Viðreisn fyrir okkur öll! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. september 2021 07:30 Úrslit þingkosninga 25. september eru svo ótrúlega mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Það skiptir sköpum fyrir samfélag okkar hverjir sitja við völd, hvaða viðhorf eru ríkjandi og hver forgangsröðun verkefna er. Samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga skiptir máli Fyrir nærsamfélagið, sveitarfélögin skiptir þetta meira máli en margra gæti grunað. Ótal margt í þjónustu nærsamfélagsins byggir á ákvörðunum ríkisvaldsins. Þar skiptir öllu að á milli ríkis og sveitarfélaga ríki gott traust, því það er grunnur innihaldsríks samtals og samstarfs. Er þjónusta við almenning í forgangi? Fær samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga það rými sem þarf til þess að þjónusta skili sér til íbúa? Eitt er að leggja fram pólitíska sýn fyrir land og þjóð og annað að innleiða og framfylgja. Innleiðing þeirrar sýnar sem byggt er á er oft sá hluti verkefnanna sem sveitarfélögin eiga að tryggja. Við þurfum að geta ráðist í stóru verkefnin, eins og innleiðingu nýrra áherslna aðalnámskrár eða að fylgja eftir fögrum fyrirheitum um velferð barna. Slíkar stórbreytingar á kerfum gerast ekki af sjálfu sér, það vitum við öll sem störfum innan þessara kerfa eða komum að með pólitískum hætti. Sjálf horfi ég upp á sambandsleysið á milli þeirra sem valdið hafa í mínu sveitarfélagi og stjórnvalda, þó þar sitji sami flokkur báðum megin. Að ganga í takt til árangurs Eitt þungbærasta dæmið er ringulreiðin um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélögin hvert á eftir öðru afsala sér nú rekstrinum vegna skilningsleysis ríkisvaldsins. Annað íþyngjandi mál er hindranir sem ríkisvaldið setur á fagfólk líkt og talmeinafræðinga. Biðlistar lengjast sífellt, ekki vegna skorts á talmeinafræðingum, heldur vegna afturhaldsemi stjórnvalda um hver megi sinna þjónustunni og hvar. Viðreisn kerfanna með Viðreisn Til að tryggja framúrskarandi þjónustu við almenning verða kerfin að tala saman. Við þurfum að byggja brýr á milli þeirra, einfalda þau og gera þannig úr garði að þau virki í raun. Þegar einhver þarf á þessum kerfum að halda eiga þau að grípa viðkomandi hratt og örugglega, hvort sem það er barn sem þarf á talmeinafræðingi að halda eða aldraðir sem þurfa að komast að á hjúkrunarheimilum. Og þá á engu að skipta hvort þjónustan er á hendi ríkis eða sveitarfélags. Vegna þessa skiptir svo miklu máli að Viðreisn sitji í næstu ríkisstjórn, flokkur sem hefur skýra sýn á mikilvægi þess að einfalda kerfi. Viðreisn er umhugað um að þjónustan í nærsamfélaginu gangi upp. Fyrir alla. Kerfin eru til fyrir fólkið, en ekki fólkið fyrir kerfin. Gefum framtíðinni tækifæri og kjósum Viðreisn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Úrslit þingkosninga 25. september eru svo ótrúlega mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Það skiptir sköpum fyrir samfélag okkar hverjir sitja við völd, hvaða viðhorf eru ríkjandi og hver forgangsröðun verkefna er. Samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga skiptir máli Fyrir nærsamfélagið, sveitarfélögin skiptir þetta meira máli en margra gæti grunað. Ótal margt í þjónustu nærsamfélagsins byggir á ákvörðunum ríkisvaldsins. Þar skiptir öllu að á milli ríkis og sveitarfélaga ríki gott traust, því það er grunnur innihaldsríks samtals og samstarfs. Er þjónusta við almenning í forgangi? Fær samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga það rými sem þarf til þess að þjónusta skili sér til íbúa? Eitt er að leggja fram pólitíska sýn fyrir land og þjóð og annað að innleiða og framfylgja. Innleiðing þeirrar sýnar sem byggt er á er oft sá hluti verkefnanna sem sveitarfélögin eiga að tryggja. Við þurfum að geta ráðist í stóru verkefnin, eins og innleiðingu nýrra áherslna aðalnámskrár eða að fylgja eftir fögrum fyrirheitum um velferð barna. Slíkar stórbreytingar á kerfum gerast ekki af sjálfu sér, það vitum við öll sem störfum innan þessara kerfa eða komum að með pólitískum hætti. Sjálf horfi ég upp á sambandsleysið á milli þeirra sem valdið hafa í mínu sveitarfélagi og stjórnvalda, þó þar sitji sami flokkur báðum megin. Að ganga í takt til árangurs Eitt þungbærasta dæmið er ringulreiðin um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélögin hvert á eftir öðru afsala sér nú rekstrinum vegna skilningsleysis ríkisvaldsins. Annað íþyngjandi mál er hindranir sem ríkisvaldið setur á fagfólk líkt og talmeinafræðinga. Biðlistar lengjast sífellt, ekki vegna skorts á talmeinafræðingum, heldur vegna afturhaldsemi stjórnvalda um hver megi sinna þjónustunni og hvar. Viðreisn kerfanna með Viðreisn Til að tryggja framúrskarandi þjónustu við almenning verða kerfin að tala saman. Við þurfum að byggja brýr á milli þeirra, einfalda þau og gera þannig úr garði að þau virki í raun. Þegar einhver þarf á þessum kerfum að halda eiga þau að grípa viðkomandi hratt og örugglega, hvort sem það er barn sem þarf á talmeinafræðingi að halda eða aldraðir sem þurfa að komast að á hjúkrunarheimilum. Og þá á engu að skipta hvort þjónustan er á hendi ríkis eða sveitarfélags. Vegna þessa skiptir svo miklu máli að Viðreisn sitji í næstu ríkisstjórn, flokkur sem hefur skýra sýn á mikilvægi þess að einfalda kerfi. Viðreisn er umhugað um að þjónustan í nærsamfélaginu gangi upp. Fyrir alla. Kerfin eru til fyrir fólkið, en ekki fólkið fyrir kerfin. Gefum framtíðinni tækifæri og kjósum Viðreisn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun