Bandaríkjaher játar mistök vegna drónaárásar í Kabúl Árni Sæberg skrifar 17. september 2021 23:17 Drónaárásin olli gríðarlegum skemmdum. Bernat Armangue/AP Photo Þann 29. ágúst síðastliðinn framkvæmdi Bandaríkjaher drónaárás í Kabúl sem grandaði tíu almennum borgurum, þar af sjö börnum úr sömu fjölskyldu. Hershöfðinginn Kenneth McKenzie sagði á upplýsingafundi í dag að hann telji nú að þau sem létust í árásinni hafi ekki tengst Ríki Íslams né verið hættuleg hermönnum á flugvellinum í Kabúl. AP fréttaveitan greinir frá: „Ég er nú sannfærður um að allt að tíu almennir borgarar, þar af allt að sjö börn, hafi látist á vofveiglegan hátt í árásinni,“ segir hershöfðinginn en Bandaríkjaher hefur haldið því fram til þessa að árásin hafi verið réttmæt. „Ég votta fjölskyldu og vinum þeirra sem létust innilegar samúðarkveðjur. Árásin var framkvæmd í góðri trú um að hún myndi afstýra yfirvofandi hættu gagnvart herliði okkar og flóttamönnum á flugvellinum. En það voru mistök og ég biðst innilega afsökunar,“ segir Kenneth Mckenzie. Hann segir jafnframt að Bandaríkin íhugi nú að greiða fjölskyldu fórnarlambanna bætur vegna árásarinnar. McKenzie segir að árásin hafi ekki verið gerð í flýti og að reynt hefði verið að takmarka skaða almennra borgara. Aðspurður hvort einhver yrði gerður ábyrgur fyrir mistökunum sagði hann rannsókn málsins vera í ferli. „Bandaríkin verða að framkvæma ítarlega, gagnsæja og hlutlausa rannsókn á atvikinu,“ segir Brian Castner, yfirmaður hjá Amnesty International. „Hver sem er grunaður um ólögmætt athæfi í tengslum við árasina skal saksóttur fyrir rétti. Þeim sem lifðu árásina og fjölskyldum fórnarlambanna skal haldið upplýstum um gang rannsóknarinnar og þeim greiddar fullar bætur,“ bætir hann við. Þremur dögum áður en drónaárásin var gerð hafði Íslamska ríkið gert mannskæða sprengjuárás á þvögu fólks við flugvöllinn í Kabúl og mikil óreiða ríkti í borginni eftir valdatöku Talíbana. Bandaríkin Hernaður Afganistan Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
AP fréttaveitan greinir frá: „Ég er nú sannfærður um að allt að tíu almennir borgarar, þar af allt að sjö börn, hafi látist á vofveiglegan hátt í árásinni,“ segir hershöfðinginn en Bandaríkjaher hefur haldið því fram til þessa að árásin hafi verið réttmæt. „Ég votta fjölskyldu og vinum þeirra sem létust innilegar samúðarkveðjur. Árásin var framkvæmd í góðri trú um að hún myndi afstýra yfirvofandi hættu gagnvart herliði okkar og flóttamönnum á flugvellinum. En það voru mistök og ég biðst innilega afsökunar,“ segir Kenneth Mckenzie. Hann segir jafnframt að Bandaríkin íhugi nú að greiða fjölskyldu fórnarlambanna bætur vegna árásarinnar. McKenzie segir að árásin hafi ekki verið gerð í flýti og að reynt hefði verið að takmarka skaða almennra borgara. Aðspurður hvort einhver yrði gerður ábyrgur fyrir mistökunum sagði hann rannsókn málsins vera í ferli. „Bandaríkin verða að framkvæma ítarlega, gagnsæja og hlutlausa rannsókn á atvikinu,“ segir Brian Castner, yfirmaður hjá Amnesty International. „Hver sem er grunaður um ólögmætt athæfi í tengslum við árasina skal saksóttur fyrir rétti. Þeim sem lifðu árásina og fjölskyldum fórnarlambanna skal haldið upplýstum um gang rannsóknarinnar og þeim greiddar fullar bætur,“ bætir hann við. Þremur dögum áður en drónaárásin var gerð hafði Íslamska ríkið gert mannskæða sprengjuárás á þvögu fólks við flugvöllinn í Kabúl og mikil óreiða ríkti í borginni eftir valdatöku Talíbana.
Bandaríkin Hernaður Afganistan Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira