„Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2021 13:08 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í 0-4 tapinu fyrir Þýskalandi. vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi ástandið í íslenskum fótbolta í sjónvarpsþættinum Extra Time í Belgíu í gær. Þar sagði hann meðal annars að hetjur síðustu ára hafi skyndilega orðið að hræðilegum manneskjum. Arnar segir að vikurnar tvær í síðustu landsleikjahrinu hafi verið þær erfiðustu á hans ferli en sem kunnugt er gekk mikið á í kringum karlalandsliðið og KSÍ. Sambandið var sakað um að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður KSÍ. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Gylfi Þór Sigurðsson er í farbanni eftir að hann var handtekinn á Englandi í sumar. Þá vantaði nokkra leikmenn í landsliðið vegna meiðsla. Bara tveir eftir úr draumaliðinu og eldri leikmenn gætu hætt „Þetta hafa verið erfiðustu vikurnar á ferlinum. Ég þurfti nánast að spila sjálfur því það vantaði svo marga. Þegar ég tók við í desember skrifaði ég niður draumaliðið mitt. Núna eru tveir eftir af því. Þrír leikmenn eru meiddir og hinir ekki með vegna málsins. Þeir hafa ekki allir verið kærðir en eldri leikmönnunum fer að þykja nóg um,“ sagði Arnar og bætti við að nokkrir af reynslumeiri leikmönnum landsliðsins gætu hætt í því. „Það er möguleiki á að þeir hætti. Ef þú hefur spilað áttatíu landsleiki með nokkrum liðsfélögum en ég má ekki lengur velja þá gætu vinir þeirra látið gott heita.“ Hef ekki svörin Arnar segir að hann og landsliðið hafi verið í afar erfiðri stöðu í síðustu landsleikjahrinu. „Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svörin. Ég var í miðjum storminum og þurfti að svara fyrir málin en hafði ekki svörin. Á sama tíma þurfti ég að undirbúa leikina. Ég þurfti að velja 18-20 ára leikmenn og verja þá. Til að mynda var einu sinni öskrað á okkur: nauðgarar. En þessir leikmenn og starfsliðið mitt höfðu ekkert með þetta að gera,“ sagði Arnar. „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur. Ég var gagnrýndur og fyrir leikinn gegn Þýskalandi var mótmælum beint að mér. Ég skil fólkið sem lætur í sér heyra en ég hef ekki svörin.“ Ísland fékk aðeins eitt stig í síðustu landsleikjahrinu. Íslendingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníumönnum en töpuðu samanlagt 0-6 fyrir Rúmenum og Þjóðverjum. Ísland er með fjögur stig í 5. sæti J-riðils undankeppni HM 2022. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Arnar segir að vikurnar tvær í síðustu landsleikjahrinu hafi verið þær erfiðustu á hans ferli en sem kunnugt er gekk mikið á í kringum karlalandsliðið og KSÍ. Sambandið var sakað um að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður KSÍ. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Gylfi Þór Sigurðsson er í farbanni eftir að hann var handtekinn á Englandi í sumar. Þá vantaði nokkra leikmenn í landsliðið vegna meiðsla. Bara tveir eftir úr draumaliðinu og eldri leikmenn gætu hætt „Þetta hafa verið erfiðustu vikurnar á ferlinum. Ég þurfti nánast að spila sjálfur því það vantaði svo marga. Þegar ég tók við í desember skrifaði ég niður draumaliðið mitt. Núna eru tveir eftir af því. Þrír leikmenn eru meiddir og hinir ekki með vegna málsins. Þeir hafa ekki allir verið kærðir en eldri leikmönnunum fer að þykja nóg um,“ sagði Arnar og bætti við að nokkrir af reynslumeiri leikmönnum landsliðsins gætu hætt í því. „Það er möguleiki á að þeir hætti. Ef þú hefur spilað áttatíu landsleiki með nokkrum liðsfélögum en ég má ekki lengur velja þá gætu vinir þeirra látið gott heita.“ Hef ekki svörin Arnar segir að hann og landsliðið hafi verið í afar erfiðri stöðu í síðustu landsleikjahrinu. „Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svörin. Ég var í miðjum storminum og þurfti að svara fyrir málin en hafði ekki svörin. Á sama tíma þurfti ég að undirbúa leikina. Ég þurfti að velja 18-20 ára leikmenn og verja þá. Til að mynda var einu sinni öskrað á okkur: nauðgarar. En þessir leikmenn og starfsliðið mitt höfðu ekkert með þetta að gera,“ sagði Arnar. „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur. Ég var gagnrýndur og fyrir leikinn gegn Þýskalandi var mótmælum beint að mér. Ég skil fólkið sem lætur í sér heyra en ég hef ekki svörin.“ Ísland fékk aðeins eitt stig í síðustu landsleikjahrinu. Íslendingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníumönnum en töpuðu samanlagt 0-6 fyrir Rúmenum og Þjóðverjum. Ísland er með fjögur stig í 5. sæti J-riðils undankeppni HM 2022.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira