Melsungen hefur aðeins fengið eitt stig í fyrstu þremur umferðunum í þýsku úrvalsdeildinni. Melsungen gerði jafntefli við Lemgo og tapaði fyrir Kiel og Füchse Berlin.
Guðmundur tók við Melsungen í febrúar 2020. Liðið var í 7. sæti deildarinnar þegar tímabilinu var slaufað vegna kórónuveirufaraldursins. Á síðasta tímabili endaði Melsungen í 8. sæti deildarinnar en komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Lemgo.
Arjan Haenen, aðstoðarþjálfari Melsungen, stýrir liðinu þar til nýr þjálfari finnst. Robert Hedin, þjálfari Nøtterøy í Noregi og bandaríska landsliðsins, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Melsungen.
Þrír Íslendingar leika með Melsungen; Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og Alexander Petersson.
Næsti leikur Melsungen er gegn TuS N-Lübbecke á sunnudaginn.