Fótbolti

Bellamy hættur hjá Anderlecht vegna þunglyndis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Craig Bellamy hefur látið af störfum hjá Anderlecht.
Craig Bellamy hefur látið af störfum hjá Anderlecht. getty/Jeroen Meuwsen

Craig Bellamy, fyrrverandi leikmaður Liverpool, Manchester City og fleiri liða, er hættur sem aðstoðarþjálfari Anderlecht í Belgíu vegna þunglyndis. 

Hinn 42 ára Bellamy hefur lengi glímt við þunglyndi og tekið lyf við því í þrjú ár. Hann hefur verið sérstaklega illa haldinn að undanförnu og segist hafa tekið nauðsynlega ákvörðun að hætta hjá Anderlecht til að reyna að ná bata.

Bellamy kvaddi leikmenn Anderlecht eftir 7-2 sigur á Mechelen í belgísku úrvalsdeildinni í gær.

Walesverjinn byrjaði að starfa fyrir Anderlecht 2019. Fyrr á þessu ári var hann svo gerður að aðstoðarmanni Vincents Kompany, þjálfara liðsins. Bellamy og Kompany léku saman hjá Manchester City.

Bellamy kom víða við á ferli sínum sem leikmaður og lék til að mynda tvisvar með Liverpool. Hann lék næstum því þrjú hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim 81 mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×