Norskur ráðherra: Segir af sér vegna skattaklandurs Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 13:24 Kjell Ingolf Ropstad, sem hér sést hægra megin við Ernu Solberg forsætisráðherra, sagði af sér embætti sem barnamálaráðherra og formanns Kristilega þjóðarflokksins í dag. Hann hafði orðið uppvís af skattamisferli. Mynd Kjell Ingolf Ropstad, barna-. fjölskyldu og kirkjumálaráðherra og formaður Kristilega þjóðarflokksins (KrF) í Noregi, sagði af sér á blaðamannafundi í morgun eftir að fjölmiðlar höfðu flett ofan af skattamisferli hans. Ropstad fékk, sem þingmaður, niðurgreiðslu á húsnæði í Osló og taldi fram leigugreiðslur til foreldra sinna þar sem hann gisti á æskuheimili sínu. Síðar kom í ljós að hann hafði sannarlega ekki greitt foreldrum sínum krónu, og þannig komist undan því að greiða 175.000 norskar krónur í skatt, sem nemur hátt í þremur milljónum íslenskra króna. Flokkur hans fékk harða útreið í nýafstöðnum kosningum og ljóst að samsteypustjórn Ernu Solberg er fallin og vinstri stjórn er í kortunum. Eftir að misferli Ropstads lá fyrir steig hann fram í gær og baðst afsökunar, en ætlaði að sitja sem fastast, bæði á ráðherrastól og sem formaður. ´ Í morgun var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og Ropstad tilkynnti um afsögn. „Það er rétt rúmur sólarhringur síðan ég stóð hér síðast. Í gær fannst mér mikilvægast að biðjast afsökunar. Síðasta sólarhring hef ég fengið tóm til að andarólega, stíga eitt skref til baka og íhuga stöðuna fyrir flokkinn, mína nánustu og sjálfan mig,“ sagði hann og bætti við að hann hafði fundið stuðning flokksfélaga sinna, en rétt væri að annar tæki nú við keflinu. Hann hafi einnig tilkynnt forsætisráðherra afsögn úr ráðherrastóli, í gærkvöldi. „Hún sýndi því skilning. Ég vil þakka Ernu Solberg fyrir traustið sem hún hefur sýnt mér. Það var heiður að fá að sitja í ríkisstjórn og ég er stoltur af framlagi KrF. Noregur Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Ropstad fékk, sem þingmaður, niðurgreiðslu á húsnæði í Osló og taldi fram leigugreiðslur til foreldra sinna þar sem hann gisti á æskuheimili sínu. Síðar kom í ljós að hann hafði sannarlega ekki greitt foreldrum sínum krónu, og þannig komist undan því að greiða 175.000 norskar krónur í skatt, sem nemur hátt í þremur milljónum íslenskra króna. Flokkur hans fékk harða útreið í nýafstöðnum kosningum og ljóst að samsteypustjórn Ernu Solberg er fallin og vinstri stjórn er í kortunum. Eftir að misferli Ropstads lá fyrir steig hann fram í gær og baðst afsökunar, en ætlaði að sitja sem fastast, bæði á ráðherrastól og sem formaður. ´ Í morgun var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og Ropstad tilkynnti um afsögn. „Það er rétt rúmur sólarhringur síðan ég stóð hér síðast. Í gær fannst mér mikilvægast að biðjast afsökunar. Síðasta sólarhring hef ég fengið tóm til að andarólega, stíga eitt skref til baka og íhuga stöðuna fyrir flokkinn, mína nánustu og sjálfan mig,“ sagði hann og bætti við að hann hafði fundið stuðning flokksfélaga sinna, en rétt væri að annar tæki nú við keflinu. Hann hafi einnig tilkynnt forsætisráðherra afsögn úr ráðherrastóli, í gærkvöldi. „Hún sýndi því skilning. Ég vil þakka Ernu Solberg fyrir traustið sem hún hefur sýnt mér. Það var heiður að fá að sitja í ríkisstjórn og ég er stoltur af framlagi KrF.
Noregur Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira