Handhafi næstelsta heimsmetsins látinn Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2021 13:01 Júrí Sedykh vann meðal annars tvo ólympíumeistaratitla á sínum ferli. Getty/Mike Powell Besti sleggjukastari sögunnar, Úkraínumaðurinn Júrí Sedykh, lést í gær af völdum hjartaáfalls, 66 ára að aldri. Sedykh er handhafi næstelsta heimsmetsins í frjálsíþróttum karla. Hann þeytti sleggjunni 86,74 metra 30. ágúst árið 1986. Aðeins heimsmet Austur-Þjóðverjans Jürgen Schult í kringlukasti er eldra og munar aðeins þremur mánuðum. Sedykh vann tvo ólypíumeistaratitla, árin 1976 og 1980, og svo silfurverðlaun á ÓL 1988. Hann tók ekki frekar en aðrir Sovétmenn þátt á leikunum í Los Angeles árið 1984. Þá varð hann heimsmeistari árið 1991 í eina skiptið sem hann keppti á HM. Á meðal þeirra sem minnast Sedykh er stangastökkvarinn og landi hans, Sergei Bubka. Deeply mourn the loss of Yuriy Sedykh...An outstanding two-time Olympic Champion, whose fantastic World record in Hammer Throw (86.74) for 35 years is stll not broken.@worldolympians @WorldAthletics @iocmedia pic.twitter.com/ZBrqW8MeYV— Sergey Bubka (@sergey_bubka) September 14, 2021 Aðeins þrír frjálsíþróttamenn hafa kastað sleggju yfir 86 metra. Auk Sedykh eru það Sergej Litvinov, helsti keppinautur hans í Sovétríkjunum, og Hvít-Rússinn Ivan Tsikhans sem kastaði 86,73 metra árið 2005 en það kast var síðar dæmt ógilt eftir að Tsikhans féll á lyfjaprófi. Eftir ferilinn settist Sedykh að með fjölskyldu sinni í Frakklandi, þar sem hann starfaði meðal annars sem þjálfari. Hann var giftur hinni rússnesku Natalíu Lisovskaia sem er einnig heimsmethafi, í kúluvarpi, en hún setti metið árið 1987 með 22,63 metra kasti. Dóttir þeirra er Alexía sem var einnig efnilegur sleggjukastari en er hætt keppni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Andlát Úkraína Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Sedykh er handhafi næstelsta heimsmetsins í frjálsíþróttum karla. Hann þeytti sleggjunni 86,74 metra 30. ágúst árið 1986. Aðeins heimsmet Austur-Þjóðverjans Jürgen Schult í kringlukasti er eldra og munar aðeins þremur mánuðum. Sedykh vann tvo ólypíumeistaratitla, árin 1976 og 1980, og svo silfurverðlaun á ÓL 1988. Hann tók ekki frekar en aðrir Sovétmenn þátt á leikunum í Los Angeles árið 1984. Þá varð hann heimsmeistari árið 1991 í eina skiptið sem hann keppti á HM. Á meðal þeirra sem minnast Sedykh er stangastökkvarinn og landi hans, Sergei Bubka. Deeply mourn the loss of Yuriy Sedykh...An outstanding two-time Olympic Champion, whose fantastic World record in Hammer Throw (86.74) for 35 years is stll not broken.@worldolympians @WorldAthletics @iocmedia pic.twitter.com/ZBrqW8MeYV— Sergey Bubka (@sergey_bubka) September 14, 2021 Aðeins þrír frjálsíþróttamenn hafa kastað sleggju yfir 86 metra. Auk Sedykh eru það Sergej Litvinov, helsti keppinautur hans í Sovétríkjunum, og Hvít-Rússinn Ivan Tsikhans sem kastaði 86,73 metra árið 2005 en það kast var síðar dæmt ógilt eftir að Tsikhans féll á lyfjaprófi. Eftir ferilinn settist Sedykh að með fjölskyldu sinni í Frakklandi, þar sem hann starfaði meðal annars sem þjálfari. Hann var giftur hinni rússnesku Natalíu Lisovskaia sem er einnig heimsmethafi, í kúluvarpi, en hún setti metið árið 1987 með 22,63 metra kasti. Dóttir þeirra er Alexía sem var einnig efnilegur sleggjukastari en er hætt keppni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Andlát Úkraína Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira