem var á teikniborðinu þegar hún var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar. Talsmenn VesturVerks skilja ekkert í orðum forsætisráðherrans. „Hvalárvirkjun er gott dæmi um að rammaáætlun sem þingið samþykkir en snýst alltaf um samanburð á virkjanakostum. Síðan þegar virkjunin er útfærð er hún orðin miklu stærri en hún var þegar þingið skipaði henni í nýtingaflokk,“ sagði Katrín í hlaðvarpsþætti Mannlífs í síðustu viku. Rammaáætlun 2 var samþykkt árið 2013 í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur þegar Vinstri græn héldu utan um umhverfisráðuneytið. Gunnar Gaukur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri VesturVerks, orkufyrirtækis á Ísafirði í eigu HS Orku sem heldur utan um Hvalárvirkjunarverkefnið, gagnrýndi þessi orð Katrínar í samtali við vestfirska miðilinn Bæjarins besta í gær og kallaði þau kosningaáróður og bull. Engar grundvallarbreytingar hefðu orðið á áætlunum um virkjunina frá því sem var í rammaáætlun 2. Undarlegt að forsætisráðherra láti slík orð falla Og það tekur Ásbjörn Blöndal, formaður stjórnar VesturVerks og framkvæmdastjóri þróunarsviðs HS Orku. Hann áttar sig ekki á því hvaða stækkun forsætisráðherrann vísi til. Vissulega hafi verið gert ráð fyrir að Hvalárvirkjun yrði 37 megavatta virkjun í rammaáætlun 2 en nú sé gert ráð fyrir að hún verði 55 megavatta virkjun. Það sé þó breyting sem hafi engin áhrif á framkvæmdirnar eða umhverfisáhrif virkjunarinnar heldur hafi einfaldlega komið í ljós að hægt væri að vinna meiri orku úr vatni á svæðinu með sömu stíflu og sömu skurðum. „Mér finnst afar sérkennilegt að forsætisráðherra segi svona vegna þess að Alþingi lagði blessun sína á þessar framkvæmdir,“ segir Ásbjörn Blöndal í samtali við fréttastofu. Honum þykir þetta ekki síst undarlegt í ljósi þess að Vinstri græn hafi ríkt yfir umhverfisráðuneytinu þegar rammaáætlun 2 var samþykkt árið 2013. Rammaáætlun 3, þar sem Hvalárvirkjun var orðin 55 megavatta virkjun, var síðan lögð fram í þriðja sinn í fyrra af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra Vinstri grænna fyrir tæpu ári síðan, í nóvember 2020. Neikvæðari umhverfisáhrif hafi komið í ljós Fréttastofa spurði Katrínu nánar út í þetta eftir ríkisstjórnarfund í morgun: „Ég samþykkti að þessi virkjun, eins og henni var lýst þá, færi í nýtingarflokk af því ég studdi áætlunina sem heild. Það þýðir ekki að maður geti ekki haft skoðanir á einstökum virkjanakostum og hvað þeir þýða fyrir umhverfi og landslag á þeim stað,“ sagði Katrín. „Fyrir utan að virkjunin sem síðan var lögð til var umtalsvert stærri en fjallað var um í nýtingarflokki rammaáætlunar.“ Þegar hún var spurð út í orð talsmanna VesturVerks um að engar grundvallarbreytingar hefðu átt sér stað á framkvæmdinni sjálfri sagði Katrín: „Það var bent á það í umhverfismati framkvæmda, sem lagt er fram eftir að Alþingi samþykkir, að það væru töluvert neikvæðari umhverfisáhrif af þessari virkjun sem auðvitað gerði það að verkum að hún varð umdeild á sínum tíma. En ferlið er þannig að Alþingi samþykkir að skipa virkjunum í biðflokk, nýtingarflokk eða verndarflokk. Umhverfismatið liggur síðar fyrir og þá auðvitað skýrist betur hvernig svona framkvæmdir líta út í raun og veru.“ Óskert víðerni hafi fengið meira vægi í umræðunni Ásbjörn Blöndal furðar sig einnig á þessu: „Það hefur ekkert breyst. Ekkert við nýtingu á vatnasvæðinu eða neitt þess háttar. Þannig að umhverfislega séð og það sem þú tekur upp af landslagi, það er gjörsamlega óbreytt.“ Hann segir umhverfismat auðvitað kafa dýpra ofan í málin en hafi verið lýst í rammaáætlun sjálfri. Þó geti hann ekki fallist á að það umhverfismat hafi sýnt mikið neikvæðari áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið en hafi verið búist við. „Nei, en auðvitað hefur það gerst með tíð og tíma að óbyggðir hafa orðið meira ráðandi í umræðunni, óskert víðerni og svo framvegis. Að því leytinu til… rammaáætlun var kannski ekki mikið að fjalla um það atriði sérstaklega og það er kannski helst það sem mér dettur í hug,“ segir Ásbjörn. Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Árneshreppur Tengdar fréttir Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. 8. maí 2020 09:05 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Fleiri fréttir 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Sjá meira
„Hvalárvirkjun er gott dæmi um að rammaáætlun sem þingið samþykkir en snýst alltaf um samanburð á virkjanakostum. Síðan þegar virkjunin er útfærð er hún orðin miklu stærri en hún var þegar þingið skipaði henni í nýtingaflokk,“ sagði Katrín í hlaðvarpsþætti Mannlífs í síðustu viku. Rammaáætlun 2 var samþykkt árið 2013 í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur þegar Vinstri græn héldu utan um umhverfisráðuneytið. Gunnar Gaukur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri VesturVerks, orkufyrirtækis á Ísafirði í eigu HS Orku sem heldur utan um Hvalárvirkjunarverkefnið, gagnrýndi þessi orð Katrínar í samtali við vestfirska miðilinn Bæjarins besta í gær og kallaði þau kosningaáróður og bull. Engar grundvallarbreytingar hefðu orðið á áætlunum um virkjunina frá því sem var í rammaáætlun 2. Undarlegt að forsætisráðherra láti slík orð falla Og það tekur Ásbjörn Blöndal, formaður stjórnar VesturVerks og framkvæmdastjóri þróunarsviðs HS Orku. Hann áttar sig ekki á því hvaða stækkun forsætisráðherrann vísi til. Vissulega hafi verið gert ráð fyrir að Hvalárvirkjun yrði 37 megavatta virkjun í rammaáætlun 2 en nú sé gert ráð fyrir að hún verði 55 megavatta virkjun. Það sé þó breyting sem hafi engin áhrif á framkvæmdirnar eða umhverfisáhrif virkjunarinnar heldur hafi einfaldlega komið í ljós að hægt væri að vinna meiri orku úr vatni á svæðinu með sömu stíflu og sömu skurðum. „Mér finnst afar sérkennilegt að forsætisráðherra segi svona vegna þess að Alþingi lagði blessun sína á þessar framkvæmdir,“ segir Ásbjörn Blöndal í samtali við fréttastofu. Honum þykir þetta ekki síst undarlegt í ljósi þess að Vinstri græn hafi ríkt yfir umhverfisráðuneytinu þegar rammaáætlun 2 var samþykkt árið 2013. Rammaáætlun 3, þar sem Hvalárvirkjun var orðin 55 megavatta virkjun, var síðan lögð fram í þriðja sinn í fyrra af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra Vinstri grænna fyrir tæpu ári síðan, í nóvember 2020. Neikvæðari umhverfisáhrif hafi komið í ljós Fréttastofa spurði Katrínu nánar út í þetta eftir ríkisstjórnarfund í morgun: „Ég samþykkti að þessi virkjun, eins og henni var lýst þá, færi í nýtingarflokk af því ég studdi áætlunina sem heild. Það þýðir ekki að maður geti ekki haft skoðanir á einstökum virkjanakostum og hvað þeir þýða fyrir umhverfi og landslag á þeim stað,“ sagði Katrín. „Fyrir utan að virkjunin sem síðan var lögð til var umtalsvert stærri en fjallað var um í nýtingarflokki rammaáætlunar.“ Þegar hún var spurð út í orð talsmanna VesturVerks um að engar grundvallarbreytingar hefðu átt sér stað á framkvæmdinni sjálfri sagði Katrín: „Það var bent á það í umhverfismati framkvæmda, sem lagt er fram eftir að Alþingi samþykkir, að það væru töluvert neikvæðari umhverfisáhrif af þessari virkjun sem auðvitað gerði það að verkum að hún varð umdeild á sínum tíma. En ferlið er þannig að Alþingi samþykkir að skipa virkjunum í biðflokk, nýtingarflokk eða verndarflokk. Umhverfismatið liggur síðar fyrir og þá auðvitað skýrist betur hvernig svona framkvæmdir líta út í raun og veru.“ Óskert víðerni hafi fengið meira vægi í umræðunni Ásbjörn Blöndal furðar sig einnig á þessu: „Það hefur ekkert breyst. Ekkert við nýtingu á vatnasvæðinu eða neitt þess háttar. Þannig að umhverfislega séð og það sem þú tekur upp af landslagi, það er gjörsamlega óbreytt.“ Hann segir umhverfismat auðvitað kafa dýpra ofan í málin en hafi verið lýst í rammaáætlun sjálfri. Þó geti hann ekki fallist á að það umhverfismat hafi sýnt mikið neikvæðari áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið en hafi verið búist við. „Nei, en auðvitað hefur það gerst með tíð og tíma að óbyggðir hafa orðið meira ráðandi í umræðunni, óskert víðerni og svo framvegis. Að því leytinu til… rammaáætlun var kannski ekki mikið að fjalla um það atriði sérstaklega og það er kannski helst það sem mér dettur í hug,“ segir Ásbjörn.
Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Árneshreppur Tengdar fréttir Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. 8. maí 2020 09:05 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Fleiri fréttir 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Sjá meira
Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06
Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. 8. maí 2020 09:05