Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 10:54 Eldflaugin sem flutti geimfarana út í geim lenti á drónaskipi undan ströndum Flórída. Inspiration4/John Kraus Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Netflix er að gera heimildarþætti um sendiförina. Með Isaacman fóru þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Fyrsti hringur þeirra um jörðina var sá fyrsti sem farinn hefur verið án þjálfaðra geimfara um borð í geimfari, séu dýr frátalin. Liftoff of @Inspiration4X! Go Falcon 9! Go Dragon! pic.twitter.com/NhRXkD4IWg— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Geimskotið heppnaðist fullkomlega. Eftir að geimfarinu var skotið á loft, var Falcon 9 eldflaug SpaceX snúið við og hún lenti á drónaskipinu Just Read The Instructions undan ströndum Flórída. SpaxeX segist aldrei hafa skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu og gert var í nótt. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn er í um 540 kílómetra hæð. View from Dragon s cupola pic.twitter.com/Z2qwKZR2lK— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Á næsta ári mun SpaceX senda fyrrverandi geimfara Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með þremur auðjöfrum. Þá ætla Rússar sér að skjóta leikkonu, leikstjóra og japönskum auðjöfri til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að það hafi verið að kröfu Isaacson sem ákveðið var að senda Crew Dragon geimfarið svo hátt. Í fyrstu voru starfsmenn SpaceX andvígir því vegna aukinnar áhættu og geislunar í svo mikilli hæð. Eftir að áhættan var greind nánar var ákveðið að verða við beiðni auðjöfursins. Skömmu fyrir geimskotið í gær sagðist hann þó sjá eftir því að hafa ekki beðið um að geimfarinu yrði skotið enn hærra. Ekki hefur verið gefið upp hvað Isaacman greiddi fyrir geimskotið. Aldrei fleiri í geimnum Aldrei hafa verið fleiri í geimnum en eru þar akkúrat núna. Sjö manns eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og fjórir um borð í Crew Dragon-geimfarinu. Til viðbótar við þau eru svo þrír geimfarar um borð í kínversku geimstöðinni Tiangong. Í frétt Space segir að gamla metið hafi verið þrettán og það hafi ítrekað gerst í gegnum árin að svo margir hafi verið í geimnum. Til að mynda árið 1995 þegar sjö geimfarar voru í geimskutlunni Endeavour og sex geimfarar voru í rússnesku Mir-geimstöðinni. Í mars 2009 voru svo þrettán geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni í skamman tíma. SpaceX Geimurinn Netflix Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Netflix er að gera heimildarþætti um sendiförina. Með Isaacman fóru þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Fyrsti hringur þeirra um jörðina var sá fyrsti sem farinn hefur verið án þjálfaðra geimfara um borð í geimfari, séu dýr frátalin. Liftoff of @Inspiration4X! Go Falcon 9! Go Dragon! pic.twitter.com/NhRXkD4IWg— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Geimskotið heppnaðist fullkomlega. Eftir að geimfarinu var skotið á loft, var Falcon 9 eldflaug SpaceX snúið við og hún lenti á drónaskipinu Just Read The Instructions undan ströndum Flórída. SpaxeX segist aldrei hafa skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu og gert var í nótt. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn er í um 540 kílómetra hæð. View from Dragon s cupola pic.twitter.com/Z2qwKZR2lK— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Á næsta ári mun SpaceX senda fyrrverandi geimfara Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með þremur auðjöfrum. Þá ætla Rússar sér að skjóta leikkonu, leikstjóra og japönskum auðjöfri til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að það hafi verið að kröfu Isaacson sem ákveðið var að senda Crew Dragon geimfarið svo hátt. Í fyrstu voru starfsmenn SpaceX andvígir því vegna aukinnar áhættu og geislunar í svo mikilli hæð. Eftir að áhættan var greind nánar var ákveðið að verða við beiðni auðjöfursins. Skömmu fyrir geimskotið í gær sagðist hann þó sjá eftir því að hafa ekki beðið um að geimfarinu yrði skotið enn hærra. Ekki hefur verið gefið upp hvað Isaacman greiddi fyrir geimskotið. Aldrei fleiri í geimnum Aldrei hafa verið fleiri í geimnum en eru þar akkúrat núna. Sjö manns eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og fjórir um borð í Crew Dragon-geimfarinu. Til viðbótar við þau eru svo þrír geimfarar um borð í kínversku geimstöðinni Tiangong. Í frétt Space segir að gamla metið hafi verið þrettán og það hafi ítrekað gerst í gegnum árin að svo margir hafi verið í geimnum. Til að mynda árið 1995 þegar sjö geimfarar voru í geimskutlunni Endeavour og sex geimfarar voru í rússnesku Mir-geimstöðinni. Í mars 2009 voru svo þrettán geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni í skamman tíma.
SpaceX Geimurinn Netflix Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira