Fótbolti

Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson lék sinn seinasta landsleik fyrir Íslands hönd í gær.
Hannes Þór Halldórsson lék sinn seinasta landsleik fyrir Íslands hönd í gær. Vísir/Getty

Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu.

Hannes lék alls 77 landsleiki á tíu árum fyrir Íslands hönd og á stóran þátt í nokkrum af stærstu augnablikum íslenskrar íþróttasögu. 

Hann fór á tvö stórmót með íslenska liðinu og flestir muna líklega eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi, einum besta knattspyrnumanni sögunnar, í leik gegn Argentínu á HM í Rússlandi 2018.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þeim fallegu kveðjum sem Hannes hefur fengið á samfélagsmiðlinum Twitter.


Tengdar fréttir

Hannes Þór hættur í landsliðinu

Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×