Afturelding fylgir deildarmeisturum KR í efstu deild | ÍA og Grótta fallin Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 21:11 KR varð Lengjudeildarmeistari í kvöld og felldi Gróttu í 2. deild. Vísir/Hulda Margrét KR varð í kvöld Lengjudeildarmeistari kvenna í fótbolta eftir 3-0 sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, sem jafnframt felldi granna þeirra í 2. deild. Afturelding vann hreinan úrslitaleik gegn FH um sæti í efstu deild. Spennan var mikil bæði á toppi og botni Lengjudeildarinnar fyrir kvöldið. KR var á toppi deildarinnar með 39 stig, tveimur á undan Aftureldingu í öðru sæti og þremur á undan FH í því þriðja. KR hafði tryggt sæti sitt í efstu deild þar sem síðarnefndu félögin tvö mættust innbyrðis í hreinum úrslitaleik um að fylgja Vesturbæingum upp. Ljóst var að Aftureldingu dugði jafntefli til að fara upp en liðið tók á móti FH í spennuþrungnum leik í Mosfellsbæ. Markalaust var í leikhléi og allt fram á 69. mínútu. Sigrún Gunndís Harðardóttir kom Aftureldingu þá yfir og við það opnuðust flóðgáttir. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir bætti við tveimur mörkum á 74. og 78. mínútu. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir innsiglaði svo 4-0 sigur Aftureldingar, og jafnframt gullskó sinn, með 23. marki sínu í sumar á 84. mínútu. Afturelding mun því leika í Pepsi Max-deild kvenna að ári á kostnað FH. Hafnfirðingar sitja eftir í Lengjudeildinni og tókst ekki að komast upp í fyrstu tilraun eftir fall úr Pepsi Max-deildinni í fyrra. Það tókst hins vegar KR sem dugði sigur á grönnum sínum Gróttu á Seltjarnarnesi til að tryggja sér deildartitilinn. Kathleen Pingel skoraði tvö mörk fyrir þær svarthvítu í fyrri hálfleik til að veita liðinu 2-0 forystu í hléi. Aideen Keane innsiglaði 3-0 sigur KR kvenna tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Tap Gróttu þýddi mikla hættu á falli en alls gátu fjögur lið fallið fyrir lokaumferðina í kvöld. Hetjuleg endurkoma Skagakvenna dugði ekki til - Grótta með þeim niður ÍA og Augnablik voru neðst í deildinni með 14 stig en voru aðeins tveimur stigum frá HK og Gróttu sem voru þar fyrir ofan með 16 stig. Sigur botnliðanna var líklegt til að halda þeim uppi. ÍA gerði 3-3 jafntefli við Hauka í Hafnarfirði og féll því úr deildinni. Haukakonur komust 3-0 en Skagakonur náðu ekki að fullkomna frábæra endurkomu sína með sigurmarki. Þær höfnuðu því í botnsæti deildarinnar með 15 stig. Augnablik mætti HK í Kórnum og ljóst að sigur myndi duga Augnabliki til að halda sér uppi. Það myndi þá velta á markatölu hvort HK eða Grótta færi niður fyrst að Gróttukonur töpuðu fyrir KR. Augnablik vann 2-0 sigur í Kópavogsslagnum í Kórnum og bjargaði sér þannig frá falli. Stærð sigursins hefði þurft að vera meiri til að fella granna þeirra í leiðinni en Grótta var með tveimur mörkum lakari markatölu en HK og fylgdi ÍA því niður í 2. deild. Víkingskonur unnu 1-0 sigur á Grindavík og hafnaði Víkingur í fjórða sæti með 31 stig, fimm á eftir FH í því þriðja. Grindavík lauk keppni með 17 stig, líkt og Augnablik, í 6.-7. sæti. Lengjudeild kvenna KR Afturelding ÍA Grótta Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Spennan var mikil bæði á toppi og botni Lengjudeildarinnar fyrir kvöldið. KR var á toppi deildarinnar með 39 stig, tveimur á undan Aftureldingu í öðru sæti og þremur á undan FH í því þriðja. KR hafði tryggt sæti sitt í efstu deild þar sem síðarnefndu félögin tvö mættust innbyrðis í hreinum úrslitaleik um að fylgja Vesturbæingum upp. Ljóst var að Aftureldingu dugði jafntefli til að fara upp en liðið tók á móti FH í spennuþrungnum leik í Mosfellsbæ. Markalaust var í leikhléi og allt fram á 69. mínútu. Sigrún Gunndís Harðardóttir kom Aftureldingu þá yfir og við það opnuðust flóðgáttir. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir bætti við tveimur mörkum á 74. og 78. mínútu. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir innsiglaði svo 4-0 sigur Aftureldingar, og jafnframt gullskó sinn, með 23. marki sínu í sumar á 84. mínútu. Afturelding mun því leika í Pepsi Max-deild kvenna að ári á kostnað FH. Hafnfirðingar sitja eftir í Lengjudeildinni og tókst ekki að komast upp í fyrstu tilraun eftir fall úr Pepsi Max-deildinni í fyrra. Það tókst hins vegar KR sem dugði sigur á grönnum sínum Gróttu á Seltjarnarnesi til að tryggja sér deildartitilinn. Kathleen Pingel skoraði tvö mörk fyrir þær svarthvítu í fyrri hálfleik til að veita liðinu 2-0 forystu í hléi. Aideen Keane innsiglaði 3-0 sigur KR kvenna tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Tap Gróttu þýddi mikla hættu á falli en alls gátu fjögur lið fallið fyrir lokaumferðina í kvöld. Hetjuleg endurkoma Skagakvenna dugði ekki til - Grótta með þeim niður ÍA og Augnablik voru neðst í deildinni með 14 stig en voru aðeins tveimur stigum frá HK og Gróttu sem voru þar fyrir ofan með 16 stig. Sigur botnliðanna var líklegt til að halda þeim uppi. ÍA gerði 3-3 jafntefli við Hauka í Hafnarfirði og féll því úr deildinni. Haukakonur komust 3-0 en Skagakonur náðu ekki að fullkomna frábæra endurkomu sína með sigurmarki. Þær höfnuðu því í botnsæti deildarinnar með 15 stig. Augnablik mætti HK í Kórnum og ljóst að sigur myndi duga Augnabliki til að halda sér uppi. Það myndi þá velta á markatölu hvort HK eða Grótta færi niður fyrst að Gróttukonur töpuðu fyrir KR. Augnablik vann 2-0 sigur í Kópavogsslagnum í Kórnum og bjargaði sér þannig frá falli. Stærð sigursins hefði þurft að vera meiri til að fella granna þeirra í leiðinni en Grótta var með tveimur mörkum lakari markatölu en HK og fylgdi ÍA því niður í 2. deild. Víkingskonur unnu 1-0 sigur á Grindavík og hafnaði Víkingur í fjórða sæti með 31 stig, fimm á eftir FH í því þriðja. Grindavík lauk keppni með 17 stig, líkt og Augnablik, í 6.-7. sæti.
Lengjudeild kvenna KR Afturelding ÍA Grótta Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira