Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Eiður Þór Árnason skrifar 19. september 2021 10:01 Hylkið lenti í Atlantshafinu með fjórum fallhlífum eftir þriggja daga ferð á braut um jörðu. Ap Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. Hópurinn er sá fyrsti í sögunni til að fara hringinn í kringum jörðina án þess að vera í fylgd þjálfaðra geimfara. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og eru fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári á vegum fyrirtækja sem keppast nú við að gera geimferðalög aðgengileg almenningi. Netflix er að gera heimildaþætti um sendiförina. Hayley Arceneaux, Jared Isaacman, Sian Proctor og Chris Sembroski voru glaðleg rétt eftir að þau komu út úr geimfarinu.Inspiration4/John Kraus Fóru ofar en nokkuð annað geimfar SpaceX Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði af krabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Crew Dragon geimfari SpaceX var skotið í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu með Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins á miðvikudag og heppnaðist geimskotið fullkomlega. Hefur SpaceX aldrei skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu. Til samanburðar er Alþjóðlega geimstöðin á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn í um 540 kílómetra hæð. Horfa má á útsendingu SpaceX frá lendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrst fer að bera almennilega á geimfarinu upp úr miðju myndbandi. Fjórmenningarnir sneru aftur inn í gufuhvolfið snemma í gær og voru þau fyrstu til að enda geimferð sína í Atlantshafinu eftir að Apollo 9 lenti þar árið 1969. Tvö fyrri mönnuð geimför SpaceX sem fluttu geimfara frá NASA lentu í Mexíkóflóa. Nokkrum mínútum eftir að geimfarið lenti á sjó komu fulltrúar SpaceX að hylkinu á skipum og hífðu hylkið upp úr sjónum. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Arceneaux var sú fyrsta sem sást stíga út úr geimfarinu, skartandi breiðu brosi. Að sögn AP-fréttaveitunnar virtust allir farþegarnir vera hæstánægðir og við góða heilsu. Hægt var að fylgjast með lendingu hópsins í beinni útsendingu. SpaceX Safnaði yfir 200 milljónum dala Með ferðinni vildi Isaacman reyna að safna 200 milljónum bandaríkjadala til styrktar St. Jude barnaspítalanum. Isaacman gefur sjálfur hundrað milljónir og hélt happdrætti þar sem viðskiptavinir greiðslumiðlunarfyrirtækis hans Shift4 Payments áttu möguleika á að vinna sæti um borð í geimfarinu. Sigurveigarinn var áðurnefndur Sembroski. Elon Musk, stofnandi SpaceX, tilkynnti nýverið að hann ætlaði að gefa fimmtíu milljónir dala í söfnunina og færa hana þar með upp fyrir söfnunarmarkmiðið. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári, líkt og fyrr segir. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Hópurinn er sá fyrsti í sögunni til að fara hringinn í kringum jörðina án þess að vera í fylgd þjálfaðra geimfara. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og eru fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári á vegum fyrirtækja sem keppast nú við að gera geimferðalög aðgengileg almenningi. Netflix er að gera heimildaþætti um sendiförina. Hayley Arceneaux, Jared Isaacman, Sian Proctor og Chris Sembroski voru glaðleg rétt eftir að þau komu út úr geimfarinu.Inspiration4/John Kraus Fóru ofar en nokkuð annað geimfar SpaceX Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði af krabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Crew Dragon geimfari SpaceX var skotið í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu með Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins á miðvikudag og heppnaðist geimskotið fullkomlega. Hefur SpaceX aldrei skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu. Til samanburðar er Alþjóðlega geimstöðin á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn í um 540 kílómetra hæð. Horfa má á útsendingu SpaceX frá lendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrst fer að bera almennilega á geimfarinu upp úr miðju myndbandi. Fjórmenningarnir sneru aftur inn í gufuhvolfið snemma í gær og voru þau fyrstu til að enda geimferð sína í Atlantshafinu eftir að Apollo 9 lenti þar árið 1969. Tvö fyrri mönnuð geimför SpaceX sem fluttu geimfara frá NASA lentu í Mexíkóflóa. Nokkrum mínútum eftir að geimfarið lenti á sjó komu fulltrúar SpaceX að hylkinu á skipum og hífðu hylkið upp úr sjónum. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Arceneaux var sú fyrsta sem sást stíga út úr geimfarinu, skartandi breiðu brosi. Að sögn AP-fréttaveitunnar virtust allir farþegarnir vera hæstánægðir og við góða heilsu. Hægt var að fylgjast með lendingu hópsins í beinni útsendingu. SpaceX Safnaði yfir 200 milljónum dala Með ferðinni vildi Isaacman reyna að safna 200 milljónum bandaríkjadala til styrktar St. Jude barnaspítalanum. Isaacman gefur sjálfur hundrað milljónir og hélt happdrætti þar sem viðskiptavinir greiðslumiðlunarfyrirtækis hans Shift4 Payments áttu möguleika á að vinna sæti um borð í geimfarinu. Sigurveigarinn var áðurnefndur Sembroski. Elon Musk, stofnandi SpaceX, tilkynnti nýverið að hann ætlaði að gefa fimmtíu milljónir dala í söfnunina og færa hana þar með upp fyrir söfnunarmarkmiðið. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári, líkt og fyrr segir. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað.
SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54
Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45