Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. september 2021 20:00 Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Þórhildar Gyðu. Vísir/Egill Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. Þórhildur Gyða kærði Kolbein fyrir ofbeldi árið 2017 áður en fallið var frá kæru eftir að hann greiddi henni miskabætur. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti á sunnudag gögn úr yfirheyrslu yfir Þórhildi. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Þórhildar segir birtinguna afar óvenjulega og skoðar nú hvort kæra eigi Sigurð til lögreglu. „Hvort að þetta sé brot gegn persónuverndarlögum, almennum hegningarlögum eða einhverjum öðrum lögum eða reglum,“ segir Gunnar. Eina leiðin gallað kerfi Gunnar bendir á að í umræðu síðustu daga hafi konur sem stigið hafa fram og sagt frá ofbeldi verið rengdar, einkum á grundvelli þess að þær hafi ekki farið með mál sín gegnum réttarvörslukerfið og dómstóla. Mál Þórhildar sýni að þetta kerfi hafi brugðist. Og af þessu hefur Gunnar verulegar áhyggjur. „Í máli þar sem kona kærir og gerandinn hefur gengist við háttseminni og greitt bætur, að það sé farið að birta gögn í málinu í því skyni að gera lítið úr henni og ekki bara það heldur er verið að drusluskamma hana í leiðinni.“ Þá vísar Gunnar til þess að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafi „líkað við“ og deilt færslu Sigurðar þar sem gögnin voru birt. Umbjóðandi hans sé miður sín vegna málsins. „Þetta er kerfið sem konum er sagt að sé eina leiðin sem þær verða að fara í svona málum.“ En er fordæmi fyrir því að lögmenn hafi þurft að sæta viðurlögum fyrir eitthvað sambærilegt? Gunnar vísar þar til prófessorsmálsins svokallaða, þar sem hæstaréttarlögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson átti í hlut. „Því máli lauk með því að þessi lögmaður fékk úrskurð frá úrskurðarnefnd lögmanna að hans framganga í málinu samræmdist ekki góðum lögmannsháttum.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
Þórhildur Gyða kærði Kolbein fyrir ofbeldi árið 2017 áður en fallið var frá kæru eftir að hann greiddi henni miskabætur. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti á sunnudag gögn úr yfirheyrslu yfir Þórhildi. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Þórhildar segir birtinguna afar óvenjulega og skoðar nú hvort kæra eigi Sigurð til lögreglu. „Hvort að þetta sé brot gegn persónuverndarlögum, almennum hegningarlögum eða einhverjum öðrum lögum eða reglum,“ segir Gunnar. Eina leiðin gallað kerfi Gunnar bendir á að í umræðu síðustu daga hafi konur sem stigið hafa fram og sagt frá ofbeldi verið rengdar, einkum á grundvelli þess að þær hafi ekki farið með mál sín gegnum réttarvörslukerfið og dómstóla. Mál Þórhildar sýni að þetta kerfi hafi brugðist. Og af þessu hefur Gunnar verulegar áhyggjur. „Í máli þar sem kona kærir og gerandinn hefur gengist við háttseminni og greitt bætur, að það sé farið að birta gögn í málinu í því skyni að gera lítið úr henni og ekki bara það heldur er verið að drusluskamma hana í leiðinni.“ Þá vísar Gunnar til þess að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafi „líkað við“ og deilt færslu Sigurðar þar sem gögnin voru birt. Umbjóðandi hans sé miður sín vegna málsins. „Þetta er kerfið sem konum er sagt að sé eina leiðin sem þær verða að fara í svona málum.“ En er fordæmi fyrir því að lögmenn hafi þurft að sæta viðurlögum fyrir eitthvað sambærilegt? Gunnar vísar þar til prófessorsmálsins svokallaða, þar sem hæstaréttarlögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson átti í hlut. „Því máli lauk með því að þessi lögmaður fékk úrskurð frá úrskurðarnefnd lögmanna að hans framganga í málinu samræmdist ekki góðum lögmannsháttum.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01
Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56