Langþreyttir foreldrar leikskólabarna í Reykjavík Helga Jóna Eiríksdóttir skrifar 7. september 2021 14:31 Til þeirra sem málið varðar. Ég er foreldri tveggja barna á leikskólaaldri. Yngri sonur minn er að hefja skólagöngu sína í leikskóla hjá Reykjavíkurborg núna á föstudaginn, hann er rúmlega tveggja ára. Eldri sonur minn er að hefja síðasta vetur sinn á leikskólanum. Á þessum þremur árum sem þessi eldri hefur verið á leikskólanum hefur aðeins fyrsta árið hans þar verið eðlilegt, ef svo mætti segja. Á öðru árinu hans, í janúar 2020, hófst verkfall félagsmanna í Eflingu sem stóð fram í miðjan mars. Hafði það nokkuð mikla skerðingu í för með sér, meðal annars að hvert barn fékk aðeins úthlutað 1-2 dögum í viku (fyrst hálfa og hálfa daga en svo heila daga) í leikskólanum og ekki var boðið upp á mat, s.s. morgunmat og hádegismat. Eðlilega var þetta mjög erfiður tími fyrir alla og ekki síst börnin sem upplifðu rótleysi. Ofan í verkföll fáum við heimsfaraldur yfir okkur. Hertar samkomutakmarkanir kölluðu á að tekið var fyrir allt flæði innan leikskólans. Börnin máttu áfram bara koma 2-3 daga í viku og foreldrar fengu skipulagið viku fram í tímann. Sóttkví og skipulagsdagar duttu einnig inn. Það sem bjargaði okkur í þessu ástandi var að vera í fæðingarorlofi með yngri soninn. En það þýddi auðvitað bara aukið álag heima fyrir. Ekki skánaði þetta ástand fyrr en með vorinu. Næsti vetur leið svo með sóttvarnarnatakmörkunum og skertum opnunartíma (aðeins opið til kl. 16:00) þar sem sótthreinsa þurfti leikskólann í lok hvers dags. Lúsapóstum fækkaði, sem var jú ánægjulegt. En svo fór að bera á manneklu í kjölfar lokunnar grunnskóla vegna COVID-19. Í mars 2021 var nemendum skipt upp í hópa sem hver fékk úthlutaðan ákveðinn dag í vikunni sem hann mætti mæta. Sem betur fer var þetta ástand aðeins viðvarandi í stuttan tíma. Yngri sonurinn var þarna kominn á einkarekinn ungbarnaleikskóla í Reykjavík og fékk hann að mæta alla daga. Á móti kom þó að starfsdagar þessara tveggja leikskóla voru ekki samræmdir svo þar voru 12 dagar yfir skólaárið sem einnig þurfti að taka frí eða fá pössun fyrir annan hvorn drenginn. En nú er nýtt skólaár að hefjast og ekki hefur tekist að manna leikskólann í vetur. Líklega spilar þar saman stytting vinnuvikunnar (verkefni sem ekki fylgdi fjármagn með til að framkvæma það) og lág laun í boði. Við foreldrarnir stöndum því nú frammi fyrir því að fá aðeins 80% vistun þó samningurinn kveði á um 100% vistun. Það þýðir að vegna manneklu fá drengirnir mínir að mæta í skólann fjóra daga í viku. Sem betur fer fá þeir þó vistun sömu fjóra dagana svo við foreldrarnir þurfum bara að finna annað úrræði einn dag í viku. Munum við líklega reyna að skiptast á og fá aðstoð frá ömmum og öfum. Við búum einnig við skilning á vinnustað ef við þurfum stöku sinnum að hafa litla aðstoðarmenn með í vinnunni. En við erum heppin, við höfum stuðningsnet. Það búa ekki allir svo vel. Þetta er orðinn langur tími sem foreldrar barna hafa þurft að finna pössun með stuttum fyrirvara. Ég hef ekki tölu á hversu margir dagar eða vikur þetta eru orðnar í heildina. Eins og gefur að skilja eru foreldrar orðnir langþreyttir á að geta ekki treyst á að vistun barna þeirra sé tryggð. Ekki nóg með það að fá ekki vistun á vegum sveitarfélagsins fyrr en börnin eru tveggja til tveggja og hálfs árs, eins og í tilfelli beggja drengjanna okkar, þá ertu ekki einu sinni öruggur með vistunina þegar barnið er loksins komið inn á leikskóla. Í 28. gr. barnasáttmálans segir að aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau tryggja að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra. Eins og staðan er núna er barnið mitt ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn til menntunar. Auðvitað skertist starfsemi flestra leikskóla í verkfalli og heimsfaraldri en heilt yfir hefur barnið mitt (og önnur í sömu stöðu) notið færri menntunarstunda en þær ættu að vera samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Nú sjáum við svo fram á vetur með fjögurra daga skólaviku í stað fimm ef ekki næst að fá starfsfólk til að sinna þessum mikilvægu einstaklingum, framtíð landsins. Mig langar til að minna á að þetta er lögmætt verkefni sveitarfélagsins. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla. Þau skulu hafa forustu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum sveitarfélags, þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði leikskóla, sérúrræðum leikskóla, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd leikskólastarfs í sveitarfélagi. Ég hef fullan skilning á erfiðum aðstæðum og starfsfólk leikskólans hefur lagt sig fram um að reyna að hafa lífið í eins eðlilegum skorðum og takmarkanir hafa leyft svo börnin upplifi ekki streitu og vanlíðan. En fyrir marga foreldra er þetta orðið of mikið og fólk fer að óttast um afkomu sína. Ég skora á Reykjavíkurborg að bregðast við hið fyrsta og tryggja öllum börnum menntun og sömu tækifæri. Virðingarfyllst, Helga Jóna Eiríksdóttir Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Til þeirra sem málið varðar. Ég er foreldri tveggja barna á leikskólaaldri. Yngri sonur minn er að hefja skólagöngu sína í leikskóla hjá Reykjavíkurborg núna á föstudaginn, hann er rúmlega tveggja ára. Eldri sonur minn er að hefja síðasta vetur sinn á leikskólanum. Á þessum þremur árum sem þessi eldri hefur verið á leikskólanum hefur aðeins fyrsta árið hans þar verið eðlilegt, ef svo mætti segja. Á öðru árinu hans, í janúar 2020, hófst verkfall félagsmanna í Eflingu sem stóð fram í miðjan mars. Hafði það nokkuð mikla skerðingu í för með sér, meðal annars að hvert barn fékk aðeins úthlutað 1-2 dögum í viku (fyrst hálfa og hálfa daga en svo heila daga) í leikskólanum og ekki var boðið upp á mat, s.s. morgunmat og hádegismat. Eðlilega var þetta mjög erfiður tími fyrir alla og ekki síst börnin sem upplifðu rótleysi. Ofan í verkföll fáum við heimsfaraldur yfir okkur. Hertar samkomutakmarkanir kölluðu á að tekið var fyrir allt flæði innan leikskólans. Börnin máttu áfram bara koma 2-3 daga í viku og foreldrar fengu skipulagið viku fram í tímann. Sóttkví og skipulagsdagar duttu einnig inn. Það sem bjargaði okkur í þessu ástandi var að vera í fæðingarorlofi með yngri soninn. En það þýddi auðvitað bara aukið álag heima fyrir. Ekki skánaði þetta ástand fyrr en með vorinu. Næsti vetur leið svo með sóttvarnarnatakmörkunum og skertum opnunartíma (aðeins opið til kl. 16:00) þar sem sótthreinsa þurfti leikskólann í lok hvers dags. Lúsapóstum fækkaði, sem var jú ánægjulegt. En svo fór að bera á manneklu í kjölfar lokunnar grunnskóla vegna COVID-19. Í mars 2021 var nemendum skipt upp í hópa sem hver fékk úthlutaðan ákveðinn dag í vikunni sem hann mætti mæta. Sem betur fer var þetta ástand aðeins viðvarandi í stuttan tíma. Yngri sonurinn var þarna kominn á einkarekinn ungbarnaleikskóla í Reykjavík og fékk hann að mæta alla daga. Á móti kom þó að starfsdagar þessara tveggja leikskóla voru ekki samræmdir svo þar voru 12 dagar yfir skólaárið sem einnig þurfti að taka frí eða fá pössun fyrir annan hvorn drenginn. En nú er nýtt skólaár að hefjast og ekki hefur tekist að manna leikskólann í vetur. Líklega spilar þar saman stytting vinnuvikunnar (verkefni sem ekki fylgdi fjármagn með til að framkvæma það) og lág laun í boði. Við foreldrarnir stöndum því nú frammi fyrir því að fá aðeins 80% vistun þó samningurinn kveði á um 100% vistun. Það þýðir að vegna manneklu fá drengirnir mínir að mæta í skólann fjóra daga í viku. Sem betur fer fá þeir þó vistun sömu fjóra dagana svo við foreldrarnir þurfum bara að finna annað úrræði einn dag í viku. Munum við líklega reyna að skiptast á og fá aðstoð frá ömmum og öfum. Við búum einnig við skilning á vinnustað ef við þurfum stöku sinnum að hafa litla aðstoðarmenn með í vinnunni. En við erum heppin, við höfum stuðningsnet. Það búa ekki allir svo vel. Þetta er orðinn langur tími sem foreldrar barna hafa þurft að finna pössun með stuttum fyrirvara. Ég hef ekki tölu á hversu margir dagar eða vikur þetta eru orðnar í heildina. Eins og gefur að skilja eru foreldrar orðnir langþreyttir á að geta ekki treyst á að vistun barna þeirra sé tryggð. Ekki nóg með það að fá ekki vistun á vegum sveitarfélagsins fyrr en börnin eru tveggja til tveggja og hálfs árs, eins og í tilfelli beggja drengjanna okkar, þá ertu ekki einu sinni öruggur með vistunina þegar barnið er loksins komið inn á leikskóla. Í 28. gr. barnasáttmálans segir að aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau tryggja að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra. Eins og staðan er núna er barnið mitt ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn til menntunar. Auðvitað skertist starfsemi flestra leikskóla í verkfalli og heimsfaraldri en heilt yfir hefur barnið mitt (og önnur í sömu stöðu) notið færri menntunarstunda en þær ættu að vera samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Nú sjáum við svo fram á vetur með fjögurra daga skólaviku í stað fimm ef ekki næst að fá starfsfólk til að sinna þessum mikilvægu einstaklingum, framtíð landsins. Mig langar til að minna á að þetta er lögmætt verkefni sveitarfélagsins. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla. Þau skulu hafa forustu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum sveitarfélags, þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði leikskóla, sérúrræðum leikskóla, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd leikskólastarfs í sveitarfélagi. Ég hef fullan skilning á erfiðum aðstæðum og starfsfólk leikskólans hefur lagt sig fram um að reyna að hafa lífið í eins eðlilegum skorðum og takmarkanir hafa leyft svo börnin upplifi ekki streitu og vanlíðan. En fyrir marga foreldra er þetta orðið of mikið og fólk fer að óttast um afkomu sína. Ég skora á Reykjavíkurborg að bregðast við hið fyrsta og tryggja öllum börnum menntun og sömu tækifæri. Virðingarfyllst, Helga Jóna Eiríksdóttir Höfundur er foreldri.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun