Regnboginn á heima í miðborginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 7. september 2021 18:01 Forhönnun Laugarvegar og Skólavörðustígs hefur nú verið kynnt, meðal annars í borgarstjórn í dag. Þarna eru margar skemmtilegar hugmyndir sem munu án ef gera miðborgina okkar fallegri og bæði auðveldari og skemmtilegri til að ferðast um. Allt rýmið mun kalla á það að þetta verður göngugata, að þetta er rými fólksins en ekki bílana. Hönnunin gerir líka ráð fyrir að þetta verði skemmtilegt umhverfi, bæði í sól og sumaryl og í slyddu í febrúar, þar sem lífleg ljós verða notuð til að lífga upp skammdegið. Eftir að þessi hönnun hefur verið kynnt hefur hinsegin samfélagið lýst yfir áhyggjum sínum um hvað verður um regnbogann, sem nú prýðir Skólavörðustíg. Að breyta útliti Laugavegs og hluta Skólavörðustígs í varanlega göngugötu þýðir breytingu á útliti götunnar. Ekki verður lengur þörf á að aðskilja hvar fólk gengur og hvar er keyrt með gangstéttum til beggja hliða götu. Með því að fjarlægja malbik og gangstéttar hverfur ramminn sem nú er utan um regnbogann. Í júní 2019 samþykktum við í borgarstjórn að hafa varanlegan regnboga í Reykjavík. Hann yrði á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur sem mikilvægur minnisvarði um baráttu hinsegin fólks. Regnboginn er einnig tákn Reykjavíkur um að hinsegin fólk sé velkomið og eðlilegur partur borgarlífsins. Samfélag hinsegin fólks hefur glætt borgarmenninguna lífi og við í borgarstjórn munum halda áfram við að styðja við baráttu þeirra. Ef regnbogin verður færður til vegna nýrrar hönnunar göngugötunnar, þá mun það ekki verða gert öðruvísi en með aðkomu hinsegin samfélagsins. Annað er ekki boði. Regnboginn á heima í miðborg Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Hinsegin Tengdar fréttir Klúður að hafa regnbogann ekki með í skipulagi nýs Skólavörðustígs Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður. 7. september 2021 13:01 „Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna. 7. september 2021 08:12 Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Forhönnun Laugarvegar og Skólavörðustígs hefur nú verið kynnt, meðal annars í borgarstjórn í dag. Þarna eru margar skemmtilegar hugmyndir sem munu án ef gera miðborgina okkar fallegri og bæði auðveldari og skemmtilegri til að ferðast um. Allt rýmið mun kalla á það að þetta verður göngugata, að þetta er rými fólksins en ekki bílana. Hönnunin gerir líka ráð fyrir að þetta verði skemmtilegt umhverfi, bæði í sól og sumaryl og í slyddu í febrúar, þar sem lífleg ljós verða notuð til að lífga upp skammdegið. Eftir að þessi hönnun hefur verið kynnt hefur hinsegin samfélagið lýst yfir áhyggjum sínum um hvað verður um regnbogann, sem nú prýðir Skólavörðustíg. Að breyta útliti Laugavegs og hluta Skólavörðustígs í varanlega göngugötu þýðir breytingu á útliti götunnar. Ekki verður lengur þörf á að aðskilja hvar fólk gengur og hvar er keyrt með gangstéttum til beggja hliða götu. Með því að fjarlægja malbik og gangstéttar hverfur ramminn sem nú er utan um regnbogann. Í júní 2019 samþykktum við í borgarstjórn að hafa varanlegan regnboga í Reykjavík. Hann yrði á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur sem mikilvægur minnisvarði um baráttu hinsegin fólks. Regnboginn er einnig tákn Reykjavíkur um að hinsegin fólk sé velkomið og eðlilegur partur borgarlífsins. Samfélag hinsegin fólks hefur glætt borgarmenninguna lífi og við í borgarstjórn munum halda áfram við að styðja við baráttu þeirra. Ef regnbogin verður færður til vegna nýrrar hönnunar göngugötunnar, þá mun það ekki verða gert öðruvísi en með aðkomu hinsegin samfélagsins. Annað er ekki boði. Regnboginn á heima í miðborg Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Viðreisnar í borginni.
Klúður að hafa regnbogann ekki með í skipulagi nýs Skólavörðustígs Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður. 7. september 2021 13:01
„Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna. 7. september 2021 08:12
Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun