Innlent

Bílvelta á Keilisbraut og kannabislykt í Njarðvík

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Húsráðandi lét af hendi tvo poka af kannabisefnum.
Húsráðandi lét af hendi tvo poka af kannabisefnum. Getty

Bíll valt við Keilisbraut um klukkan tvö í nótt. Atvik voru þannig að ökumaðurinn hugðist snúa bifreið sinni við en bakkaði ofan í skurð með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Tveir voru í bílnum og sluppu heilir á húfi en ökumaðurinn er grunaður um ölvun.

Nokkur umferðaróhöpp til viðbótar áttu sér stað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum en engin slys urðu á fólki.

Sjö voru kærðir fyrir of hraðan akstur en sá sem hraðast ók mældist á 133 km/klst þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Þá voru sex ökumenn stöðvaðir grunaður um vímuakstur.

Lögregla sinnti einnig útkalli í Njarðvík þar sem húsráðandi afhenti tvo poka af kannabisefnum til förgunar. Lögregla var upphaflega kölluð að húsnæðinu vegna annars máls en mikil kannabislykt var inni og reyndist húsráðandi hafa ofangreind efni í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×