Sveitarfélög greiði háskólamenntuðum 40 prósent lægri laun en fyrirtæki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2021 10:19 Háskólamenntaðir sem starfa hjá sveitarfélögum fá 40 prósent lægra tímakaup en þeir sem vinna á almennum markaði. Getty Háskólamenntaðir sérfræðingar fengu 40 prósent lægra tímakaup hjá sveitarfélögum en á almennum markaði og 15 prósentum lægra tímakaup en hjá ríkinu í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bandalagi háskólamanna. 83 prósent háskólamenntaðra sérfræðinga sem starfa hjá sveitarfélögum eru konur, samkvæmt tilkynningunni. Bandalagið segir menntun kvenna undirverðlagða hjá ríkinu. „Menntun virðist þannig síður metin til launa hjá sveitarfélögum en á öðrum mörkuðum. Margir þessara sérfræðinga eiga langt háskólanám að baki og sinna þjóðhagslega mikilvægum störfum eins og þroskaþjálfun, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf, sálfræðiþjónustu og kennslu í grunnskólum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í tilkynningunni. Staðan sé mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að fylgni virðist vera milli lágs launastigs sveitarfélaga og stétta þar sem konur séu í miklum meirihluta. „Árið 2016 sömdu ríki, sveitarfélög og heildarsamtök launafólks um að kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Markmiðið var að tryggja að ekki yrði kerfislægur launamunur milli markaða til frambúðar,“ segir í tilkynningunni. „Erfiðlega hefur gengið að ná samkomulagi um þessi mál, sér í lagi um kjör kvennastétta. BHM hvetur stjórnvöld til að bregðast við. Horfa þarf til nýrra tillagna starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa og samkomulags um jöfnun launa.“ Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
83 prósent háskólamenntaðra sérfræðinga sem starfa hjá sveitarfélögum eru konur, samkvæmt tilkynningunni. Bandalagið segir menntun kvenna undirverðlagða hjá ríkinu. „Menntun virðist þannig síður metin til launa hjá sveitarfélögum en á öðrum mörkuðum. Margir þessara sérfræðinga eiga langt háskólanám að baki og sinna þjóðhagslega mikilvægum störfum eins og þroskaþjálfun, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf, sálfræðiþjónustu og kennslu í grunnskólum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í tilkynningunni. Staðan sé mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að fylgni virðist vera milli lágs launastigs sveitarfélaga og stétta þar sem konur séu í miklum meirihluta. „Árið 2016 sömdu ríki, sveitarfélög og heildarsamtök launafólks um að kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Markmiðið var að tryggja að ekki yrði kerfislægur launamunur milli markaða til frambúðar,“ segir í tilkynningunni. „Erfiðlega hefur gengið að ná samkomulagi um þessi mál, sér í lagi um kjör kvennastétta. BHM hvetur stjórnvöld til að bregðast við. Horfa þarf til nýrra tillagna starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa og samkomulags um jöfnun launa.“
Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira