Guðni um ásakanir Miðflokksins: „Ljótasti leikur sem ég hef séð“ Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 17:40 Tómas Ellert Tómasson sakaði Guðna Ágústsson og fleiri Framsóknarmenn um að dreifa óhróðri um Miðflokkinn. Guðni vísar ásökununum til föðurhúsana. Hann tali af virðingu um alla sem eru í pólitík og aldrei sagt ljótt orð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Tómas Ellert Tómasson, kosningastjóri Miðflokksins ber Guðna Ágústsson og ráðherra í Framsóknarflokknum þungum sökum í grein sem hann ritar á vef Vísis í dag. Guðni sver af sér ásakanirnar og segist ekki eiga svona nokkuð skilið. Í pistli sínum, „Skammastu þín Guðni Ágústsson!“, segir Tómas, sem er einnig bæjarfulltrúi í Árborg og frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hafi „brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins“. Guðni, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stundi „vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð“ gegn Miðflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. „Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt!“ Guðfaðir Sigmundar í pólitík Guðni Ágústsson var ómyrkur í máli þegar Vísir náði af honum tali, og sagðist brugðið, en kannaðist þó við þessar ásakanir. Hann hafi fengið samskonar upphringingu úr röðum Miðflokksins. „Að ég væri skítadreifari að hringja í Miðflokksmenn og rægjandi Sigmund Davíð, en ég er guðfaðir hans í pólitík. Studdi hann heilt og hef aldrei látið mér detta í hug, hvorki á mínum ferli, né í stuðningi við flokkinn að ráðast á menn persónulega.“ Hið sama segir hann gilda um Lilju og Ásmund. Þessar ásakanir séu byggðar á lygum. „Þetta er ljótasti leikur sem ég hef séð í garð stjórnmálamanns sem er hættur á þingi og hefur lokið sínum ferli,“ segir Guðni og bætir við að hann hafi aldrei sagt ljótt orð um Sigmund Davíð og tali af virðingu um alla sem eru í pólitík. „Ég á vini í öllum stjórnmálaflokkum og margir af mínum gömlu góðu flokksmönnum gengu til liðs við Miðflokkinn. Margir eru þar enn og ég ber virðingu fyrir þeim.“ „Þetta á ég ekki skilið, Tómas Ellert.“ Framsókn hafi einsett sér í kosningabaráttunni að tala ekki illa um fólk heldur ganga fram með slagorðinu „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Í pistli sínum, „Skammastu þín Guðni Ágústsson!“, segir Tómas, sem er einnig bæjarfulltrúi í Árborg og frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hafi „brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins“. Guðni, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stundi „vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð“ gegn Miðflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. „Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt!“ Guðfaðir Sigmundar í pólitík Guðni Ágústsson var ómyrkur í máli þegar Vísir náði af honum tali, og sagðist brugðið, en kannaðist þó við þessar ásakanir. Hann hafi fengið samskonar upphringingu úr röðum Miðflokksins. „Að ég væri skítadreifari að hringja í Miðflokksmenn og rægjandi Sigmund Davíð, en ég er guðfaðir hans í pólitík. Studdi hann heilt og hef aldrei látið mér detta í hug, hvorki á mínum ferli, né í stuðningi við flokkinn að ráðast á menn persónulega.“ Hið sama segir hann gilda um Lilju og Ásmund. Þessar ásakanir séu byggðar á lygum. „Þetta er ljótasti leikur sem ég hef séð í garð stjórnmálamanns sem er hættur á þingi og hefur lokið sínum ferli,“ segir Guðni og bætir við að hann hafi aldrei sagt ljótt orð um Sigmund Davíð og tali af virðingu um alla sem eru í pólitík. „Ég á vini í öllum stjórnmálaflokkum og margir af mínum gömlu góðu flokksmönnum gengu til liðs við Miðflokkinn. Margir eru þar enn og ég ber virðingu fyrir þeim.“ „Þetta á ég ekki skilið, Tómas Ellert.“ Framsókn hafi einsett sér í kosningabaráttunni að tala ekki illa um fólk heldur ganga fram með slagorðinu „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“.
Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira