Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Eiður Þór Árnason skrifar 17. september 2021 14:19 Skarfabakki í Sundahöfn hefur fram að þessu verið þekktari fyrir móttöku skemmtiferðaskipa en viðtöku Covid-sýktra kjósenda. Vísir/vilhelm Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. Unnið að undirbúningi sambærilegra kjörstaða hjá öðrum sýslumannsembættum en sömuleiðis verður hægt að sækja um að kjósa í heimahúsi. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að ætlast sé til að kjósendur mæti einir á staðinn og verði búnir að skrifa niður listabókstaf þess flokks sem það hyggst kjósa. Þegar kjósandi er nálgast kjörstjóra framvísar hann skilríkjum og miðanum með listabókstafnum í gegnum bílrúðu. Fólki er óheimilt að opna rúðuna eða eiga önnur samskipti við fulltrúa sýslumanns á meðan það greiðir atkvæði. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á sérstaka bílakosningu hér á landi en úrræðið var sömuleiðis í boði í forsetakosningunum í fyrra. Verður fyrirkomulagið með svipuðu sniði að þessu sinni. Upplýsingar um opnunartíma á Skarfabakka verða brátt birtar á vef sýslumannsembættisins en ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá að kjósa með þessum hætti. Kjörstjóri má ekki fara inn í heimahús Þeir kjósendur sem hafa ekki aðgang að bifreið eða eru of veikir til að geta keyrt á kjörstað geta sem fyrr segir sótt um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi. Sigríður segir að mikil áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir að kjörstjóri verði útsettur fyrir smiti. Samkvæmt nýrri reglugerð dómsmálaráðherra skal gæta þess að minnst tveir metrar séu ávallt á milli kjósenda og kjörstjóra eða þeir aðskildir með gleri eða á annan hátt. Þá ber kjörstjóra að nota viðeigandi hlífðarbúnað og kjósanda að nota andlitsgrímu. Undir engum kringumstæðum fer fulltrúi sýslumanns inn í íbúð kjósandans. Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Unnið að undirbúningi sambærilegra kjörstaða hjá öðrum sýslumannsembættum en sömuleiðis verður hægt að sækja um að kjósa í heimahúsi. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að ætlast sé til að kjósendur mæti einir á staðinn og verði búnir að skrifa niður listabókstaf þess flokks sem það hyggst kjósa. Þegar kjósandi er nálgast kjörstjóra framvísar hann skilríkjum og miðanum með listabókstafnum í gegnum bílrúðu. Fólki er óheimilt að opna rúðuna eða eiga önnur samskipti við fulltrúa sýslumanns á meðan það greiðir atkvæði. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á sérstaka bílakosningu hér á landi en úrræðið var sömuleiðis í boði í forsetakosningunum í fyrra. Verður fyrirkomulagið með svipuðu sniði að þessu sinni. Upplýsingar um opnunartíma á Skarfabakka verða brátt birtar á vef sýslumannsembættisins en ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá að kjósa með þessum hætti. Kjörstjóri má ekki fara inn í heimahús Þeir kjósendur sem hafa ekki aðgang að bifreið eða eru of veikir til að geta keyrt á kjörstað geta sem fyrr segir sótt um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi. Sigríður segir að mikil áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir að kjörstjóri verði útsettur fyrir smiti. Samkvæmt nýrri reglugerð dómsmálaráðherra skal gæta þess að minnst tveir metrar séu ávallt á milli kjósenda og kjörstjóra eða þeir aðskildir með gleri eða á annan hátt. Þá ber kjörstjóra að nota viðeigandi hlífðarbúnað og kjósanda að nota andlitsgrímu. Undir engum kringumstæðum fer fulltrúi sýslumanns inn í íbúð kjósandans.
Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira