Biðlistar vinna gegn farsæld barna Þorsteinn Hjartarson skrifar 20. september 2021 10:01 Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því að efla þverfaglegar áherslur og snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Til að ná árangri á því sviði er lögð áhersla á að sem flestir, sem koma að málefnum barnanna, vinni þétt saman. Unnið er að því að móta og innleiða verklag sem styður við þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga þvert á svið og stofnanir í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Mikilvægur hluti af þeirri vinnu er samstarf við ríkisstofnanir eins og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, BUGL og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins en það samstarf hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að geta unnið heildstætt og koma í veg fyrir að þjónustan verði brotakennd og óskilvirk. Samstarfsfundir ríkis og sveitarfélaga, m.a. með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hafa verið margir á undanförnum mánuðum vegna innleiðingar nýrra laga sem eiga að stuðla að meiri farsæld barna. Almenn ánægja hefur komið fram með þær áherslur sem þarf er að finna en meira þarf að koma til. Fjármögnun þarf að vera til staðar og næg úrræði Það er ljóst að til að ná vel fram markmiðum laganna um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þarf að koma til stóraukið fjármagn til sveitarfélaganna. Ráða þarf m.a. málstjóra til starfa, tryggja öflugt faglegt starf og góðu mönnun í skólum landsins sem og hjá félagsþjónustu, skólaþjónustu og frístundaþjónustu. Stór hluti af því að hægt sé að vinna í nærsamfélaginu í anda snemmtæks stuðnings við börn og unglinga er mikilvægt að þau úrræði og þjónusta sem ríkið ber ábyrgð á séu til staðar án langra biðlista. Því miður er það ekki staðan í dag, m.a. á BUGL, og þá hafa úrræði á vegum Barnaverndarstofu oft verið af skornum skammti. Ef ekki er brugðist fljótt við þegar vandi barna er alvarlegur er hætt við að mikill tími fari í þau verkefni hjá starfsfólki skóla, skólaþjónustu og félagsþjónustu sem kemur oft niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í nýlegum skrifum Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, er birtust á vísi.is, er fjallað um að forsenda fyrir því að hægt sé að vinna vel með börn er glíma við alvarlegan og fjölþættan vanda sé öflug heilbrigðisþjónusta og að úrræði séu alltaf í boði. Þrátt fyrir að stjórnendur í skóla- og velferðarmálum hafi lengi kallað eftir slíku hefur lítið gerst. Af þessu má sjá að ekki er nóg að efla þverfagleg nálgun í nærumhverfi barnanna heldur þarf ríkið að vinna í sama anda. Það kallar á öfluga starfsþróun, m.a. um þverfaglega teymisvinnu starfsfólks ríkis og sveitarfélaga, og stóraukið fjármagn í úrræði og heilbrigðisstofnanir er sinna börnum. Sem dæmi þá eru biðlistar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn margir mánuðir og biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir of langir en þar á regluverkið hjá Sjúkratryggingum Íslands hlut að máli. Það er fullt tilefni til að hvetja yfirvöld félags- og heilbrigðismála hér á landi að blása til sóknar svo þetta ófremdarástand geri okkur öllum ekki erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Börn og uppeldi Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því að efla þverfaglegar áherslur og snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Til að ná árangri á því sviði er lögð áhersla á að sem flestir, sem koma að málefnum barnanna, vinni þétt saman. Unnið er að því að móta og innleiða verklag sem styður við þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga þvert á svið og stofnanir í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Mikilvægur hluti af þeirri vinnu er samstarf við ríkisstofnanir eins og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, BUGL og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins en það samstarf hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að geta unnið heildstætt og koma í veg fyrir að þjónustan verði brotakennd og óskilvirk. Samstarfsfundir ríkis og sveitarfélaga, m.a. með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hafa verið margir á undanförnum mánuðum vegna innleiðingar nýrra laga sem eiga að stuðla að meiri farsæld barna. Almenn ánægja hefur komið fram með þær áherslur sem þarf er að finna en meira þarf að koma til. Fjármögnun þarf að vera til staðar og næg úrræði Það er ljóst að til að ná vel fram markmiðum laganna um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þarf að koma til stóraukið fjármagn til sveitarfélaganna. Ráða þarf m.a. málstjóra til starfa, tryggja öflugt faglegt starf og góðu mönnun í skólum landsins sem og hjá félagsþjónustu, skólaþjónustu og frístundaþjónustu. Stór hluti af því að hægt sé að vinna í nærsamfélaginu í anda snemmtæks stuðnings við börn og unglinga er mikilvægt að þau úrræði og þjónusta sem ríkið ber ábyrgð á séu til staðar án langra biðlista. Því miður er það ekki staðan í dag, m.a. á BUGL, og þá hafa úrræði á vegum Barnaverndarstofu oft verið af skornum skammti. Ef ekki er brugðist fljótt við þegar vandi barna er alvarlegur er hætt við að mikill tími fari í þau verkefni hjá starfsfólki skóla, skólaþjónustu og félagsþjónustu sem kemur oft niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í nýlegum skrifum Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, er birtust á vísi.is, er fjallað um að forsenda fyrir því að hægt sé að vinna vel með börn er glíma við alvarlegan og fjölþættan vanda sé öflug heilbrigðisþjónusta og að úrræði séu alltaf í boði. Þrátt fyrir að stjórnendur í skóla- og velferðarmálum hafi lengi kallað eftir slíku hefur lítið gerst. Af þessu má sjá að ekki er nóg að efla þverfagleg nálgun í nærumhverfi barnanna heldur þarf ríkið að vinna í sama anda. Það kallar á öfluga starfsþróun, m.a. um þverfaglega teymisvinnu starfsfólks ríkis og sveitarfélaga, og stóraukið fjármagn í úrræði og heilbrigðisstofnanir er sinna börnum. Sem dæmi þá eru biðlistar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn margir mánuðir og biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir of langir en þar á regluverkið hjá Sjúkratryggingum Íslands hlut að máli. Það er fullt tilefni til að hvetja yfirvöld félags- og heilbrigðismála hér á landi að blása til sóknar svo þetta ófremdarástand geri okkur öllum ekki erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun