Stefna á að skjóta upp stærsta geimsjónauka heims fyrir jól Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 22:50 James Webb-geimsjónaukinn samsettur og tilbúinn fyrir geimförina. Hann verður brotinn saman eins og á myndinni á meðan á ferðalaginu stendur en á áfangastað verður breitt úr risavöxnum speglinum. NASA/Chris Gunn Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni. Geimskoti James Webb-geimsjónaukans (JWST) hefur ítrekað verið frestað í gegnum tíðina, síðast árið 2018 en til stóð að senda hann á loft í júní það ár. Smíði sjónaukans hefur farið vel fram úr kostnaðaráætlunum og nemur kostnaðurinn vel á annað þúsund milljarða íslenskra króna. Sjónaukanum verður skotið á loft með Arianne 5-eldflaug frá Frönsku Gvæjönu 18. desember. Til stendur að flytja hann þangað fyrir lok þessa mánaðar. Áfangastaður hans er svonefndur Lagrange-punktur 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinns og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Vegna fjarlægðarinnar verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Hubble-geimsjónaukinn, sem var skotið á loft árið 1990, reyndist gallaður en þar sem hann var á braut um jörðu gátu geimfarar bandarískrar geimskutlu gert við hann. Skýringarmynd evrópsku geimstofnunarinnar ESA um ferð James Webb-geimsjónaukans að Lagrange-punkti 2.Evrópska geimstofnunin (ESA) JWST verður öflugasti geimsjónaukinn til þessa. Spegill hans er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, er JWST hannaður til að skoða alheiminn í innrauðu ljósi. Það gerir honum kleift að píra í gegnum stjörnuþokur þar sem stjörnur og sólkerfi fæðast, varpa ljósi á efnasamsetningu andrúmslofts fjarreikistjarna og skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 „Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. 24. apríl 2020 16:23 NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Geimskoti James Webb-geimsjónaukans (JWST) hefur ítrekað verið frestað í gegnum tíðina, síðast árið 2018 en til stóð að senda hann á loft í júní það ár. Smíði sjónaukans hefur farið vel fram úr kostnaðaráætlunum og nemur kostnaðurinn vel á annað þúsund milljarða íslenskra króna. Sjónaukanum verður skotið á loft með Arianne 5-eldflaug frá Frönsku Gvæjönu 18. desember. Til stendur að flytja hann þangað fyrir lok þessa mánaðar. Áfangastaður hans er svonefndur Lagrange-punktur 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinns og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Vegna fjarlægðarinnar verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Hubble-geimsjónaukinn, sem var skotið á loft árið 1990, reyndist gallaður en þar sem hann var á braut um jörðu gátu geimfarar bandarískrar geimskutlu gert við hann. Skýringarmynd evrópsku geimstofnunarinnar ESA um ferð James Webb-geimsjónaukans að Lagrange-punkti 2.Evrópska geimstofnunin (ESA) JWST verður öflugasti geimsjónaukinn til þessa. Spegill hans er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, er JWST hannaður til að skoða alheiminn í innrauðu ljósi. Það gerir honum kleift að píra í gegnum stjörnuþokur þar sem stjörnur og sólkerfi fæðast, varpa ljósi á efnasamsetningu andrúmslofts fjarreikistjarna og skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 „Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. 24. apríl 2020 16:23 NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02
„Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. 24. apríl 2020 16:23
NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18
Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40