8 mínútur og 39 sekúndur Una Hildardóttir skrifar 13. september 2021 07:30 Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Það er ánægjulegt að sjá áhrif aðgerða stjórnvalda síðastliðin ár staðfest með afgerandi hætti. Við sjáum loks til lands og færumst sífellt nær launajafnrétti en samt sem áður er mikilvægt að leggja ekki árar í bát. Hvers virði er ég? Þrátt fyrir að dregið hafi úr óleiðréttum launamun síðastliðin ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda, t.a.m. með innleiðingu á starfsmati hjá sveitarfélögum og kröfu um jafnlaunavottun, er hann enn til staðar. Til þess að fá sömu laun þarf ég að vinna átta mínútum og 39 sekúndum lengur en karlmaður í sama starfi. Það eru fimm klukkutímar og 45 mínútur á viku eða næstum því 3 vinnudagar á mánuði. Hvert er þá virði mitt, virði okkar? Ef mánaðarlaun hans eru 350.000 kr væru mánaðarlaun mín 45 þúsund krónum lægri. Það eru 540 þúsund krónur á ári, sem ég fæ aldrei að sjá. Konur þurfa fjárhagslegt öryggi og virðingu á vinnumarkaði. Konur þurfa viðurkenningu á framlagi sínu og jafnrétti á vinnumarkaði. Úreltar kynjaímyndir viðhalda misrétti Launamunur segir okkur ekki alla söguna, atvinnutekjur karla eru enn töluvert hærri en kvenna og aðgerðir stjórnvalda hafa ekki beinst að leiðréttingu á launamun sem stafar af kynbundinni skiptingu vinnumarkaðsins. Kynjuð aðgreining er á milli vel launaðra karlastarfa annars vegar og illa launaðra kvennastarfa hins vegar. Kvennastörfin mætti flest öll skilgreina sem umönnunarstörf, sem konur unnu margar hverjar áður launalaust en sinna nú í láglaunastörfum. Virði framlags kvenna og hefðbundinna kvennastarfa til samfélagsins hefur lengi og er enn vanmetið á kerfislægan hátt. Við höfum viðhaldið misréttinu með gildismati sem byggir á úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Nú liggja tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa í samráðsgátt. Leggur starfshópurinn til að skipaður verði aðgerðarhópur, farið verið í sérstakt þróunarverkefni um virðismat starfa og að þróuð verði aðgengileg samningaleið um jafnlaunakröfur einstaklinga og Stéttarfélaga. Áfram af fullum krafti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti nýlega áætlanir sínar um að skipa aðgerðahóp um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Það er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgerðir í baráttunni fyrir jöfnum kjörum og að tillögur starfshóps um virði kvennastarfa komist til framkvæmda. Fram undan kann að virðast stutt sigling en sagan segir okkur að baráttan fyrir jafnrétti og jöfnun kjörum hefur aldrei verið auðveld eða sjálfgefin. Við þurfum að brjóta niður kynjaskiptan vinnumarkað og fá störf kvenna metin rétt til launa. Við þurfum raunverulegar aðgerðir og öfluga eftirfylgni viljum við útrýma launamun kynjanna. Ég treysti engum betur en Katrínu Jakobsdóttur til þess að leiða þá vinnu innan stjórnkerfisins, því það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Það er ánægjulegt að sjá áhrif aðgerða stjórnvalda síðastliðin ár staðfest með afgerandi hætti. Við sjáum loks til lands og færumst sífellt nær launajafnrétti en samt sem áður er mikilvægt að leggja ekki árar í bát. Hvers virði er ég? Þrátt fyrir að dregið hafi úr óleiðréttum launamun síðastliðin ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda, t.a.m. með innleiðingu á starfsmati hjá sveitarfélögum og kröfu um jafnlaunavottun, er hann enn til staðar. Til þess að fá sömu laun þarf ég að vinna átta mínútum og 39 sekúndum lengur en karlmaður í sama starfi. Það eru fimm klukkutímar og 45 mínútur á viku eða næstum því 3 vinnudagar á mánuði. Hvert er þá virði mitt, virði okkar? Ef mánaðarlaun hans eru 350.000 kr væru mánaðarlaun mín 45 þúsund krónum lægri. Það eru 540 þúsund krónur á ári, sem ég fæ aldrei að sjá. Konur þurfa fjárhagslegt öryggi og virðingu á vinnumarkaði. Konur þurfa viðurkenningu á framlagi sínu og jafnrétti á vinnumarkaði. Úreltar kynjaímyndir viðhalda misrétti Launamunur segir okkur ekki alla söguna, atvinnutekjur karla eru enn töluvert hærri en kvenna og aðgerðir stjórnvalda hafa ekki beinst að leiðréttingu á launamun sem stafar af kynbundinni skiptingu vinnumarkaðsins. Kynjuð aðgreining er á milli vel launaðra karlastarfa annars vegar og illa launaðra kvennastarfa hins vegar. Kvennastörfin mætti flest öll skilgreina sem umönnunarstörf, sem konur unnu margar hverjar áður launalaust en sinna nú í láglaunastörfum. Virði framlags kvenna og hefðbundinna kvennastarfa til samfélagsins hefur lengi og er enn vanmetið á kerfislægan hátt. Við höfum viðhaldið misréttinu með gildismati sem byggir á úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Nú liggja tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa í samráðsgátt. Leggur starfshópurinn til að skipaður verði aðgerðarhópur, farið verið í sérstakt þróunarverkefni um virðismat starfa og að þróuð verði aðgengileg samningaleið um jafnlaunakröfur einstaklinga og Stéttarfélaga. Áfram af fullum krafti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti nýlega áætlanir sínar um að skipa aðgerðahóp um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Það er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgerðir í baráttunni fyrir jöfnum kjörum og að tillögur starfshóps um virði kvennastarfa komist til framkvæmda. Fram undan kann að virðast stutt sigling en sagan segir okkur að baráttan fyrir jafnrétti og jöfnun kjörum hefur aldrei verið auðveld eða sjálfgefin. Við þurfum að brjóta niður kynjaskiptan vinnumarkað og fá störf kvenna metin rétt til launa. Við þurfum raunverulegar aðgerðir og öfluga eftirfylgni viljum við útrýma launamun kynjanna. Ég treysti engum betur en Katrínu Jakobsdóttur til þess að leiða þá vinnu innan stjórnkerfisins, því það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun