Fótbolti

Bræður börðust hlið við hlið | Myndir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bræðurnir Ágúst Eðvald Hlynsson og Kristian Nökkvi Hlynsson.
Bræðurnir Ágúst Eðvald Hlynsson og Kristian Nökkvi Hlynsson. Aðsend

Þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Ágúst Eðvald Hlynsson léku báðir í gær er U-21 árs landslið Íslands gerði 1-1 jafntefli við Grikkland í undankeppni EM 2023.

Ísland tók á móti Grikklandi í öðrum leik undankeppninnar í Lautinni í Árbæ. Eftir 2-1 sigur gegn Hvíta-Rússlandi ytra var ljóst að bæði lið gætu náð toppsæti riðilsins - tímabundið - en Grikkir höfðu leikið einum leik meira en íslenska liðið.

Fór það svo að leik gærdagsins lauk með 1-1 jafntefli og Ísland því með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Annan leikinn í röð léku bræðurnir Kristian Nökkvi Hlynsson og Ágúst Eðvald Hlynsson síðari hluta síðari hálfleiks saman í liði Íslands.

Kristian Nökkvi hóf leikinn en hann er yngsti leikmaður liðsins, fæddur árið 2004. Líkt og gegn Hvíta-Rússlandi spilaði hann allan leikinn. Ágúst Eðvald, fæddur 2000, kom inn af bekknum á 67. mínútu leiksins í gær en hann kom inn á svipuðum tíma gegn Hvíta-Rússlandi.

Kristian Nökkvi leikur með B-liði Ajax í B-deildinni í Hollandi á meðan Ágúst Eðvald er á mála hjá AC Horsens í dönsku B-deildinni.

Hér að neðan má sjá myndir sem Bára Dröfn Kristinsdóttir, ljósmyndari Vísis, tók á leiknum sem og nokkrar aðsendar af þeim bræðrum.

Kristian Nökkvi í kapphlaupi við leikmann Grikklands.Vísir/Bára Dröfn
Kristian Nökkvi í baráttunni.Vísir/Bára Dröfn
Ágúst Eðvald og Valgeir Lunddal Friðriksson.Vísir/Bára Dröfn
Kristian Nökkvi í leik gærdagsins.Vísir/Bára Dröfn
Ágúst Eðvald í leik gærdagsins.Vísir/Bára Dröfn
Ágúst Eðvald (22) og Kristian Nökkvi (10) ásamt Valgeiri Valgeirssyni (2) og Hákoni Arnari Haraldssyni (16).Vísir/Bára Dröfn
Bræðurnir eftir leik.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×