Sigurreifur Gahr Støre: „Við getum loksins sagt að okkur tókst það“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2021 22:40 Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var kátur í kvöld. EPA-EFE/Javad Parsa Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkin í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í norsku þingkosningunum í kvöld. Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins hefur viðurkennt ósigur. Fyrstu tölur gáfu sterklega til kynna að Verkamannaflokkurinn yrði stærsti flokkurinn á þingi og að sitjandi ríkisstjórn myndi falla. Nú er ljóst að átta ára tíð Ernu Solberg er á enda en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi hringt í Støre í kvöld, játað ósigur og óskað honum til hamingju með sigurinn. Búið er að telja 97,5 prósent atkvæða og samkvæmt þeim mun rauða blokkin svokallaða, sem Gahr Støre leiðir, ná 100 þingsætum, gegn 68 þingsætum bláu blokkarinnar, sem Solberg leiðir. Rauða blokkin samanstendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum, Vinstri sósíalistum, Rauða flokknum og Græningjum. Fyrir kosningarnar sagðist Gahr Støre helst vilja mynda draumaríkisstjórnina sína með Miðflokki og Vinstri sósíalistum. Allt útlit er fyrir að þessir flokkar hafi nægan þingstyrk til að mynda ríkisstjórn, eða 87 sæti. 85 sæti eða fleiri nægja til að mynda meirihluta. Segir Gahr Støre að hann muni byrja að ræða við formenn þessa flokka, en hann muni þó einnig heyra í formönnum Rauða flokksins og Græningja. Gahr Støre var afar kátur er hann ávarpaði liðsfélaga sína í kvöld. „Við höfum beðið, við höfum vonað og við höfum lagt hart að okkur og núna getum við loksins sagt að okkur tókst það,“ sagði Gahr Støre. Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Kennarar óttist vanefndir Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Innlent Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Innlent Fleiri fréttir Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Sjá meira
Fyrstu tölur gáfu sterklega til kynna að Verkamannaflokkurinn yrði stærsti flokkurinn á þingi og að sitjandi ríkisstjórn myndi falla. Nú er ljóst að átta ára tíð Ernu Solberg er á enda en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi hringt í Støre í kvöld, játað ósigur og óskað honum til hamingju með sigurinn. Búið er að telja 97,5 prósent atkvæða og samkvæmt þeim mun rauða blokkin svokallaða, sem Gahr Støre leiðir, ná 100 þingsætum, gegn 68 þingsætum bláu blokkarinnar, sem Solberg leiðir. Rauða blokkin samanstendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum, Vinstri sósíalistum, Rauða flokknum og Græningjum. Fyrir kosningarnar sagðist Gahr Støre helst vilja mynda draumaríkisstjórnina sína með Miðflokki og Vinstri sósíalistum. Allt útlit er fyrir að þessir flokkar hafi nægan þingstyrk til að mynda ríkisstjórn, eða 87 sæti. 85 sæti eða fleiri nægja til að mynda meirihluta. Segir Gahr Støre að hann muni byrja að ræða við formenn þessa flokka, en hann muni þó einnig heyra í formönnum Rauða flokksins og Græningja. Gahr Støre var afar kátur er hann ávarpaði liðsfélaga sína í kvöld. „Við höfum beðið, við höfum vonað og við höfum lagt hart að okkur og núna getum við loksins sagt að okkur tókst það,“ sagði Gahr Støre.
Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Kennarar óttist vanefndir Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Innlent Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Innlent Fleiri fréttir Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Sjá meira