Í tilkynningu frá flokknum segir að Eyjólfur sé lögfræðingur og formaður Orkunnar okkar sem séu samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum.
„Eyjólfur hefur undanfarið meðal annars gætt hagsmuna landeigenda í Arnarfirði og Dýrafirði í þjóðlendumálum.
Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari hjá Norðuráli, skipar annað sæti og Þórunn Björg Bjarnadóttir, fyrrum bóndi, það þriðja. Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri, skipar fjórða sæti.“
- Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur LL.M.
- Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari hjá Norðuráli
- Þórunn Björg Bjarnadóttir, fyrrum bóndi
- Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri
- Sigurlaug Sigurðardóttir, náttúrufræðingur
- Sigurjón Þórðarson, líffræðingur
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir
- Jenný Ósk Vignisdóttir, landbúnaðarstörf
- Erna Gunnarsdóttir, öryrki
- Eyjólfur Guðmundsson, vinnur á sambýli f. fatlaða
- Sigurlaug Arnórsdóttir, öryrki
- Magnús Kristjánsson, rafvirkjameistari/sjómaður/eldri borgari
- Bjarki Þór Pétursson, verkamaður/öryrki
- Einir G. Kristjánsson, öryrki/verkefnastjóri
- Kristjana S. Vagnsdóttir, eldri borgari
- Jón Kr. Ólafsson, söngvari og safnvörður