Bíllinn fannst í umferðinni fyrir norðan skömmu síðar og gaf lögregla þjófinum merki um að stöðva bílinn, sem hann gerði að sögn lögreglu eftir stutta eftirför.
„Eftir að hafa stöðvað bifreiðina reyndi ökumaður að hlaupa undan lögreglu en var handtekinn eftir stuttann sprett og fluttur á lögreglustöð,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.