Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 17:08 Með þessum tækjabúnaði svissneska fyrirtækisins Climeworks er koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu og honum síðan fargað með aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. Stöð 2/Bjarni Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. „Aðferð svissneska fyrirtækisins Climeworks gerir beina loftföngun og -förgun að raunveruleika,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig sé verið að svara kalli Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðina um brýna þörf á föngun og förgun koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Christoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur þegar starfsemi hófst í Orca stöð fyrirtækisins við Hellisheiðarvirkjun í dag.Stöð 2/Bjarni Cristoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur opnun Orca stöðvarinnar við Hellisheiðarvirkjun í dag. Hann segir stöðina gríðarstóran áfang í beinni loftföngun en stöðin geti fangað 4.000 tonn af CO2 á ári hverju. Koltvísýringnurinn væri fjarlæður beint úr andrúmslofti á öruggan hátt og fargað varanlega með því að breyta honum í stein með náttúrulegri aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. „Þessi aðferð getur verið hluti af lausn loftlagsvandans ef starfsemin er verður aukin eftir því sem fram líða stundir víða um heim,“ segir Beuttler. Losa þurfi milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu fram til ársins 2050 eigi mannkynið að komast af. Stöðin væri sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og stökkpallur fyrir Climeworks sem stefni að því að geta fangað megatonni fyrir síðari hluta þessa áratugar með leiðandi lausn sem jafnframt væri auðvelt er að skala upp. Orca fargi CO2 á varanlegan og mælanlegan hátt. „Og setur fordæmi á markaði fyrir hágæða, sannreynanlega förgun á koltvísýringi með því að vera fyrsta beina loftföngunar- og förgunarþjónustan með sannreinanlegt ferli í heiminum," segir í tilkynningu. Þetta hafi verið staðfest um miðjan júní á þessu ári af sjálfstæðum DNV stöðlunaraðila. Beuttler segir hægt að fanga koltvísýring með tækni fyrirtækisins alls staðar í heiminum. „Ísland er hins vegar augljós kostur þar sem aðgangur er af ódýrri orku með sem er framleidd með nánast engu kolefnisspori. Þá höfum við aðgang að tækni Carbfix sem kemur koltvísýringnum varanlega fyrir með því að breyta honum í stein með niðurdælingu í jörð,“ segir Beuttler. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun koltvísýrings.Stöð 2/Bjarni Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir samstarfið við Climeworks mikilvægt í útbreiðslu förgunaraðferðar fyrirtækisins. En Carbfix er nú þegar með í verkefnum í Tyrklandi og fleiri ríkjum við að farga koltvísýringi og koma honum fyrir í jörðu niðri og umbreyta honum í stein. „Við höfum verið að vinna með Orku náttúrunnar í að koldíoxíð sem annars yrði sleppt frá Hellisheiðarvirkjun. Nú erum við að gera gott um betur og líka hreinsa það sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið," segir Edda Sif. Nánar verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum okkar á Stöð 2. Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Aðferð svissneska fyrirtækisins Climeworks gerir beina loftföngun og -förgun að raunveruleika,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig sé verið að svara kalli Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðina um brýna þörf á föngun og förgun koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Christoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur þegar starfsemi hófst í Orca stöð fyrirtækisins við Hellisheiðarvirkjun í dag.Stöð 2/Bjarni Cristoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur opnun Orca stöðvarinnar við Hellisheiðarvirkjun í dag. Hann segir stöðina gríðarstóran áfang í beinni loftföngun en stöðin geti fangað 4.000 tonn af CO2 á ári hverju. Koltvísýringnurinn væri fjarlæður beint úr andrúmslofti á öruggan hátt og fargað varanlega með því að breyta honum í stein með náttúrulegri aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. „Þessi aðferð getur verið hluti af lausn loftlagsvandans ef starfsemin er verður aukin eftir því sem fram líða stundir víða um heim,“ segir Beuttler. Losa þurfi milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu fram til ársins 2050 eigi mannkynið að komast af. Stöðin væri sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og stökkpallur fyrir Climeworks sem stefni að því að geta fangað megatonni fyrir síðari hluta þessa áratugar með leiðandi lausn sem jafnframt væri auðvelt er að skala upp. Orca fargi CO2 á varanlegan og mælanlegan hátt. „Og setur fordæmi á markaði fyrir hágæða, sannreynanlega förgun á koltvísýringi með því að vera fyrsta beina loftföngunar- og förgunarþjónustan með sannreinanlegt ferli í heiminum," segir í tilkynningu. Þetta hafi verið staðfest um miðjan júní á þessu ári af sjálfstæðum DNV stöðlunaraðila. Beuttler segir hægt að fanga koltvísýring með tækni fyrirtækisins alls staðar í heiminum. „Ísland er hins vegar augljós kostur þar sem aðgangur er af ódýrri orku með sem er framleidd með nánast engu kolefnisspori. Þá höfum við aðgang að tækni Carbfix sem kemur koltvísýringnum varanlega fyrir með því að breyta honum í stein með niðurdælingu í jörð,“ segir Beuttler. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun koltvísýrings.Stöð 2/Bjarni Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir samstarfið við Climeworks mikilvægt í útbreiðslu förgunaraðferðar fyrirtækisins. En Carbfix er nú þegar með í verkefnum í Tyrklandi og fleiri ríkjum við að farga koltvísýringi og koma honum fyrir í jörðu niðri og umbreyta honum í stein. „Við höfum verið að vinna með Orku náttúrunnar í að koldíoxíð sem annars yrði sleppt frá Hellisheiðarvirkjun. Nú erum við að gera gott um betur og líka hreinsa það sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið," segir Edda Sif. Nánar verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum okkar á Stöð 2.
Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira