Gleymdi mennta og menningarmálaráðherra Hönnunarsafninu? 17. september 2021 14:02 Í Morgunblaðinu 16. september fór Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra yfir göfug störf ráðherra í þágu mennta og menningar á kjörtímabilinu og greinilega margir boltar ratað í markið. Árið 2006 gerði mennta- og menningarmálaráðuneyti samkomulag við Garðabæ um rekstur og stofnframlag ríkisins til Hönnunarsafns Íslands. Í framhaldi af samkomulaginu var Hönnunarsafn Íslands opnað í Garðabæ, en stofnframlag ríkisins til safnsins hefur enn ekki verið greitt. Árið 2016 stillti mennta- og menningarmálaráðuneyti upp samningi um stofnframlag sem ekki var kláraður og er enn óundirritaður. Á þessu kjörtímabili hefur formaður stjórnar Hönnunarsafnsins, formaður menningar- og safnanefndar í Garðabæ og embættismenn ítrekað farið þess á leit við ráðuneytið að ganga frá stofnsamningi við safnið en staðið hefur á svörum ráðuneytis. Þetta er eins og að spila knattleik þar sem mark mótherjans hefur verið fjarlægt þannig að það er ómögulegt gera atlögu að markinu. Hönnunarsafnið er eitt af viðurkenndum söfnum Íslands. Safnið er sameiginleg minning Íslendinga um íslenska hönnun og endurspeglar hönnunararf þjóðarinnar frá árinu 1900 til nútímans. Það skiptir máli að varðveita, rannsaka og miðla hönnunararfi Íslendinga fyrir komandi kynslóðir, en fjöldi barna og ungmenna heimsækir safnið ár hvert. Hönnunararfur þjóðarinnar veitir framtíðarhönnuðum innblástur og getur ýtt undir hönnun, jafnvel nýsköpun, sem sækir andgift í íslenskan hönnunararf. Mikilvægi hönnunar fer vaxandi og innsýn í hönnun og fjárfestingar í hönnun hafa jákvæð áhrif á umfang nýsköpunar. Undirrituð skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að ganga frá stofnsamningi Hönnunarsafnins. Ráðherra þarf að setja upp markið á sínum vallarhelmingi þannig að hægt sé gera heiðarlega atlögu að markinu. Það er ómögulegt að spila bara í eina átt og uppskera engin svör. Höfundur er formaður stjórnar Hönnunarsafns Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Söfn Tíska og hönnun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 16. september fór Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra yfir göfug störf ráðherra í þágu mennta og menningar á kjörtímabilinu og greinilega margir boltar ratað í markið. Árið 2006 gerði mennta- og menningarmálaráðuneyti samkomulag við Garðabæ um rekstur og stofnframlag ríkisins til Hönnunarsafns Íslands. Í framhaldi af samkomulaginu var Hönnunarsafn Íslands opnað í Garðabæ, en stofnframlag ríkisins til safnsins hefur enn ekki verið greitt. Árið 2016 stillti mennta- og menningarmálaráðuneyti upp samningi um stofnframlag sem ekki var kláraður og er enn óundirritaður. Á þessu kjörtímabili hefur formaður stjórnar Hönnunarsafnsins, formaður menningar- og safnanefndar í Garðabæ og embættismenn ítrekað farið þess á leit við ráðuneytið að ganga frá stofnsamningi við safnið en staðið hefur á svörum ráðuneytis. Þetta er eins og að spila knattleik þar sem mark mótherjans hefur verið fjarlægt þannig að það er ómögulegt gera atlögu að markinu. Hönnunarsafnið er eitt af viðurkenndum söfnum Íslands. Safnið er sameiginleg minning Íslendinga um íslenska hönnun og endurspeglar hönnunararf þjóðarinnar frá árinu 1900 til nútímans. Það skiptir máli að varðveita, rannsaka og miðla hönnunararfi Íslendinga fyrir komandi kynslóðir, en fjöldi barna og ungmenna heimsækir safnið ár hvert. Hönnunararfur þjóðarinnar veitir framtíðarhönnuðum innblástur og getur ýtt undir hönnun, jafnvel nýsköpun, sem sækir andgift í íslenskan hönnunararf. Mikilvægi hönnunar fer vaxandi og innsýn í hönnun og fjárfestingar í hönnun hafa jákvæð áhrif á umfang nýsköpunar. Undirrituð skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að ganga frá stofnsamningi Hönnunarsafnins. Ráðherra þarf að setja upp markið á sínum vallarhelmingi þannig að hægt sé gera heiðarlega atlögu að markinu. Það er ómögulegt að spila bara í eina átt og uppskera engin svör. Höfundur er formaður stjórnar Hönnunarsafns Íslands
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun