Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2021 12:00 Mikil óvissa ríkir um réttindi kvenna í Afganistan eftir yfirtöku Talibana. Getty/Louise OLIGNY Stjórn Talibana í Afganistan tilkynnti í gær að miðskólar yrðu opnaðir á ný eftir mánaðarlangt hlé. Hvergi er minnst á stúlkur í yfirlýsingunni og er talið að stjórnarliðar vilji þar með banna stelpum að sækja miðskóla í landinu. Menntamálaráðuneyti Talibana hefur gefið út að nám muni hefjast aftur næsta laugardag fyrir drengi í sjöunda til tólfta bekk miðskóla. „Allir karlkyns kennarar og nemendur eiga að sækja sínar menntastofnanir,“ kemur fram í tilkynningunni en ekki er heldur minnst á framtíð kvenna í kennarastéttinni. Eru tilmælin sögð minna á aðferðir Talibana á tíunda áratugnum þegar komið var í veg fyrir að stelpur stunduðu nám án þess að banna þeim það með formlegum hætti. Búið að loka kvennamálaráðuneytinu Nýja tilskipunin gerir Afganistan að eina ríkinu í heiminum sem bannar stúlkum að sækja sér framhaldsmenntun og er sögð frekari staðfesting á því að ný stjórn Talibana hyggist þrengja að réttindum kvenna í landinu. Nýverið var greint frá því að byggingin sem hýsti kvennamálaráðuneyti síðustu ríkisstjórna sé nú á forræði ráðuneytis sem kennir sig við eflingu dygða og að aftra lastafullu líferni. Fulltrúar sama ráðuneytis sáu um að refsa konum á tíunda áratugnum með ofbeldisfullum hætti ef þær sáust opinberlega án þess að vera í fylgd karlmanns eða brjóta íhaldssamar reglur um klæðaburð. Fjölmargir Afganar hafa flúið landið með aðstoð erlendra herliða.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Óttast afturhvarf til fortíðar The Guardian hefur eftir Kate Clark, framkvæmdastjóra Afghanistan Analysts Network, að yfirlýst stefna Talibana á tíunda áratugnum hafi verið að opna kvennaskóla aftur þegar öryggisaðstæður leyfðu. Aldrei varð af því í stjórnartíð þeirra. Clark segir að einhverjar stelpur hafi stundað nám í heimahúsum eða í litlum skólum sem hafi verið starfræktir af góðgerðasamtökum en því hafi ávallt fylgt mikil áhætta að kenna stúlkum. „Sá ótti var alltaf fyrir hendi að skólunum yrði lokað eða kennarar handteknir og barðir. Og það gerðist,“ segir Clark sem starfaði í Afganistan þegar landið var síðast undir stjórn Talibana. Menntun kvenna jókst eftir að Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001 og sömuleiðis hlutur þeirra í áhrifastöðum. Talibanastjórnin hefur lofað bót, betrun og mildari stjórnarháttum að þessu sinni og meðal annars lýst því yfir að réttindi kvenna verði virt. Sameinuðu þjóðirnar óttast þrátt fyrir það um stöðu mannréttinda og réttindi kvenna í Afganistan eftir valdatöku þeirra í ágúst. Fjölmargir hafa reynt að flýja landið á síðustu vikum. Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. 14. september 2021 07:01 Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Menntamálaráðuneyti Talibana hefur gefið út að nám muni hefjast aftur næsta laugardag fyrir drengi í sjöunda til tólfta bekk miðskóla. „Allir karlkyns kennarar og nemendur eiga að sækja sínar menntastofnanir,“ kemur fram í tilkynningunni en ekki er heldur minnst á framtíð kvenna í kennarastéttinni. Eru tilmælin sögð minna á aðferðir Talibana á tíunda áratugnum þegar komið var í veg fyrir að stelpur stunduðu nám án þess að banna þeim það með formlegum hætti. Búið að loka kvennamálaráðuneytinu Nýja tilskipunin gerir Afganistan að eina ríkinu í heiminum sem bannar stúlkum að sækja sér framhaldsmenntun og er sögð frekari staðfesting á því að ný stjórn Talibana hyggist þrengja að réttindum kvenna í landinu. Nýverið var greint frá því að byggingin sem hýsti kvennamálaráðuneyti síðustu ríkisstjórna sé nú á forræði ráðuneytis sem kennir sig við eflingu dygða og að aftra lastafullu líferni. Fulltrúar sama ráðuneytis sáu um að refsa konum á tíunda áratugnum með ofbeldisfullum hætti ef þær sáust opinberlega án þess að vera í fylgd karlmanns eða brjóta íhaldssamar reglur um klæðaburð. Fjölmargir Afganar hafa flúið landið með aðstoð erlendra herliða.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Óttast afturhvarf til fortíðar The Guardian hefur eftir Kate Clark, framkvæmdastjóra Afghanistan Analysts Network, að yfirlýst stefna Talibana á tíunda áratugnum hafi verið að opna kvennaskóla aftur þegar öryggisaðstæður leyfðu. Aldrei varð af því í stjórnartíð þeirra. Clark segir að einhverjar stelpur hafi stundað nám í heimahúsum eða í litlum skólum sem hafi verið starfræktir af góðgerðasamtökum en því hafi ávallt fylgt mikil áhætta að kenna stúlkum. „Sá ótti var alltaf fyrir hendi að skólunum yrði lokað eða kennarar handteknir og barðir. Og það gerðist,“ segir Clark sem starfaði í Afganistan þegar landið var síðast undir stjórn Talibana. Menntun kvenna jókst eftir að Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001 og sömuleiðis hlutur þeirra í áhrifastöðum. Talibanastjórnin hefur lofað bót, betrun og mildari stjórnarháttum að þessu sinni og meðal annars lýst því yfir að réttindi kvenna verði virt. Sameinuðu þjóðirnar óttast þrátt fyrir það um stöðu mannréttinda og réttindi kvenna í Afganistan eftir valdatöku þeirra í ágúst. Fjölmargir hafa reynt að flýja landið á síðustu vikum.
Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. 14. september 2021 07:01 Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33
Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. 14. september 2021 07:01
Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52