Óbólusettir ellefu sinnum líklegri til að deyja Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2021 08:12 AP/Jae C. Hong Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir óbólusetta vera ellefu sinnum líklegri til að deyja vegna Covid-19 en þeir sem hafa verið bólusettir. Þetta kemur fram í nýjum rannsóknum sem stofnunin opinberaði í gær og sýna að bóluefnin draga verulega úr alvarlegum veikindum og koma í veg fyrir dauðsföll. Í einni rannsókninni var fylgst með rúmlega 600 þúsund manns úr þrettán ríkjum sem smituðust frá apríl til júlí, þegar delta-afbrigði nýju kórónuveirunnar var í töluverðri dreifingu víða um Bandaríkin. Þar komust vísindamenn að því að óbólusettir voru 4,5 sinnum líklegri til að smitast en fullbólusettir. Þeir voru rúmlega tíu sinnum líklegri til að þurfa á sjúkrahús og ellefu sinnum líklegri til að deyja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Bólusetningar virka,“ sagði Dr. Rochelle Walensky, yfirmaður CDC á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Hún sagði einnig að af þeim sem lagðir voru inn á sjúkrahús í júní og júlí voru fjórtán prósent fullbólusettir. Sextán prósent þeirra sem dóu á þessu tímabili voru bólusettir. Aðrar rannsóknir sem birtar voru í gær benda til þess að dregið hafi úr þeirri vörn sem bólusetningar gefa gegn Covid-19. Í frétt AP segir að enn sé þó óljóst hvort það sé vegna þess að virkni bólusetninga minnki, hvort virkni bóluefna sé verri gegn delta-afbrigðinu eða vegna þess að víða í Bandaríkjunum var dregið úr grímunotkun og öðrum sóttvörnum, samhliða aukinni dreifingu delta-afbrigðisins. Skikka fólk í bólusetningu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að skylda ætti alla starfsmenn alríkisstjórnar Bandaríkjanna í bólusetningu og settar yrðu reglur um að allir vinnustaðir þar sem fleiri en hundrað starfa eigi að tryggja bólusetningu starfsmanna sinna eða sjá til þess að þeir séu skimaðir vikulega vegna Covid-19. Sjá einnig: Ætlar að skylda ríkisstarfsmenn í bólusetningu Í frétt New York Times segir að bandarískir vísindamenn séu sannfærðir um að tregða margra til að láta bólusetja sig hafi gert faraldur kórónuveirunnar í Bandaríkjunum verri og lengri. Rannsóknirnar sem CDC birti í gær séu vatn á millu þeirra. Um áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa neitað að láta bólusetja sig. Kannanir sína mikinn meirihluta Bandaríkjamanna hlynnta því að herða reglurnar varðandi bólusetningar í skólum, sjúkrahúsum og vinnustöðum. Kannanir sína einnig að flestir bólusettir kjósendur kenna óbólusettum og ekki ríkisstjórn Bandaríkjanna um það að faraldur kórónuveirunnar hafi versnað í Bandaríkjunum í sumar. Bandaríkin Joe Biden Bólusetningar Tengdar fréttir Búið að aflétta öllum takmörkunum í Danmörku Öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt í Danmörku á miðnætti. Markar það endalok átján mánaða tímabils samkomutakmarkana í landinu. Ekki er útilokað að skólum í landinu verði lokað fari svo að faraldurinn fari á flug á ný. 10. september 2021 08:00 Skæð Covid-bylgja leikur óbólusetta Búlgara grátt Neyðarástand vofir yfir heilbrigðiskerfi Búlgaríu þar sem skæð COVID-19 bylgja gengur nú yfir. Bólusetningar hafa gengið afar hægt í landinu þar sem einungis um fimmtungur landsmanna, sem telja 7 milljónir, hafa fengið sprautu og almennra efasemda virðist gæta. 8. september 2021 12:11 Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19 Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni. 4. september 2021 13:30 Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum. 2. september 2021 07:44 Óska eftir kælibílum til að anna umframeftirspurn hjá útfararstofum og líkhúsum Yfirvöld í tveimur sýslum í Oregon í Bandaríkjunum hafa óskað eftir flutningabifreiðum með kæligeymslum til að höndla þann fjölda líka sem nú safnast upp á sjúkrahúsum, útfararstofum og líkbrennslum. 31. ágúst 2021 07:51 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Í einni rannsókninni var fylgst með rúmlega 600 þúsund manns úr þrettán ríkjum sem smituðust frá apríl til júlí, þegar delta-afbrigði nýju kórónuveirunnar var í töluverðri dreifingu víða um Bandaríkin. Þar komust vísindamenn að því að óbólusettir voru 4,5 sinnum líklegri til að smitast en fullbólusettir. Þeir voru rúmlega tíu sinnum líklegri til að þurfa á sjúkrahús og ellefu sinnum líklegri til að deyja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Bólusetningar virka,“ sagði Dr. Rochelle Walensky, yfirmaður CDC á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Hún sagði einnig að af þeim sem lagðir voru inn á sjúkrahús í júní og júlí voru fjórtán prósent fullbólusettir. Sextán prósent þeirra sem dóu á þessu tímabili voru bólusettir. Aðrar rannsóknir sem birtar voru í gær benda til þess að dregið hafi úr þeirri vörn sem bólusetningar gefa gegn Covid-19. Í frétt AP segir að enn sé þó óljóst hvort það sé vegna þess að virkni bólusetninga minnki, hvort virkni bóluefna sé verri gegn delta-afbrigðinu eða vegna þess að víða í Bandaríkjunum var dregið úr grímunotkun og öðrum sóttvörnum, samhliða aukinni dreifingu delta-afbrigðisins. Skikka fólk í bólusetningu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að skylda ætti alla starfsmenn alríkisstjórnar Bandaríkjanna í bólusetningu og settar yrðu reglur um að allir vinnustaðir þar sem fleiri en hundrað starfa eigi að tryggja bólusetningu starfsmanna sinna eða sjá til þess að þeir séu skimaðir vikulega vegna Covid-19. Sjá einnig: Ætlar að skylda ríkisstarfsmenn í bólusetningu Í frétt New York Times segir að bandarískir vísindamenn séu sannfærðir um að tregða margra til að láta bólusetja sig hafi gert faraldur kórónuveirunnar í Bandaríkjunum verri og lengri. Rannsóknirnar sem CDC birti í gær séu vatn á millu þeirra. Um áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa neitað að láta bólusetja sig. Kannanir sína mikinn meirihluta Bandaríkjamanna hlynnta því að herða reglurnar varðandi bólusetningar í skólum, sjúkrahúsum og vinnustöðum. Kannanir sína einnig að flestir bólusettir kjósendur kenna óbólusettum og ekki ríkisstjórn Bandaríkjanna um það að faraldur kórónuveirunnar hafi versnað í Bandaríkjunum í sumar.
Bandaríkin Joe Biden Bólusetningar Tengdar fréttir Búið að aflétta öllum takmörkunum í Danmörku Öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt í Danmörku á miðnætti. Markar það endalok átján mánaða tímabils samkomutakmarkana í landinu. Ekki er útilokað að skólum í landinu verði lokað fari svo að faraldurinn fari á flug á ný. 10. september 2021 08:00 Skæð Covid-bylgja leikur óbólusetta Búlgara grátt Neyðarástand vofir yfir heilbrigðiskerfi Búlgaríu þar sem skæð COVID-19 bylgja gengur nú yfir. Bólusetningar hafa gengið afar hægt í landinu þar sem einungis um fimmtungur landsmanna, sem telja 7 milljónir, hafa fengið sprautu og almennra efasemda virðist gæta. 8. september 2021 12:11 Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19 Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni. 4. september 2021 13:30 Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum. 2. september 2021 07:44 Óska eftir kælibílum til að anna umframeftirspurn hjá útfararstofum og líkhúsum Yfirvöld í tveimur sýslum í Oregon í Bandaríkjunum hafa óskað eftir flutningabifreiðum með kæligeymslum til að höndla þann fjölda líka sem nú safnast upp á sjúkrahúsum, útfararstofum og líkbrennslum. 31. ágúst 2021 07:51 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Búið að aflétta öllum takmörkunum í Danmörku Öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt í Danmörku á miðnætti. Markar það endalok átján mánaða tímabils samkomutakmarkana í landinu. Ekki er útilokað að skólum í landinu verði lokað fari svo að faraldurinn fari á flug á ný. 10. september 2021 08:00
Skæð Covid-bylgja leikur óbólusetta Búlgara grátt Neyðarástand vofir yfir heilbrigðiskerfi Búlgaríu þar sem skæð COVID-19 bylgja gengur nú yfir. Bólusetningar hafa gengið afar hægt í landinu þar sem einungis um fimmtungur landsmanna, sem telja 7 milljónir, hafa fengið sprautu og almennra efasemda virðist gæta. 8. september 2021 12:11
Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19 Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni. 4. september 2021 13:30
Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum. 2. september 2021 07:44
Óska eftir kælibílum til að anna umframeftirspurn hjá útfararstofum og líkhúsum Yfirvöld í tveimur sýslum í Oregon í Bandaríkjunum hafa óskað eftir flutningabifreiðum með kæligeymslum til að höndla þann fjölda líka sem nú safnast upp á sjúkrahúsum, útfararstofum og líkbrennslum. 31. ágúst 2021 07:51