Fótbolti

Southgate segir ekki nógu margar konur í starfsliði karlalandsliðs Englands

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gareth Southgate vill sjá fleiri konur vinna með enska karlalandsliðinu í knattsyrnu.
Gareth Southgate vill sjá fleiri konur vinna með enska karlalandsliðinu í knattsyrnu. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir ekki nógu margar konur í starfsliði sínu.

Southgate hélt ræðu á Royal Television Society's Cambridge ráðstefnunni þar sem að hann nefndi tvær konur í starfsliði sínu.

„Við erum með einhverjar konur sem vinna með liðinu, en það er ekki nóg af þeim,“ sagði Soutgate í ræðu sinni. 

„Við erum með 40 manna starfslið þannig að við erum langt frá því að vera þar sem við ættum að vera.“

Southgate segir að áhugi á kvennafótbolta hafi aukist mikið á Englandi á seinustu árum, en að það hafi ekki yfirfærst á starfsliðið hans.

„Ég hef séð miklar breytingar á viðhorfi til kvennafótbolta á seinustu árum. Núna hitti ég pabba sem segja mér með miklu stolti að dætur þeirra spili fótbolta. Fyrir fimm árum gerðist það aldrei.“

„Ég veit ekki hvort að stelpurnar voru ekki að spila eða hvort að pabbarnir voru ekki stoltir, en þarna hefur verið breyting.“

„Ég held að nú sé það mun viðurkenndara, ef það er rétta orðið, að stelpur spili fótbolta. Það eru fleiri lið og fleiri félög. Og nú eru pabbarnir spenntir fyrir því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×