Vilhjálmur segir að Birnir hafi búið til snertinguna og gerst sekur um óíþróttamannslega framkomu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2021 10:02 Vilhjálmur Alvar Þórarinsson ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn í Kórnum. stöð 2 sport Vilhjálmur Alvar Þórarinsson segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Birni Snæ Ingasyni sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap í leik HK og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í gær. Á 71. mínútu fékk Birnir gult spjald fyrir brot á Emil Atlasyni. Fjórum mínútum síðar féll hann í vítateig Stjörnunnar og Vilhjálmur Alvar spjaldaði hann fyrir leikaraskap. Hann ræddi dóminn í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Við vorum að dæma hörku leik milli tveggja góðra fótboltaliða. Okkar markmið var að leyfa leiknum að fljóta eins og við gátum og ég tel okkur hafa náð því í dag og lögðum okkar að mörkum að gera þetta að skemmtilegum leik,“ sagði Vilhjálmur. Hann segist hafa gefið Birni fyrra gula spjaldið fyrir að stöðva skyndisókn Stjörnunnar. „Þarna brýtur Birni af sér, á Emil. Þetta er ekki gróft brot en ástæðan fyrir því að hann fær spjald er að hann er að stöðva vænlegt upphlaup hjá Stjörnumönnum. Emil er með mikið pláss til að sækja á. Ég er sáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Vilhjálm Alvar Hann sagði að Birnir hefði gerst sekur um óíþróttamannslega framkomu þegar hann lét sig detta í vítateignum fjórum mínútum síðan. „Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur. Ég stóð beint fyrir aftan það sem gerðist. Það er vissulega snerting milli leikmanns HK og leikmanns Stjörnunnar en í þessu atviki er það HK-maðurinn sem býr til snertingu og fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna dæmi ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald,“ sagði Vilhjálmur. Fjórum mínútum eftir að hann rak Birni af velli skoraði Valgeir Valgeirsson eina mark leiksins. Stjörnumenn vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins þegar Óli Valur Ómarsson féll í baráttu við Stefan Alexander Ljubicic. „HK-ingurinn er að hlaupa meðfram Stjörnumanninum og setur pressu á hann. Hann kemur vissulega aðeins við hann með vinstri höndinni en hann fellir hann ekki eða neitt,“ sagði Vilhjálmur en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Með sigrinum komust HK-ingar upp úr fallsæti. HK mætir Breiðabliki í lokaumferðinni á laugardaginn og verður þar án Birnis og Ívars Arnar Jónssonar sem taka út leikbann. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla HK Stjarnan Tengdar fréttir Óánægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjóboltaséns í helvíti að þetta sé gult fyrir leikaraskap Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap. 20. september 2021 23:01 Langt síðan púlsinn hefur verið svona hátt uppi HK vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur á Stjörnunni og lyfti sér úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var afar létt eftir leik. 20. september 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 1-0 | Valgeir hetja HK í lífsnauðsynlegum sigri sem felldi Fylki HK vann lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni í Kórnum í kvöld. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. 20. september 2021 22:25 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Á 71. mínútu fékk Birnir gult spjald fyrir brot á Emil Atlasyni. Fjórum mínútum síðar féll hann í vítateig Stjörnunnar og Vilhjálmur Alvar spjaldaði hann fyrir leikaraskap. Hann ræddi dóminn í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Við vorum að dæma hörku leik milli tveggja góðra fótboltaliða. Okkar markmið var að leyfa leiknum að fljóta eins og við gátum og ég tel okkur hafa náð því í dag og lögðum okkar að mörkum að gera þetta að skemmtilegum leik,“ sagði Vilhjálmur. Hann segist hafa gefið Birni fyrra gula spjaldið fyrir að stöðva skyndisókn Stjörnunnar. „Þarna brýtur Birni af sér, á Emil. Þetta er ekki gróft brot en ástæðan fyrir því að hann fær spjald er að hann er að stöðva vænlegt upphlaup hjá Stjörnumönnum. Emil er með mikið pláss til að sækja á. Ég er sáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Vilhjálm Alvar Hann sagði að Birnir hefði gerst sekur um óíþróttamannslega framkomu þegar hann lét sig detta í vítateignum fjórum mínútum síðan. „Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur. Ég stóð beint fyrir aftan það sem gerðist. Það er vissulega snerting milli leikmanns HK og leikmanns Stjörnunnar en í þessu atviki er það HK-maðurinn sem býr til snertingu og fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna dæmi ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald,“ sagði Vilhjálmur. Fjórum mínútum eftir að hann rak Birni af velli skoraði Valgeir Valgeirsson eina mark leiksins. Stjörnumenn vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins þegar Óli Valur Ómarsson féll í baráttu við Stefan Alexander Ljubicic. „HK-ingurinn er að hlaupa meðfram Stjörnumanninum og setur pressu á hann. Hann kemur vissulega aðeins við hann með vinstri höndinni en hann fellir hann ekki eða neitt,“ sagði Vilhjálmur en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Með sigrinum komust HK-ingar upp úr fallsæti. HK mætir Breiðabliki í lokaumferðinni á laugardaginn og verður þar án Birnis og Ívars Arnar Jónssonar sem taka út leikbann. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla HK Stjarnan Tengdar fréttir Óánægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjóboltaséns í helvíti að þetta sé gult fyrir leikaraskap Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap. 20. september 2021 23:01 Langt síðan púlsinn hefur verið svona hátt uppi HK vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur á Stjörnunni og lyfti sér úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var afar létt eftir leik. 20. september 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 1-0 | Valgeir hetja HK í lífsnauðsynlegum sigri sem felldi Fylki HK vann lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni í Kórnum í kvöld. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. 20. september 2021 22:25 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Óánægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjóboltaséns í helvíti að þetta sé gult fyrir leikaraskap Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap. 20. september 2021 23:01
Langt síðan púlsinn hefur verið svona hátt uppi HK vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur á Stjörnunni og lyfti sér úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var afar létt eftir leik. 20. september 2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 1-0 | Valgeir hetja HK í lífsnauðsynlegum sigri sem felldi Fylki HK vann lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni í Kórnum í kvöld. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. 20. september 2021 22:25