Neville og Carragher heitt í hamsi: „Eins og að deila við fimm ára barn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2021 08:31 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru að flestra tveir af bestu fótboltamönnum sögunnar. getty/Nicolò Campo Gary Neville og Jamie Carragher voru langt frá því að vera sammála þegar þeir ræddu um hvort Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi væri besti fótboltamaður allra tíma í Monday Night Football á Sky Sports í gær. Það kom fáum á óvart Neville talaði máli Ronaldos, fyrrverandi samherja síns hjá Manchester United. Ronaldo gekk aftur í raðir United í síðasta mánuði og skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir félagið í tólf ár á laugardaginn. „Ég held að þegar við tökum markametið í landsleikjum, Meistaradeildartitlana og hversu fjölbreytt mörk hann skorar að hann sé besti fótboltamaður allra tíma,“ sagði Neville. Carragher var á öndverðum meiði og sagði að Messi gæti gert hluti sem Ronaldo gæti ekki. „Það er enginn sem er ekki aðdáandi þeirra beggja. En Ronaldo er ekki besti fótboltamaður allra tíma. Það skiptir ekki máli hvernig boltinn endar í netinu. Messi er með betri markatölfræði en Ronaldo. Hann er líka leikstjórnandi. Messi getur stjórnað leikjum sem Ronaldo getur ekki,“ sagði Carragher. „Ronaldo gerir hluti sem aðrir leikmenn geta gert en Messi gerir hluti sem við höfum aldrei áður séð.“ Þeim Neville og Carragher var nokkuð heitt í hamsi og Neville sagði að það að reyna að rökræða við Carragher væri eins og að deila við fimm ára gamalt barn. Ronaldo leikur væntanlega annan leik sinn fyrir United eftir endurkomuna þegar liðið sækir Young Boys frá Sviss heim í Meistaradeild Evrópu í dag. Messi og félagar í Paris Saint-Germain mæta Club Brugge í Belgíu annað kvöld. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Það kom fáum á óvart Neville talaði máli Ronaldos, fyrrverandi samherja síns hjá Manchester United. Ronaldo gekk aftur í raðir United í síðasta mánuði og skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir félagið í tólf ár á laugardaginn. „Ég held að þegar við tökum markametið í landsleikjum, Meistaradeildartitlana og hversu fjölbreytt mörk hann skorar að hann sé besti fótboltamaður allra tíma,“ sagði Neville. Carragher var á öndverðum meiði og sagði að Messi gæti gert hluti sem Ronaldo gæti ekki. „Það er enginn sem er ekki aðdáandi þeirra beggja. En Ronaldo er ekki besti fótboltamaður allra tíma. Það skiptir ekki máli hvernig boltinn endar í netinu. Messi er með betri markatölfræði en Ronaldo. Hann er líka leikstjórnandi. Messi getur stjórnað leikjum sem Ronaldo getur ekki,“ sagði Carragher. „Ronaldo gerir hluti sem aðrir leikmenn geta gert en Messi gerir hluti sem við höfum aldrei áður séð.“ Þeim Neville og Carragher var nokkuð heitt í hamsi og Neville sagði að það að reyna að rökræða við Carragher væri eins og að deila við fimm ára gamalt barn. Ronaldo leikur væntanlega annan leik sinn fyrir United eftir endurkomuna þegar liðið sækir Young Boys frá Sviss heim í Meistaradeild Evrópu í dag. Messi og félagar í Paris Saint-Germain mæta Club Brugge í Belgíu annað kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira