Miðflokkurinn fær 3 stig af 115 mögulegum, Píratar 85 stig, Samfylkingin 89 stig, Sjálfstæðisflokkurinn 21 stig, Sósíalistaflokkur Íslands 63 stig, Viðreisn 78 stig og Vinstri græn 81 stig.
Flokkarnir gátu skorað stig á eftirfarandi kvarða:
Skýr framtíðarsýn í málefnum hinsegin fólks
Sértæk stefna í málefnum hinsegin fólks
Að nægilegt fjármagn sé tryggt Samtökunum ’78 svo þau geti sinnt hlutverki sínu
Að stjórnvöld viðurkenni og meti hlutverk Samtakanna ’78 og taki þeim alvarlega
Almennt jákvætt framtak eða stefna er varðar hinsegin fólk
Vilji til að breyta lögum um mannanöfn í frjálslyndari átt
Stefna er varðar ættleiðingar hinsegin fólks
Frjálslyndari stefna fyrir hinsegin foreldra, t.d. fleiri en tvö foreldri skráð án ættleiðingar
Atriði er varðar bann við meðferð við hinseginleika (conversion therapy)
Vilji til að bæta breytum er varðar hinseginleika inn í stjórnarskrá Íslands
Atriði er varðar heilsu og heilsufarsleg réttindi í stefnumálum
Skýrt kveðið á um umboð stofnanna sem fer með málaflokk hinsegin málefna
Framsækin stefna í blóðgjafarmálum hinsegin fólks, þá sérstaklega MSM
Vilyrði til að bæta við hinseginleikabreytum í menntastefnu (eða sambærilega stefnu)
Sjálfkrafa viðurkenning foreldra af sama kyni í opinberum gögnum
Skýr stefna um hatursglæpi gegn hinsegin fólki
Skýr stefna um hatursáróður gegn hinsegin fólki
Vilji til að bæta lög er varða hatursglæpi
Vilji til að bæta lög er varða hatursáróður
Stefna gegn hatri, almennt
Afsjúkdómsvæðing hinsegin fólks, þá sérstaklega trans fólks
Að bann við inngripum á ódæmigerðum kyneinkennum barna sem ekki geta gefið leyfi sé skýrt í stefnu
Bætt stefna varðandi hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd
Skýr vilji til breytinga á lögum um hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd