Sport

Suður Ameríkumennirnir fá að spila um helgina

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Roberto Firmino fær að vera með um helgina
Roberto Firmino fær að vera með um helgina EPA-EFE/PETER POWELL

Knattspyrnusambönd Suður Ameríkulandanna Brasilíu, Chile, Paragvæ og Mexíkó hafa ákveðið að draga til baka kröfur um að leikmennirnir sem mættu ekki í landsleiki á dögunum fái ekki spila í Ensku Úrvalsdeildinni um helgina.

Hefðu knattspyrnusamböndin haldið kvörtununum til streitu hefðu reglur FIFA um mætingu í landsleiki þýtt að mikilvægir leikmenn hefðu ekki fengið að spila. Ástæða þess að sum félagslið héldu leikmönnunum hjá sér er sú að strangar reglur um sóttkví milli sumra landa hefðu kostað langa fjarveru frá liðinu og æfingum. Samkvæmt reglum FIFA hefðu samböndin getað krafist fimm daga banns vegna fjarveru í landsleikjum.

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið út tilkynningu og lýst yfir ánægju sinni með ákvörðun knattspyrnusambandana í Suður Ameríku. Talsmenn FIFA sögðu að ákvörðunin sýndi samstarfsvilja og sanngirni og bættu því við að áfram yrði leitað að lausnum á meðan heimsfaraldur Kórónuveiru gerði ferðalög milli landa erfiðari.

Leikmennirnir sem munu fá að spila um helgina eru:

Alisson, Fabinho, Roberto Firmino (Liverpool)

Ederson og Gabriel Jesus (Manchester City)

Thiago Silva (Chelsea)

Raphinha (Leeds)

Fred (Manchester United)

Miguel Almiron (Newcastle)

Raul Jimenez (Wolves)

Francisco Sierralta (Watford)

Ben Brereton (Blackburn)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×