Fjarlægðu einn stærsta minnisvarðann um Suðurríkjaleiðtoga sem eftir var Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 21:17 Iðnaðarmenn söguðu efri hluta styttunnar af Lee af til að hægt væri að flytja hana í burtu. AP/Steve Helber Verkamenn fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja gömlu Suðurríkjanna, í höfuðborg Virginíuríkis í Bandaríkjunum í dag. Fögnuður braust út þegar styttunni var lyft af stalli sínum. Styttan af Lee í Richmond í Virginíu var einn stærsti minnisvarðinn um leiðtoga Suðurríkjanna sem eftir var í Bandaríkjunum. Hún var sex metra há en stallurinn sem hún sat á var tvöfalt hærri. Lee hafði trónað á hesti sínum þar frá 1890. Hann leiddi her Norður-Virginíu og Suðurríkjanna í borgarastríðinu. Ralph Northam, ríkisstjóri, skipaði fyrir um að styttan skyldi hverfa skömmu eftir að lögreglumenn drápu George Floyd í fyrra. Málsóknir töfðu að tilskipun ríkisstjórans væri framfylgt en Hæstiréttur Virginíu komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ríkisyfirvöld mættu fjarlægja hana. Richmond varð höfuðborg Suðurríkjanna sem sögðu sig úr lögum við Bandaríkin árið 1861. Þau vildu ekki samþykkja að þrælahald yrði aflagt. Háðu þau blóðugt borgarastríð gegn Bandaríkjunum sem lauk árið 1865. Ýmis konar minnisvarðar um leiðtoga Suðurríkjanna skutu upp kollinum langt fram á 20. öldina. Fyrir mörgum voru þeir þó aðeins áminning um sársaukafullan tíma í sögu Bandaríkjanna. „Allar leifar eins og þessar sem varpa dýrðarljóma á glataðan málstað borgarastríðsins verður að taka niður,“ sagði Northam ríkisstjóri sem taldi styttuna tákna meira en 400 ára sögu sem Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af. Devon Henry, eigandi verkatakafyrirtækisins sem fjarlægði styttuna af Lee, faðmar Fredu Thornton, móður sína. Hópur fólks fylgdist með og fagnaði þegar styttan af manninum sem leiddi her Suðurríkjanna hvarf af stalli sínum.AP/Steve Helber Drápið á Floyd í fyrra hleypti auknum krafti í baráttu fyrir því að minnisvarðar til heiðurs Suðurríkjunum og leiðtogum þeirra yrðu fjarlægðir víðsvegar um Bandaríkin. Víða voru styttur teknar niður og í Mississippi var ríkisfánunum breytt en í honum hafði verið innfelldur fáni Suðurríkjanna. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20 Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Styttan af Lee í Richmond í Virginíu var einn stærsti minnisvarðinn um leiðtoga Suðurríkjanna sem eftir var í Bandaríkjunum. Hún var sex metra há en stallurinn sem hún sat á var tvöfalt hærri. Lee hafði trónað á hesti sínum þar frá 1890. Hann leiddi her Norður-Virginíu og Suðurríkjanna í borgarastríðinu. Ralph Northam, ríkisstjóri, skipaði fyrir um að styttan skyldi hverfa skömmu eftir að lögreglumenn drápu George Floyd í fyrra. Málsóknir töfðu að tilskipun ríkisstjórans væri framfylgt en Hæstiréttur Virginíu komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ríkisyfirvöld mættu fjarlægja hana. Richmond varð höfuðborg Suðurríkjanna sem sögðu sig úr lögum við Bandaríkin árið 1861. Þau vildu ekki samþykkja að þrælahald yrði aflagt. Háðu þau blóðugt borgarastríð gegn Bandaríkjunum sem lauk árið 1865. Ýmis konar minnisvarðar um leiðtoga Suðurríkjanna skutu upp kollinum langt fram á 20. öldina. Fyrir mörgum voru þeir þó aðeins áminning um sársaukafullan tíma í sögu Bandaríkjanna. „Allar leifar eins og þessar sem varpa dýrðarljóma á glataðan málstað borgarastríðsins verður að taka niður,“ sagði Northam ríkisstjóri sem taldi styttuna tákna meira en 400 ára sögu sem Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af. Devon Henry, eigandi verkatakafyrirtækisins sem fjarlægði styttuna af Lee, faðmar Fredu Thornton, móður sína. Hópur fólks fylgdist með og fagnaði þegar styttan af manninum sem leiddi her Suðurríkjanna hvarf af stalli sínum.AP/Steve Helber Drápið á Floyd í fyrra hleypti auknum krafti í baráttu fyrir því að minnisvarðar til heiðurs Suðurríkjunum og leiðtogum þeirra yrðu fjarlægðir víðsvegar um Bandaríkin. Víða voru styttur teknar niður og í Mississippi var ríkisfánunum breytt en í honum hafði verið innfelldur fáni Suðurríkjanna.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20 Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20
Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43
Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58
Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14