Framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu Jóna Bjarnadóttir og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifa 8. september 2021 12:31 Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir yfir 70% af allri raforku í landinu. Við framleiðum rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum sem hefur eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 g, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. En hvert er framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu? Hvaða hráefni er verið að nota, hvaða úrgangur verður til, hvar eiga áhrifin sér stað og hvað erum við að gera til að draga úr þeim? Í orkuvinnslunni sjálfri eru lykilhráefnin vatn, gufa og vindur. Allt hráefni sem eru nýtt á staðnum og skilað strax til baka út í sína náttúrlegu ferla (vatnshringrásin og veðrakerfin) þar sem það nýtist aftur og aftur. Í vatnsaflinu rennur vatn í gegnum vélarnar á leið sinni af hálendinu til sjávar, í jarðvarmanum er notað vatn sem hefur hitnað á ferð sinni um heitt berg í iðrum jarðar líka á leiðinni til sjávar og vindinn þekkjum við svo öll, enda nóg af honum hér á landi. Við getum nýtt endurnýjanlegu auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Það er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Það er mikilvægt að ná að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan spilar því stórt hlutverk í hringrás auðlinda auk þess að vera grundvöllur endurnýtingar auðlinda í annarri framleiðslu. Mestu áhrifin geta verið langt í burtu Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu, og í auknum mæli í samgöngum. Hér er virði grænu orkunnar mikið í hringrásarhagkerfinu þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnispor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. En vissulega er virkjun náttúruauðlinda inngrip í náttúruna og það þarf ýmis aðföng til uppbyggingar virkjana og reksturs fyrirtækisins ásamt því sem úrgangur fellur til. Við leggjum mikla áherslu á að þekkja áhrifin í gegnum alla virðiskeðjuna og horfa til vistvænna lausna, minnka vistspor vegna innkaupa á vörum og þjónustu og draga úr myndun úrgangs. Það er ekki hægt að horfa eingöngu til áhrifa eða losunar á okkar starfssvæðum heldur þarf að horfa á allan feril vörunnar frá upphafi til enda. Við höfum ráðist í ítarlegar greiningar, til að fá upplýsingar um hvar við getum náð mestum árangri við að draga úr áhrifum á umhverfi og loftslag vegna starfsemi okkar. Niðurstöðurnar nýtum við til að vinna markvisst að því að minnka sóun og auka endurnýtingu. Sem dæmi veljum við vörur og þjónustu með sem minnst vistspor og nýtum svokallað innra kolefnisverð til að meta tilboð í ákveðnar vörutegundir út frá kolefnisspori vörunnar. Það sem telur mest íokkar starfsemi eru innkaup á búnaði, stáli, steypu og notkun olíu og bensíns á framkvæmdatíma. En við vinnum þó að því í allri okkar starfsemi að nýta betur og gefa því sem áður var kannski talinn úrgangur nýtt eða lengra líf. Bætt vistspor vöru og þjónustu Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að framleiða rafmagn með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir orkuna. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr losun vegna starfsemi okkar, hvort heldur sem losunin á sér stað á okkar starfssvæðum eða hjá birgjum okkar og þjónustuaðilum. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir er forstöðumaður loftslags og umhverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir yfir 70% af allri raforku í landinu. Við framleiðum rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum sem hefur eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 g, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. En hvert er framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu? Hvaða hráefni er verið að nota, hvaða úrgangur verður til, hvar eiga áhrifin sér stað og hvað erum við að gera til að draga úr þeim? Í orkuvinnslunni sjálfri eru lykilhráefnin vatn, gufa og vindur. Allt hráefni sem eru nýtt á staðnum og skilað strax til baka út í sína náttúrlegu ferla (vatnshringrásin og veðrakerfin) þar sem það nýtist aftur og aftur. Í vatnsaflinu rennur vatn í gegnum vélarnar á leið sinni af hálendinu til sjávar, í jarðvarmanum er notað vatn sem hefur hitnað á ferð sinni um heitt berg í iðrum jarðar líka á leiðinni til sjávar og vindinn þekkjum við svo öll, enda nóg af honum hér á landi. Við getum nýtt endurnýjanlegu auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Það er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Það er mikilvægt að ná að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan spilar því stórt hlutverk í hringrás auðlinda auk þess að vera grundvöllur endurnýtingar auðlinda í annarri framleiðslu. Mestu áhrifin geta verið langt í burtu Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu, og í auknum mæli í samgöngum. Hér er virði grænu orkunnar mikið í hringrásarhagkerfinu þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnispor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. En vissulega er virkjun náttúruauðlinda inngrip í náttúruna og það þarf ýmis aðföng til uppbyggingar virkjana og reksturs fyrirtækisins ásamt því sem úrgangur fellur til. Við leggjum mikla áherslu á að þekkja áhrifin í gegnum alla virðiskeðjuna og horfa til vistvænna lausna, minnka vistspor vegna innkaupa á vörum og þjónustu og draga úr myndun úrgangs. Það er ekki hægt að horfa eingöngu til áhrifa eða losunar á okkar starfssvæðum heldur þarf að horfa á allan feril vörunnar frá upphafi til enda. Við höfum ráðist í ítarlegar greiningar, til að fá upplýsingar um hvar við getum náð mestum árangri við að draga úr áhrifum á umhverfi og loftslag vegna starfsemi okkar. Niðurstöðurnar nýtum við til að vinna markvisst að því að minnka sóun og auka endurnýtingu. Sem dæmi veljum við vörur og þjónustu með sem minnst vistspor og nýtum svokallað innra kolefnisverð til að meta tilboð í ákveðnar vörutegundir út frá kolefnisspori vörunnar. Það sem telur mest íokkar starfsemi eru innkaup á búnaði, stáli, steypu og notkun olíu og bensíns á framkvæmdatíma. En við vinnum þó að því í allri okkar starfsemi að nýta betur og gefa því sem áður var kannski talinn úrgangur nýtt eða lengra líf. Bætt vistspor vöru og þjónustu Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að framleiða rafmagn með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir orkuna. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr losun vegna starfsemi okkar, hvort heldur sem losunin á sér stað á okkar starfssvæðum eða hjá birgjum okkar og þjónustuaðilum. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir er forstöðumaður loftslags og umhverfis.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun