Vaxtalaust lán til ríkisins frá landsbyggðinni Þórir Guðmundsson og Sif Huld Albertsdóttir skrifa 14. september 2021 15:01 Greinarhöfundar þessarar greinar bera mikinn metnað til þess að koma málum fjölskyldna í betri farveg þannig að börnin okkar fái sömu þjónustu og önnur börn sem búa nálægt sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum í lífinu, að eiga barn fylgir fullt af skyldum, ábyrgð og hamingju, en einnig fylgir það að við séum alltaf hrædd um að eitthvað komi fyrir og barnið fái illvígan sjúkdóm, verði fyrir slysi eða veikist alvarlega. Sagt er að Íslendingar séu svo ,,heppnir” að heilbrigðiskerfið sé fyrir okkur öll, sama hvar við búum. Einnig búum við í velferðarsamfélagi skv. skilgreiningu stjórnvalda. En hvert barn fær einungis tvær ferðir á ári suður til læknis, nema þegar veikindi falla undir viðmið Sjúkratrygginga sem eru: Illkynja sjúkdóma Nýrnabilun Alvarlega hjartasjúkdóma Alvarlega sjúkdóma barna Alvarlega geðsjúkdóma Alvarleg vandamál á meðgöngu Tæknifrjóvgunarmeðfeð Tannlækningar vegna mjög alvarlega afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma Fyrir ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma er nú hægt að byggja samþykki fyrir endurgreiðslu ferðakostnaðar á skýrslu læknis, hvort sem hann hefur sjúkling til meðferðar eða er læknir í heimabyggð. Áður gilti einungis skýrsla læknis í heimabyggð. Tími okkar foreldra sem eigum börn út á landi virðist ekki vera jafn mikilvægur og þeirra sem búa nær heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim mikla tíma sem fer í að þurfa að sækja sérfræðiþjónustu utan heimabyggðar en fólk af landsbyggðinni þarf að eyða að lágmarki sólarhring eða meira í að afla sér þjónustunnar en fólk sem býr á stór höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslu sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði við Háskóla Íslands, vann fyrir Heilbrigðisráðuneytið (Heilsufar og heilbrigðisþjónusta Kynja- og jafnréttissjónarmið), kemur fram að vísbendingar séu um, að öllum landsmönnum sé ekki tryggt aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Mikill munur er á notkun sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu eftir búsetusvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er verið að horfa á 1,6 heimsókn per íbúa en á Austurlandi og Vestfjörðum er verið að horfa á 0,6 heimsókn per íbúa. Þarna þarf að skoða hvort að ástæðan sé sú að bæði kostnaður vegna ferða er mun meiri og tíminn sem fer í ferðir og annað sem tengist ferðunum gerir það að verkum að fólk á ekki heimangengt að nýta sérfræðiþjónustu. Annar greinahöfundur þessarar greinar hefur áður bent á í grein sinni sem heitir vaxtalaust lán, að kostnaður vegna sérfræðilæknaþjónustu er mun meiri hjá foreldrum barna úti á landi en foreldra barna sem búa nálægt höfuðborginni. Í þeirri grein kemur fram kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan eldsneyti. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. Af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið allt að 10-14 daga en það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en ekki greidd að fullu og ef það er ekki laust á sjúkrahótelinu, ertu einn á báti við að finna samastað og þarft að greiða hann að fullu. Einnig er bílaleigubifreið greidd af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins og geti notað heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu án þess að bera af því fjárhagslegan skaða. Greinarhöfundar skora á ráðamenn landsins að hafin verði vinna í að fara í gegnum þann part sjúkratrygginga sem snúa að landsbyggðinni og fundinn farvegur fyrir fólk af landsbyggðinni til þess að geta nýtt sér þá þjónustu sem er til boða á höfuðborgarsvæðinu, því þar er öll þjónusta sérfræðinga byggð upp. Greinahöfundar hafa oft minnst á þetta við ýmsa aðila innan stjórnsýslunnar og eru allir sammála um að hér þurfi að gera breytingu á, en ekkert gerist. Samtalið þarf að eiga sér stað við fólkið sem nýtir sér þessa þjónustu og sér vankantana á henni með berum augum. Það er eina leiðin til þess að hægt sé að gera betur, þannig að við getum svo sannarlega kallað okkur velferðarsamfélag. Þetta er það sem á að vera í lagi og á að vera sjálfsagt. Við erum tilbúin til að hjálpa ykkur að laga þetta, fyrir fólkið í landinu. Höfundar þessarar greinar búa á Ísafirði og hafa mikinn metnað til að gera grein fyrir og bæta hag fjölskyldna út á landi þegar kemur að sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Greinarhöfundar þessarar greinar bera mikinn metnað til þess að koma málum fjölskyldna í betri farveg þannig að börnin okkar fái sömu þjónustu og önnur börn sem búa nálægt sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum í lífinu, að eiga barn fylgir fullt af skyldum, ábyrgð og hamingju, en einnig fylgir það að við séum alltaf hrædd um að eitthvað komi fyrir og barnið fái illvígan sjúkdóm, verði fyrir slysi eða veikist alvarlega. Sagt er að Íslendingar séu svo ,,heppnir” að heilbrigðiskerfið sé fyrir okkur öll, sama hvar við búum. Einnig búum við í velferðarsamfélagi skv. skilgreiningu stjórnvalda. En hvert barn fær einungis tvær ferðir á ári suður til læknis, nema þegar veikindi falla undir viðmið Sjúkratrygginga sem eru: Illkynja sjúkdóma Nýrnabilun Alvarlega hjartasjúkdóma Alvarlega sjúkdóma barna Alvarlega geðsjúkdóma Alvarleg vandamál á meðgöngu Tæknifrjóvgunarmeðfeð Tannlækningar vegna mjög alvarlega afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma Fyrir ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma er nú hægt að byggja samþykki fyrir endurgreiðslu ferðakostnaðar á skýrslu læknis, hvort sem hann hefur sjúkling til meðferðar eða er læknir í heimabyggð. Áður gilti einungis skýrsla læknis í heimabyggð. Tími okkar foreldra sem eigum börn út á landi virðist ekki vera jafn mikilvægur og þeirra sem búa nær heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim mikla tíma sem fer í að þurfa að sækja sérfræðiþjónustu utan heimabyggðar en fólk af landsbyggðinni þarf að eyða að lágmarki sólarhring eða meira í að afla sér þjónustunnar en fólk sem býr á stór höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslu sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði við Háskóla Íslands, vann fyrir Heilbrigðisráðuneytið (Heilsufar og heilbrigðisþjónusta Kynja- og jafnréttissjónarmið), kemur fram að vísbendingar séu um, að öllum landsmönnum sé ekki tryggt aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Mikill munur er á notkun sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu eftir búsetusvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er verið að horfa á 1,6 heimsókn per íbúa en á Austurlandi og Vestfjörðum er verið að horfa á 0,6 heimsókn per íbúa. Þarna þarf að skoða hvort að ástæðan sé sú að bæði kostnaður vegna ferða er mun meiri og tíminn sem fer í ferðir og annað sem tengist ferðunum gerir það að verkum að fólk á ekki heimangengt að nýta sérfræðiþjónustu. Annar greinahöfundur þessarar greinar hefur áður bent á í grein sinni sem heitir vaxtalaust lán, að kostnaður vegna sérfræðilæknaþjónustu er mun meiri hjá foreldrum barna úti á landi en foreldra barna sem búa nálægt höfuðborginni. Í þeirri grein kemur fram kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan eldsneyti. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. Af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið allt að 10-14 daga en það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en ekki greidd að fullu og ef það er ekki laust á sjúkrahótelinu, ertu einn á báti við að finna samastað og þarft að greiða hann að fullu. Einnig er bílaleigubifreið greidd af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins og geti notað heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu án þess að bera af því fjárhagslegan skaða. Greinarhöfundar skora á ráðamenn landsins að hafin verði vinna í að fara í gegnum þann part sjúkratrygginga sem snúa að landsbyggðinni og fundinn farvegur fyrir fólk af landsbyggðinni til þess að geta nýtt sér þá þjónustu sem er til boða á höfuðborgarsvæðinu, því þar er öll þjónusta sérfræðinga byggð upp. Greinahöfundar hafa oft minnst á þetta við ýmsa aðila innan stjórnsýslunnar og eru allir sammála um að hér þurfi að gera breytingu á, en ekkert gerist. Samtalið þarf að eiga sér stað við fólkið sem nýtir sér þessa þjónustu og sér vankantana á henni með berum augum. Það er eina leiðin til þess að hægt sé að gera betur, þannig að við getum svo sannarlega kallað okkur velferðarsamfélag. Þetta er það sem á að vera í lagi og á að vera sjálfsagt. Við erum tilbúin til að hjálpa ykkur að laga þetta, fyrir fólkið í landinu. Höfundar þessarar greinar búa á Ísafirði og hafa mikinn metnað til að gera grein fyrir og bæta hag fjölskyldna út á landi þegar kemur að sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun