Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 14:52 Joe Biden Bandaríkjaforseti í pontu á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. AP/Eduardo Munoz Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali. Lýsti Biden þessum áratug sem úrslitaáratug fyrir heiminn í ávarpi sínu við upphaf allsherjarþingsins sem fer fram í New York. Rauð viðvörunarljós logi vegna loftslagsvárinnar og heimsbyggðin takist enn á við missi og harm í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Hvatti forsetinn ríki heims til þess að koma með aukinn metnað inn í loftslagsráðstefnu SÞ í Glasgow í nóvember sem hann ætlar sjálfur að vera viðstaddur. Sagði hann heiminn nálgast vendipunkt hvað varðar öfgakennt veðurfar sem kosti mannslíf og ómælda milljarða í tjón. Forsetatíð Donalds Trump reyndi verulega á áratugalangt bandalag Bandaríkjanna og annarra vestrænna þjóða. Biden lofaði að Bandaríkin væru snúin aftur á alþjóðavettvang þegar hann tók við embættinu í janúar en umdeilanlegt er hvort að hann hafi staðið við þau orð. Ákvörðun Biden um að draga allt bandarískt herlið frá Afganistan hefur mælst misjafnlega fyrir á meðal bandalagsríkja en talibanar sölsuðu undir sig völdin í landinu áður en vestræn ríki náðu að koma öllum þeim sem þau vildu úr landi. Undanfarna daga hefur töluverð illska hlaupið í samskipti Bandaríkjanna við Frakkland, eitt elsta bandalagsríki þeirra, eftir að bandarísk og bresk stjórnvöld fengu Ástrali til að kaupa frekar af þeim kafbáta en Frökkum. Frönsk stjórnvöld kölluðu meðal annars sendiherra sinn heim frá Bandaríkjunum til að mótmæla því sem þau telja undirferli bandamanna sinna. Þrátt fyrir það lagði Biden áherslu á samvinnu við bandamenn í ávarpi sínu í New York í dag. „Til þess að við getum séð fyrir okkar eigin fólki verðum við einnig að eiga í djúpstæðum samskiptum við umheiminn,“ sagði Bandaríkjaforseti. Fréttin verður uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Loftslagsmál Afganistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Lýsti Biden þessum áratug sem úrslitaáratug fyrir heiminn í ávarpi sínu við upphaf allsherjarþingsins sem fer fram í New York. Rauð viðvörunarljós logi vegna loftslagsvárinnar og heimsbyggðin takist enn á við missi og harm í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Hvatti forsetinn ríki heims til þess að koma með aukinn metnað inn í loftslagsráðstefnu SÞ í Glasgow í nóvember sem hann ætlar sjálfur að vera viðstaddur. Sagði hann heiminn nálgast vendipunkt hvað varðar öfgakennt veðurfar sem kosti mannslíf og ómælda milljarða í tjón. Forsetatíð Donalds Trump reyndi verulega á áratugalangt bandalag Bandaríkjanna og annarra vestrænna þjóða. Biden lofaði að Bandaríkin væru snúin aftur á alþjóðavettvang þegar hann tók við embættinu í janúar en umdeilanlegt er hvort að hann hafi staðið við þau orð. Ákvörðun Biden um að draga allt bandarískt herlið frá Afganistan hefur mælst misjafnlega fyrir á meðal bandalagsríkja en talibanar sölsuðu undir sig völdin í landinu áður en vestræn ríki náðu að koma öllum þeim sem þau vildu úr landi. Undanfarna daga hefur töluverð illska hlaupið í samskipti Bandaríkjanna við Frakkland, eitt elsta bandalagsríki þeirra, eftir að bandarísk og bresk stjórnvöld fengu Ástrali til að kaupa frekar af þeim kafbáta en Frökkum. Frönsk stjórnvöld kölluðu meðal annars sendiherra sinn heim frá Bandaríkjunum til að mótmæla því sem þau telja undirferli bandamanna sinna. Þrátt fyrir það lagði Biden áherslu á samvinnu við bandamenn í ávarpi sínu í New York í dag. „Til þess að við getum séð fyrir okkar eigin fólki verðum við einnig að eiga í djúpstæðum samskiptum við umheiminn,“ sagði Bandaríkjaforseti. Fréttin verður uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Loftslagsmál Afganistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“