Baráttan um almannavaldið Gunnar Smári Egilsson skrifar 21. september 2021 13:16 Það sem auðvaldið óttast fyrir þessar kosningar er að því verði ýtt frá völdum og það missi þar með aðgengi að reginafli ríkissjóðs og Seðlabanka. Eftir áratugi af ríkisfjármálastefnu nýfrjálshyggjunnar, þar sem þetta afl var tjóðrað í reglur um skuldahámark og bann við hallarekstri, hafa þjóðir heims áttað sig á hvers kyns mistök þetta voru. Hrunið 2008 afhjúpaði þessa dellukenningu og hún féll endanlega í kórónafaraldrinum. Það að halda aftur af almannavaldi ríkisins og svelta opinbera þjónustu veldur miklum skaða, heftir uppbyggingu samfélaga, dregur úr hagvexti, eykur ójöfnuð og magnar upp vantraust og óeiningu. Þau einu sem nutu ávinnings af þessari stefnu voru hin ríku. Þegar búið var að tjóðra almannavaldið og hefta opinbera þjónustu voru völd, eignir og auðlindir almennings og verkefni ríkisvalds og sveitarfélaga flutt til auðvaldsins, því haldið fram að hið opinbera réði ekki við þetta, að einkafyrirtæki væru betur til þess fallin og yrðu að hlaupa undir bagga. Þessi dellukenning er nú fallin. Við sjáum það alls staðar í kringum okkur. Ríkisstjórn Joe Biden boðar mikla innviðauppbyggingu, átak í húsbyggingum fyrir fólk sem liðið hefur fyrir húsnæðiseklu hins svokallaða frjálsa markaðar og er meira að segja með plön um að innleiða almennt leikskólakerfi í Bandaríkjunum. Svipaðar ráðagerðir eru á borðum annarra ríkja. Við lifum sambærilega tímamót og urðu við hrun nýfrjálshyggjunnar 1929 og þeirrar stefnubreytingar sem fylgdi í kjölfarið. Eins og þá munu næstu áratugir í okkar heimshluta einkennast af samfélagslegri uppbyggingu sem knúin verður áfram af almannavaldinu. Síðast þegar þetta gerðist spratt upp heilbrigðiskerfi fyrir alla, menntun fyrir alla, almannatryggingar, félagslegt húsnæðiskerfi og sá grunnur sem velferðarríki eftirstríðsáranna byggðu á. Nú stendur okkur til boða að endurreisa þann grunn og byggja ofan á hann stórkostlegt samfélag sem tekur mið af þörfum og væntingum almennings, að skrifa nýjan samfélagssáttmála sem tekur við af græðgissáttmála hinna fáu, sáttmála nýfrjálshyggjunnar sem leiðir til niðurbrots samfélagsins og þess að auðvaldið tekur yfir völd, eignir og auðlindir almennings. Auðvaldinu er vel kunnugt um þessi vatnaskil. Í efnahagsaðgerðum vegna kórónafaraldursins hækkuðu skuldir ríkissjóðs úr um 30% upp í nálægt 50%. Helmingurinn rann í atvinnuleysisbætur og annan stuðning við almenning, en helmingurinn rann til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Og þeir vilja meira. Það sést á kröfugerð Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og annarra hagsmunasamtaka hinna fáu sem flestir stjórnmálaflokkar hafa gert að sínum. Þar er þess krafist að skattar á auðvaldið verði lækkaðir og það verði styrkt til allra hluta; til að ráða fólk og halda á launum, til að fjárfesta í nýsköpun eða orkuskiptum, til að innleiða stafrænar lausnir og síðan áfram endalaust. Auðvaldið vill að almenningur greiði fyrir uppbyggingu fyrirtækja og rekstur en ætlar sjálft að hirða ávinninginn. Markmið auðvaldsins er að það afl sem leyst verður úr læðingi þegar höftin á ríkisrekstrinum verða losuð enn frekar þjóni sér; muni enn styrkja stöðu auðvaldsins í samfélaginu á kostnað almennings. Við sáum þetta gerast undir ríkisstjórn Trump. Þetta er í gangi í Brasilíu undir ríkisstjórn Bolsonaro, í Rússlandi undir ríkisstjórn Pútíns og í öðrum ríkjum þar sem óligarkismi og þjófræði hefur tekið við af lýðræðis fjöldans. Í stað þess að nýta lækkun vaxta og þar með aukna fjárfestingargetu ríkissjóðs til að fjárfesta í betra samfélagi nýta valdaklíkur þessara landa svigrúmið til að auðgast enn frekar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um þetta. Þær eru um hvort Halldór Benjamín Þorbergsson, Bjarni Benediktsson og slíkir menn eigi að stjórna því til hvers þetta aukna svigrúm í ríkisfjármálum fer. Eða hvort við kjósum að byggja hér upp samfélag í sameiningu, samfélag sem er gott okkur öllum og samfélag sem við viljum skila til barna okkar og komandi kynslóða. Þið getið skilað bláu og valið leið nýfrjálshyggjuflokkanna áfram, leið sem endar í alræði auðvaldsins. Eða þið getið skilað rauðu og valið Íslandi aðra framtíð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það sem auðvaldið óttast fyrir þessar kosningar er að því verði ýtt frá völdum og það missi þar með aðgengi að reginafli ríkissjóðs og Seðlabanka. Eftir áratugi af ríkisfjármálastefnu nýfrjálshyggjunnar, þar sem þetta afl var tjóðrað í reglur um skuldahámark og bann við hallarekstri, hafa þjóðir heims áttað sig á hvers kyns mistök þetta voru. Hrunið 2008 afhjúpaði þessa dellukenningu og hún féll endanlega í kórónafaraldrinum. Það að halda aftur af almannavaldi ríkisins og svelta opinbera þjónustu veldur miklum skaða, heftir uppbyggingu samfélaga, dregur úr hagvexti, eykur ójöfnuð og magnar upp vantraust og óeiningu. Þau einu sem nutu ávinnings af þessari stefnu voru hin ríku. Þegar búið var að tjóðra almannavaldið og hefta opinbera þjónustu voru völd, eignir og auðlindir almennings og verkefni ríkisvalds og sveitarfélaga flutt til auðvaldsins, því haldið fram að hið opinbera réði ekki við þetta, að einkafyrirtæki væru betur til þess fallin og yrðu að hlaupa undir bagga. Þessi dellukenning er nú fallin. Við sjáum það alls staðar í kringum okkur. Ríkisstjórn Joe Biden boðar mikla innviðauppbyggingu, átak í húsbyggingum fyrir fólk sem liðið hefur fyrir húsnæðiseklu hins svokallaða frjálsa markaðar og er meira að segja með plön um að innleiða almennt leikskólakerfi í Bandaríkjunum. Svipaðar ráðagerðir eru á borðum annarra ríkja. Við lifum sambærilega tímamót og urðu við hrun nýfrjálshyggjunnar 1929 og þeirrar stefnubreytingar sem fylgdi í kjölfarið. Eins og þá munu næstu áratugir í okkar heimshluta einkennast af samfélagslegri uppbyggingu sem knúin verður áfram af almannavaldinu. Síðast þegar þetta gerðist spratt upp heilbrigðiskerfi fyrir alla, menntun fyrir alla, almannatryggingar, félagslegt húsnæðiskerfi og sá grunnur sem velferðarríki eftirstríðsáranna byggðu á. Nú stendur okkur til boða að endurreisa þann grunn og byggja ofan á hann stórkostlegt samfélag sem tekur mið af þörfum og væntingum almennings, að skrifa nýjan samfélagssáttmála sem tekur við af græðgissáttmála hinna fáu, sáttmála nýfrjálshyggjunnar sem leiðir til niðurbrots samfélagsins og þess að auðvaldið tekur yfir völd, eignir og auðlindir almennings. Auðvaldinu er vel kunnugt um þessi vatnaskil. Í efnahagsaðgerðum vegna kórónafaraldursins hækkuðu skuldir ríkissjóðs úr um 30% upp í nálægt 50%. Helmingurinn rann í atvinnuleysisbætur og annan stuðning við almenning, en helmingurinn rann til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Og þeir vilja meira. Það sést á kröfugerð Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og annarra hagsmunasamtaka hinna fáu sem flestir stjórnmálaflokkar hafa gert að sínum. Þar er þess krafist að skattar á auðvaldið verði lækkaðir og það verði styrkt til allra hluta; til að ráða fólk og halda á launum, til að fjárfesta í nýsköpun eða orkuskiptum, til að innleiða stafrænar lausnir og síðan áfram endalaust. Auðvaldið vill að almenningur greiði fyrir uppbyggingu fyrirtækja og rekstur en ætlar sjálft að hirða ávinninginn. Markmið auðvaldsins er að það afl sem leyst verður úr læðingi þegar höftin á ríkisrekstrinum verða losuð enn frekar þjóni sér; muni enn styrkja stöðu auðvaldsins í samfélaginu á kostnað almennings. Við sáum þetta gerast undir ríkisstjórn Trump. Þetta er í gangi í Brasilíu undir ríkisstjórn Bolsonaro, í Rússlandi undir ríkisstjórn Pútíns og í öðrum ríkjum þar sem óligarkismi og þjófræði hefur tekið við af lýðræðis fjöldans. Í stað þess að nýta lækkun vaxta og þar með aukna fjárfestingargetu ríkissjóðs til að fjárfesta í betra samfélagi nýta valdaklíkur þessara landa svigrúmið til að auðgast enn frekar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um þetta. Þær eru um hvort Halldór Benjamín Þorbergsson, Bjarni Benediktsson og slíkir menn eigi að stjórna því til hvers þetta aukna svigrúm í ríkisfjármálum fer. Eða hvort við kjósum að byggja hér upp samfélag í sameiningu, samfélag sem er gott okkur öllum og samfélag sem við viljum skila til barna okkar og komandi kynslóða. Þið getið skilað bláu og valið leið nýfrjálshyggjuflokkanna áfram, leið sem endar í alræði auðvaldsins. Eða þið getið skilað rauðu og valið Íslandi aðra framtíð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun