Handhafi næstelsta heimsmetsins látinn Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2021 13:01 Júrí Sedykh vann meðal annars tvo ólympíumeistaratitla á sínum ferli. Getty/Mike Powell Besti sleggjukastari sögunnar, Úkraínumaðurinn Júrí Sedykh, lést í gær af völdum hjartaáfalls, 66 ára að aldri. Sedykh er handhafi næstelsta heimsmetsins í frjálsíþróttum karla. Hann þeytti sleggjunni 86,74 metra 30. ágúst árið 1986. Aðeins heimsmet Austur-Þjóðverjans Jürgen Schult í kringlukasti er eldra og munar aðeins þremur mánuðum. Sedykh vann tvo ólypíumeistaratitla, árin 1976 og 1980, og svo silfurverðlaun á ÓL 1988. Hann tók ekki frekar en aðrir Sovétmenn þátt á leikunum í Los Angeles árið 1984. Þá varð hann heimsmeistari árið 1991 í eina skiptið sem hann keppti á HM. Á meðal þeirra sem minnast Sedykh er stangastökkvarinn og landi hans, Sergei Bubka. Deeply mourn the loss of Yuriy Sedykh...An outstanding two-time Olympic Champion, whose fantastic World record in Hammer Throw (86.74) for 35 years is stll not broken.@worldolympians @WorldAthletics @iocmedia pic.twitter.com/ZBrqW8MeYV— Sergey Bubka (@sergey_bubka) September 14, 2021 Aðeins þrír frjálsíþróttamenn hafa kastað sleggju yfir 86 metra. Auk Sedykh eru það Sergej Litvinov, helsti keppinautur hans í Sovétríkjunum, og Hvít-Rússinn Ivan Tsikhans sem kastaði 86,73 metra árið 2005 en það kast var síðar dæmt ógilt eftir að Tsikhans féll á lyfjaprófi. Eftir ferilinn settist Sedykh að með fjölskyldu sinni í Frakklandi, þar sem hann starfaði meðal annars sem þjálfari. Hann var giftur hinni rússnesku Natalíu Lisovskaia sem er einnig heimsmethafi, í kúluvarpi, en hún setti metið árið 1987 með 22,63 metra kasti. Dóttir þeirra er Alexía sem var einnig efnilegur sleggjukastari en er hætt keppni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Andlát Úkraína Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira
Sedykh er handhafi næstelsta heimsmetsins í frjálsíþróttum karla. Hann þeytti sleggjunni 86,74 metra 30. ágúst árið 1986. Aðeins heimsmet Austur-Þjóðverjans Jürgen Schult í kringlukasti er eldra og munar aðeins þremur mánuðum. Sedykh vann tvo ólypíumeistaratitla, árin 1976 og 1980, og svo silfurverðlaun á ÓL 1988. Hann tók ekki frekar en aðrir Sovétmenn þátt á leikunum í Los Angeles árið 1984. Þá varð hann heimsmeistari árið 1991 í eina skiptið sem hann keppti á HM. Á meðal þeirra sem minnast Sedykh er stangastökkvarinn og landi hans, Sergei Bubka. Deeply mourn the loss of Yuriy Sedykh...An outstanding two-time Olympic Champion, whose fantastic World record in Hammer Throw (86.74) for 35 years is stll not broken.@worldolympians @WorldAthletics @iocmedia pic.twitter.com/ZBrqW8MeYV— Sergey Bubka (@sergey_bubka) September 14, 2021 Aðeins þrír frjálsíþróttamenn hafa kastað sleggju yfir 86 metra. Auk Sedykh eru það Sergej Litvinov, helsti keppinautur hans í Sovétríkjunum, og Hvít-Rússinn Ivan Tsikhans sem kastaði 86,73 metra árið 2005 en það kast var síðar dæmt ógilt eftir að Tsikhans féll á lyfjaprófi. Eftir ferilinn settist Sedykh að með fjölskyldu sinni í Frakklandi, þar sem hann starfaði meðal annars sem þjálfari. Hann var giftur hinni rússnesku Natalíu Lisovskaia sem er einnig heimsmethafi, í kúluvarpi, en hún setti metið árið 1987 með 22,63 metra kasti. Dóttir þeirra er Alexía sem var einnig efnilegur sleggjukastari en er hætt keppni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Andlát Úkraína Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira