Þú ert sósíalisti Kristbjörg Eva Andersen Ramos skrifar 13. september 2021 16:30 Sósíalismi hefur verið á allra vörum síðastliðna mánuði og er það ekki seinna vænna. Á meðan ég skrifa þennan pistil breiðist fátæktin og óréttlandið víða um samfélagið. Háværum köllum alþýðunnar um betra samfélag hafa verið þögguð niður af auðvaldinu sem vill telja þér trú um að þú hafir það gott og annað sé bara frekja. Auðvaldið vill ýta undir sjónarhorn hins vestræna heims um að sósíalismi sé dauður og því sé eina svarið að hagræða og fórna plánetunni í leiðinni. Stjórnvöld eru því miður í litlu sambandi við þarfir og raunveruleika fólks. Veruleikafirringin er það mikil. Heimurinn blæðir en skaðinn er þó skeður. Meðal eldri kynslóðanna er sósíalismi ennþá talið vera skítugt og eitrað. Hvað með það, byltingin lifir þar til byltingin sigrar og það er tímabært að fá eina róttæka byltingu hér á Íslandi. Ég vona að við getum verið sammála að allir eiga skilið að lifa mannsæmandi lífi með mannsæmandi kjör og að eiginleikar hvers og eins séu metnir að verðleikum. Við getum verið sammála um að við viljum að komandi kynslóðir geti notið góðs af jörðinni okkar. Í kapítalisma er fátækt og eyðilegging óhjákvæmleg, alheimsklukkan tifar og er stutt í algera eyðileggingu. Unga kynslóðin öskrar á breytingar. Þeir sem búa yfir einhverri samúð og náungakærleik og myndu jafnframt ekki skilgreina sig sem sósíópata vilja búa í samfélagi þar sem jafnrétti og mannsæmandi kjör fyrirfinnast. Það er kominn tími til að svipta hulunni af leiksýningu stjórnvalda og horfast í augu við þá staðreynd að gjörðir þeirra eru skaðlegar núverandi og komandi framtíð. Þú vilt búa í heimi þar sem að hagnaður er ekki tekinn fram yfir mannslíf, þitt mannslíf. Marx dró fram spurninguna: „Ef kapitalismi er ekki að fara að hverfa eins síns liðs hvernig ættu sósíalistar að koma betri heim á framfæri?“ Sannleikurinn er sá að breytingarnar eru í okkar höndum og hver og einn hefur færnina til að breyta heiminum. Við getum komið fram róttækum breytingum á kerfinu og hagsmunagæslu almennings. Með tilkomu sósíalistaflokksins má segja að vindur hafi færst í seglinn. Við erum búin að reyna kapítalismann og hann hefur sannað það of oft að hann er ekki svarið. Það er tímabært að fara að svara kalli krísunnar sem við lifum í. Höfundur er í 7. sæti Sósíalistaflokksins fyrir Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Sósíalismi hefur verið á allra vörum síðastliðna mánuði og er það ekki seinna vænna. Á meðan ég skrifa þennan pistil breiðist fátæktin og óréttlandið víða um samfélagið. Háværum köllum alþýðunnar um betra samfélag hafa verið þögguð niður af auðvaldinu sem vill telja þér trú um að þú hafir það gott og annað sé bara frekja. Auðvaldið vill ýta undir sjónarhorn hins vestræna heims um að sósíalismi sé dauður og því sé eina svarið að hagræða og fórna plánetunni í leiðinni. Stjórnvöld eru því miður í litlu sambandi við þarfir og raunveruleika fólks. Veruleikafirringin er það mikil. Heimurinn blæðir en skaðinn er þó skeður. Meðal eldri kynslóðanna er sósíalismi ennþá talið vera skítugt og eitrað. Hvað með það, byltingin lifir þar til byltingin sigrar og það er tímabært að fá eina róttæka byltingu hér á Íslandi. Ég vona að við getum verið sammála að allir eiga skilið að lifa mannsæmandi lífi með mannsæmandi kjör og að eiginleikar hvers og eins séu metnir að verðleikum. Við getum verið sammála um að við viljum að komandi kynslóðir geti notið góðs af jörðinni okkar. Í kapítalisma er fátækt og eyðilegging óhjákvæmleg, alheimsklukkan tifar og er stutt í algera eyðileggingu. Unga kynslóðin öskrar á breytingar. Þeir sem búa yfir einhverri samúð og náungakærleik og myndu jafnframt ekki skilgreina sig sem sósíópata vilja búa í samfélagi þar sem jafnrétti og mannsæmandi kjör fyrirfinnast. Það er kominn tími til að svipta hulunni af leiksýningu stjórnvalda og horfast í augu við þá staðreynd að gjörðir þeirra eru skaðlegar núverandi og komandi framtíð. Þú vilt búa í heimi þar sem að hagnaður er ekki tekinn fram yfir mannslíf, þitt mannslíf. Marx dró fram spurninguna: „Ef kapitalismi er ekki að fara að hverfa eins síns liðs hvernig ættu sósíalistar að koma betri heim á framfæri?“ Sannleikurinn er sá að breytingarnar eru í okkar höndum og hver og einn hefur færnina til að breyta heiminum. Við getum komið fram róttækum breytingum á kerfinu og hagsmunagæslu almennings. Með tilkomu sósíalistaflokksins má segja að vindur hafi færst í seglinn. Við erum búin að reyna kapítalismann og hann hefur sannað það of oft að hann er ekki svarið. Það er tímabært að fara að svara kalli krísunnar sem við lifum í. Höfundur er í 7. sæti Sósíalistaflokksins fyrir Reykjavík Norður.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun