Erlent

Fjöldi daga þar sem hitinn nær 50 gráðum hefur tvöfaldast

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hitinn fór í 46 stig þegar hitabylgja gekk yfir Cordoba á Spáni í ágúst síðastliðnum.
Hitinn fór í 46 stig þegar hitabylgja gekk yfir Cordoba á Spáni í ágúst síðastliðnum. epa/Salas

Fjöldi þeirra daga þar sem hitastigið nær 50 gráðum eða meira einhversstaðar á jörðinni hefur tvöfaldast frá 9. áratugi síðustu aldar. Þetta sýnir ný rannsókn sem breska ríkisútvarpið lét vinna á heimsvísu.

Hitametin falla líka á fleiri stöðum í heiminum í dag heldur en tíðkaðist þá en á árabilinu frá 1980 og fram til 2009 voru dagar, þar sem hitinn fór einhversstaðar yfir 50 gráður, 14 á hverju ári að meðaltali. 

Síðustu tíu árin hefur sú tala hinsvegar staðið í 26 dögum að meðaltali á ári. 

Á sama tímabili hefur dögum þar sem hitinn nær 45 stigum einnig fjölgað mikið og hefur slíkum tilvikum fjölgað um fjórtán daga á hverju ári að meðaltali. 

Dr. Friederike Otto, hjá Oxford-háskóla í Bretlandi, segir dagljóst að þessa aukningu megi rekja til notkunar jarðefnaeldsneytis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×