Afturelding fylgir deildarmeisturum KR í efstu deild | ÍA og Grótta fallin Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 21:11 KR varð Lengjudeildarmeistari í kvöld og felldi Gróttu í 2. deild. Vísir/Hulda Margrét KR varð í kvöld Lengjudeildarmeistari kvenna í fótbolta eftir 3-0 sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, sem jafnframt felldi granna þeirra í 2. deild. Afturelding vann hreinan úrslitaleik gegn FH um sæti í efstu deild. Spennan var mikil bæði á toppi og botni Lengjudeildarinnar fyrir kvöldið. KR var á toppi deildarinnar með 39 stig, tveimur á undan Aftureldingu í öðru sæti og þremur á undan FH í því þriðja. KR hafði tryggt sæti sitt í efstu deild þar sem síðarnefndu félögin tvö mættust innbyrðis í hreinum úrslitaleik um að fylgja Vesturbæingum upp. Ljóst var að Aftureldingu dugði jafntefli til að fara upp en liðið tók á móti FH í spennuþrungnum leik í Mosfellsbæ. Markalaust var í leikhléi og allt fram á 69. mínútu. Sigrún Gunndís Harðardóttir kom Aftureldingu þá yfir og við það opnuðust flóðgáttir. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir bætti við tveimur mörkum á 74. og 78. mínútu. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir innsiglaði svo 4-0 sigur Aftureldingar, og jafnframt gullskó sinn, með 23. marki sínu í sumar á 84. mínútu. Afturelding mun því leika í Pepsi Max-deild kvenna að ári á kostnað FH. Hafnfirðingar sitja eftir í Lengjudeildinni og tókst ekki að komast upp í fyrstu tilraun eftir fall úr Pepsi Max-deildinni í fyrra. Það tókst hins vegar KR sem dugði sigur á grönnum sínum Gróttu á Seltjarnarnesi til að tryggja sér deildartitilinn. Kathleen Pingel skoraði tvö mörk fyrir þær svarthvítu í fyrri hálfleik til að veita liðinu 2-0 forystu í hléi. Aideen Keane innsiglaði 3-0 sigur KR kvenna tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Tap Gróttu þýddi mikla hættu á falli en alls gátu fjögur lið fallið fyrir lokaumferðina í kvöld. Hetjuleg endurkoma Skagakvenna dugði ekki til - Grótta með þeim niður ÍA og Augnablik voru neðst í deildinni með 14 stig en voru aðeins tveimur stigum frá HK og Gróttu sem voru þar fyrir ofan með 16 stig. Sigur botnliðanna var líklegt til að halda þeim uppi. ÍA gerði 3-3 jafntefli við Hauka í Hafnarfirði og féll því úr deildinni. Haukakonur komust 3-0 en Skagakonur náðu ekki að fullkomna frábæra endurkomu sína með sigurmarki. Þær höfnuðu því í botnsæti deildarinnar með 15 stig. Augnablik mætti HK í Kórnum og ljóst að sigur myndi duga Augnabliki til að halda sér uppi. Það myndi þá velta á markatölu hvort HK eða Grótta færi niður fyrst að Gróttukonur töpuðu fyrir KR. Augnablik vann 2-0 sigur í Kópavogsslagnum í Kórnum og bjargaði sér þannig frá falli. Stærð sigursins hefði þurft að vera meiri til að fella granna þeirra í leiðinni en Grótta var með tveimur mörkum lakari markatölu en HK og fylgdi ÍA því niður í 2. deild. Víkingskonur unnu 1-0 sigur á Grindavík og hafnaði Víkingur í fjórða sæti með 31 stig, fimm á eftir FH í því þriðja. Grindavík lauk keppni með 17 stig, líkt og Augnablik, í 6.-7. sæti. Lengjudeild kvenna KR Afturelding ÍA Grótta Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Spennan var mikil bæði á toppi og botni Lengjudeildarinnar fyrir kvöldið. KR var á toppi deildarinnar með 39 stig, tveimur á undan Aftureldingu í öðru sæti og þremur á undan FH í því þriðja. KR hafði tryggt sæti sitt í efstu deild þar sem síðarnefndu félögin tvö mættust innbyrðis í hreinum úrslitaleik um að fylgja Vesturbæingum upp. Ljóst var að Aftureldingu dugði jafntefli til að fara upp en liðið tók á móti FH í spennuþrungnum leik í Mosfellsbæ. Markalaust var í leikhléi og allt fram á 69. mínútu. Sigrún Gunndís Harðardóttir kom Aftureldingu þá yfir og við það opnuðust flóðgáttir. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir bætti við tveimur mörkum á 74. og 78. mínútu. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir innsiglaði svo 4-0 sigur Aftureldingar, og jafnframt gullskó sinn, með 23. marki sínu í sumar á 84. mínútu. Afturelding mun því leika í Pepsi Max-deild kvenna að ári á kostnað FH. Hafnfirðingar sitja eftir í Lengjudeildinni og tókst ekki að komast upp í fyrstu tilraun eftir fall úr Pepsi Max-deildinni í fyrra. Það tókst hins vegar KR sem dugði sigur á grönnum sínum Gróttu á Seltjarnarnesi til að tryggja sér deildartitilinn. Kathleen Pingel skoraði tvö mörk fyrir þær svarthvítu í fyrri hálfleik til að veita liðinu 2-0 forystu í hléi. Aideen Keane innsiglaði 3-0 sigur KR kvenna tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Tap Gróttu þýddi mikla hættu á falli en alls gátu fjögur lið fallið fyrir lokaumferðina í kvöld. Hetjuleg endurkoma Skagakvenna dugði ekki til - Grótta með þeim niður ÍA og Augnablik voru neðst í deildinni með 14 stig en voru aðeins tveimur stigum frá HK og Gróttu sem voru þar fyrir ofan með 16 stig. Sigur botnliðanna var líklegt til að halda þeim uppi. ÍA gerði 3-3 jafntefli við Hauka í Hafnarfirði og féll því úr deildinni. Haukakonur komust 3-0 en Skagakonur náðu ekki að fullkomna frábæra endurkomu sína með sigurmarki. Þær höfnuðu því í botnsæti deildarinnar með 15 stig. Augnablik mætti HK í Kórnum og ljóst að sigur myndi duga Augnabliki til að halda sér uppi. Það myndi þá velta á markatölu hvort HK eða Grótta færi niður fyrst að Gróttukonur töpuðu fyrir KR. Augnablik vann 2-0 sigur í Kópavogsslagnum í Kórnum og bjargaði sér þannig frá falli. Stærð sigursins hefði þurft að vera meiri til að fella granna þeirra í leiðinni en Grótta var með tveimur mörkum lakari markatölu en HK og fylgdi ÍA því niður í 2. deild. Víkingskonur unnu 1-0 sigur á Grindavík og hafnaði Víkingur í fjórða sæti með 31 stig, fimm á eftir FH í því þriðja. Grindavík lauk keppni með 17 stig, líkt og Augnablik, í 6.-7. sæti.
Lengjudeild kvenna KR Afturelding ÍA Grótta Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira