Sonur Hannesar fékk hanskana hans Neuers og dóttirin treyjuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 12:00 Neuer var alveg tilbúinn að gefa ungum aðdáanda hanskana þrátt fyrir að hafa haldið hreinu. Baldur Kristjánsson Hannes Þór Halldórsson spjallaði við Manuel Neuer, markvörð Þýskalands, að 4-0 sigri Þjóðverja á Laugardalsvelli á dögunum. Börn Hannesar voru með í för og voru vægast sagt orðlaus yfir því að pabbi þeirra væri að spjalla við einn besta markvörð heima. Hannes Þór var að leika sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið og hefur Neuer eflaust viljað hrósa honum fyrir frábæran feril. Hinn 35 ára gamli Neuer hefur átt ágætis feril sjálfur og varð til að mynda heimsmeistari með Þýskalandi sumarið 2014. Alls hefur hann leikið 106 landsleiki fyrir þjóð sína. Markverðirnir tveir ræddu saman á ganginum þar sem búningsklefar liðanna eru á Laugardalsvelli. Með í för voru sonur og dóttir Hannesar Þórs. „Spjallaði við Manuel Neuer eftir minn síðasta leik fyrir Ísland. Gerði hann tvo orðlausa aðdáendur mjög glaða. Takk fyrir kærlega,“ segir Hannes Þór á Twitter-síðu sinni. Ljóst er að sonur Hannesar fékk hanska þýska markvarðarins að gjöf og þá virðist sem dóttir hans hafi fengi treyjuna hans Neuer. Had a chat with @Manuel_Neuer after my final game with and he made two starstruck fans very happy. Danke schön! @baldurkristjans pic.twitter.com/Tf1wjQBCyc— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) September 9, 2021 Baldur Kristjánsson, ljósmyndari og góðvinur Hannesar, náði myndum af atvikinu og birti sjálfur fjórar myndir til viðbótar á Twitter-síðu sinni. „Óvæntasta en skemmtilegasta myndataka ársins,“ sagði Baldur um myndir. Þar má sjá Hans Dieter-Flick, þjálfara þýska liðsins, þakka Hannesi fyrir vel unnin störf. Óvæntasta en skemmtilegasta myndataka ársins https://t.co/6BuFN0CDLh pic.twitter.com/3cDXwM7E0t— Baldur Kristjáns (@BaldurKristjans) September 9, 2021 Ekki amalegur endir á annars frábærum landsliðsferli hjá þessum magnaða markverði. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira
Hannes Þór var að leika sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið og hefur Neuer eflaust viljað hrósa honum fyrir frábæran feril. Hinn 35 ára gamli Neuer hefur átt ágætis feril sjálfur og varð til að mynda heimsmeistari með Þýskalandi sumarið 2014. Alls hefur hann leikið 106 landsleiki fyrir þjóð sína. Markverðirnir tveir ræddu saman á ganginum þar sem búningsklefar liðanna eru á Laugardalsvelli. Með í för voru sonur og dóttir Hannesar Þórs. „Spjallaði við Manuel Neuer eftir minn síðasta leik fyrir Ísland. Gerði hann tvo orðlausa aðdáendur mjög glaða. Takk fyrir kærlega,“ segir Hannes Þór á Twitter-síðu sinni. Ljóst er að sonur Hannesar fékk hanska þýska markvarðarins að gjöf og þá virðist sem dóttir hans hafi fengi treyjuna hans Neuer. Had a chat with @Manuel_Neuer after my final game with and he made two starstruck fans very happy. Danke schön! @baldurkristjans pic.twitter.com/Tf1wjQBCyc— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) September 9, 2021 Baldur Kristjánsson, ljósmyndari og góðvinur Hannesar, náði myndum af atvikinu og birti sjálfur fjórar myndir til viðbótar á Twitter-síðu sinni. „Óvæntasta en skemmtilegasta myndataka ársins,“ sagði Baldur um myndir. Þar má sjá Hans Dieter-Flick, þjálfara þýska liðsins, þakka Hannesi fyrir vel unnin störf. Óvæntasta en skemmtilegasta myndataka ársins https://t.co/6BuFN0CDLh pic.twitter.com/3cDXwM7E0t— Baldur Kristjáns (@BaldurKristjans) September 9, 2021 Ekki amalegur endir á annars frábærum landsliðsferli hjá þessum magnaða markverði.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira
Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05
Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00
Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00